Innlent

Utan­ríkis­mála­nefnd ekki rætt mál Gylfa sér­stak­lega

Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því.

Innlent

Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Greni­vík og vaknaði í Noregi

Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið.

Innlent

Eldur í arni á Arnarneshæð

Slökkviliðsmenn fóru í útkall á Arnarneshæð í dag vegna elds í arni. Ekki liggur fyrir enn fyrir hvort eldurinn hafi farið úr böndunum eða af hverju slökkvilið var kallað til.

Innlent

Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir vaxtahækkun Seðlabankans og hörð viðbrögð aðila vinnumarkaðarins vegna röksemda bankans fyrir hækkuninni.

Innlent

Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið

Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta.

Innlent

Fellur frá aðfararbeiðni eftir fund með lögmanni Eflingar

Ríkissáttasemjari hefur fallið frá aðfararbeiðni sinni til sýslumanns um að fá kjörskrá félagsmanna Eflingar afhenta. Þetta er niðurstaðan eftir fund lögmanns Eflingar með sáttasemjara síðdegis í dag. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð úr héraði um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara.

Innlent

Segja verk­falls­brot framin á Grand Hótel

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 

Innlent

Munu ekki semja nema laun milli markaða verði jöfnuð

Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti en kjarasamningar renna út í mars. Helsta verkefnið er að jafna laun á milli markaða að sögn formanns BSRB og verður ekki samið án þess að það náist. Formaður Kennarasambandsins tekur undir og reiknar með að viðræðurnar hefjist af krafti fljótlega. 

Innlent

Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn

Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum.

Innlent

„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“

Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg.

Innlent

Fjögurra bíla á­rekstur á Sæ­braut

Fjögurra bíla árekstur varð á Sæbraut við Skeiðarvog í Reykjavík skömmu fyrir klukkan ellefu í dag. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. 

Innlent