Handbolti

Kolbeinn byrjaði í sigri Ajax

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fréttablaðið/Valli
Ajax lyfti sér upp í annað sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri á Utrecht á heimavelli í dag. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax.

Thulani Serero kom Ajax yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og var Ajax 1-0 yfir í hálfleik.

Davy Klaassen bætti öðru marki við á 59. mínútu. Kolbeinn var tekinn af velli á 81. mínútu og skoraði varamaður hans, Danny Hoesen, þriðja markið á fyrstu mínútu uppbótartíma.

Ajax er með 17 stig í öðru sæti, stigi á eftir Twente og tveimur stigum á undan PSV og Heerenveen sem eiga leik til góða.

Utrecht er í 15. sæti með 9 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×