Gistu saman í kofum án klósetta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 08:00 Þorgerður Anna hefur vakið athygli fyrir að geta skorað mörk með vinstri þegar þess þarf. Fréttablaðið/Stefán „Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“ Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
„Ég er ekkert rosalega bjartsýn á að þetta verði nokkurn tímann eins og fyrir tveimur árum,“ segir Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Flint/Tönsberg í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Skyttan rétthenta varð fyrir meiðslum á öxl á undirbúningstímabilinu sumarið 2012. Þau meiðsli öngruðu hana alla síðustu leiktíð. „Ég prófaði að fara í sprautur, hvíla öxlina og gera ákveðnar æfingar. Ég varð hins vegar bara að læra að lifa með þessu og klára tímabilið,“ segir Þorgerður sem fór í uppskurð um miðjan maí. Síðan hefur hún verið að jafna sig og ekkert tekið þátt í leikjum Flint/Tönsberg á tímabilinu. Það hefur komið sér illa í bland við meiðsli fleiri lykilmanna. Liðið situr á botni deildarinnar, án sigurs í þremur leikjum. „Ég held að ég prófi að spila í bikarleiknum á þriðjudaginn,“ segir Þorgerður en liðið mætir liði úr b-deildinni. Á laugardaginn fær liðið Oppsal IF í heimsókn en liðið er einnig í botnbaráttu. „Það verður mikilvægur leikur.“ Þorgerður þvertekur fyrir að hún finni fyrir pressu frá forráðamönnum Flint að spila sem fyrst. „Þeir vilja umfram allt að ég verði góð og geti spilað heil.“Þorgerður í leik með Val gegn erkifjendunum í Safamýri.Leist ekki á blikuna í fyrstu Skyttan rétthenta kom út til Noregs í júlí og fljótlega var haldið í æfingaferð til Danmerkur. Sú var í skrýtnari kantinum. „Við vorum á tjaldstæði og gistum fjórar saman í litlum kofum. Það var ekki einu sinni klósett í kofunum. Okkur leist ekki á blikuna í fyrstu,“ segir Þorgerður. Liðið spilaði æfingaleiki í Danmörku áður en haldið var til Noregs. Átta dögum fyrir fyrsta leik var þjálfari liðsins rekinn. Þorgerður telur ákvörðunina hafa verið rétt. „Þetta var ekki að ganga og flestir voru sammála um það.“ Danskur þjálfari er tekinn við liðinu og er Gunnar Petersson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, liðinu einnig innan handar. Hún segir erfitt að bera styrkleika liðsins til dæmis saman við Val þar sem hún lék í fyrra. „Það yrði líklega mjög jafnt á milli liðanna,“ segir hún á endanum en bendir á að liðin í efri hlutanum séu rosalega góð.Þorgerður Anna við undirritun tveggja ára samnings við Flint. Samningurinn er uppsegjanlegur að loknu einu ári.Tekur pirringinn út á Brynju Þorgerður býr í bænum Tönsberg í Suður-Noregi og líkar lífið vel ytra. „Bærinn er krúttlegur og vinalegur,“ segir landsliðskonan sem hefur í dag störf á leikskóla í bænum sem hún er spennt fyrir. „Þá er maður ekki hangandi heima á milli æfinga að horfa út í loftið,“ segir skyttan og hlær. Hún býr í göngufæri við miðbæinn og fangar íslenskum félagsskap sem hún hefur í HK-ingnum Brynju Magnúsdóttur sem einnig leikur með liðinu. „Það er gott að geta tekið pirringinn út á einhverjum og tjáð sig aðeins á íslensku,“ segir Þorgerður og hlær. Hún hlakkar til að byrja að spila aftur en er hóflega bjartsýn í ljósi meiðslanna. „Það er þannig með handboltamenn að það er aldrei 100 prósent víst að þetta verði í lagi. Maður verður bara að læra að lifa með þessu og reyna að gera sitt besta.“
Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira