Innlent

SA segja stöðuna í kjaradeilunni skelfilega

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi þar sem málflutningur fór fram síðdegis.

Innlent

Starfs­maður VR vill fella for­manninn

Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir ekki í boði að Landhelgisgæslan verði án þeirrar viðbragðsgetu sem flugvélin TF-SIF veiti. Ríkisstjórnin fundaði um málið í dag og dómsmálaráðherra telur líklegt að ákvörðun um sölu verði dregin til baka. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu

Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk.

Innlent

Rútuslys á Ólafsfjarðarvegi

Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki.

Innlent

Allt að fjörutíu flóttamenn í Múlaþing á árinu

Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Múlaþingi. Múlaþing mun taka á móti allt að fjörutíu flóttamönnum á árinu.

Innlent

Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi

Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. 

Innlent

Flug­vélin verði ekki seld nema önnur taki við

Forsætisráðherra segir að skoða þurfi mun betur söluna á flugvél Landhelgisgæslunnar, sem dómsmálaráðherra boðaði í gær. Ekki væri hægt að ráðast í söluna fyrr en búið væri að fara yfir öll þau sjónarmið sem komið hefðu fram. 

Innlent

Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag

Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um átök á Alþingi þar sem sú ákvörðun dómsmálaráðherra að selja flugvél Landhelgisgæslunnar hefur vakið hörð viðbrögð. 

Innlent

„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“

Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. 

Innlent

Skoða að setja upp sleða­braut niður Kambana

Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. 

Innlent