Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans sem í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. 

Innlent

Treysta sér ekki til að drekka krana­vatn á slökkvi­stöðinni

Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. 

Innlent

Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt

Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 

Innlent

Ganga saman til kjaraviðræðna

Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 

Innlent

Orkuveitan nefnir niðurrif Árbæjarstíflu sem valkost

Niðurrif Árbæjarstíflu er meðal valkosta sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fyrir borgaryfirvöld með ósk um samstarf um það sem kallað er „niðurlagningaráætlun Elliðaárvirkjunar“. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fallist á að málið verði unnið áfram.

Innlent

Neitaði að borga og ógnaði leigubílstjóra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um farþega sem neitaði að borga fyrir leigubíl. Viðkomandi hótaði einnig leigubílstjóranum. Þetta var í Grafarholti en í dagbók lögreglunnar segir að annar leigubílstjóri hafi verið áreittur í Múlunum.

Innlent

Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó

Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti.

Innlent

Ráðherra segir stöðuna alvarlega og heitir aðgerðum

Matvælaráðherra segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar sýna að staðan í allri umgjörð sjókvíaeldis sé alvarleg og gera verði breytingar. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna skýrslunni en hún staðfesti engu að síður brotalamir í stjórnsýslu sjókvíaeldis.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir stöðuna í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og verkfallsaðgerðir sem hófust í dag og atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir sem nú er að ljúka. Ríkissáttasemjari hefur óskað liðsinnis sýslumanns til að fá kjörskrá Eflingar afhenta þannig að atkvæðagreiðsla geti farið fram um miðlunartillögu hans.

Innlent

„Stál­hraust feitt fólk hefur verið sett á þessi lyf“

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrum formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir heimilislækni sinn hafa orðið undrandi þegar hún hafnaði boði hans um að byrja á megrunarlyfi.  Hún óttast að aðrir skjólstæðingar læknisins séu ekki jafn upplýstir um skuggahliðar lyfsins.

Innlent

Val­björg Elsa heiðurs­iðnaðar­maður ársins

Valbjörg Elsa Haraldsdóttir hársnyrtimeistari var um helgina útnefnd heiðursiðnaðarmaður ársins á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Böðvar Páll Ásgeirsson var gerður að heiðursfélaga en forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti verðlaunin. 

Innlent

Örfáir þingmenn hafi tekið þingið í gíslingu svo dögum skiptir

Umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er enn og aftur á dagskrá þingsins í dag en tillaga um að taka málið af dagskrá var felld og tillaga um að lengja þingfund samþykkt. Fjármálaráðherra sagði stjórnarandstöðuna beita sér í grímulausu málþófi undir því yfirskini að greiða fyrir störfum þingsins.

Innlent

Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin

Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 

Innlent

„Mun litlum árangri skila að leggjast í skot­grafir stjórn­málanna“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum.

Innlent