Innlent

Verkbannið löglega boðað

Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú.

Innlent

MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu

Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu.

Innlent

Kókaínið brennt fljót­lega eftir hald­lagningu í Hollandi

Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð.

Innlent

„Það liggur alveg fyrir að við þurfum sterkara kerfi“

Þörf er á sterkara kerfi til að mæta auknum þörfum skólasamfélagsins að sögn verkefnastjóra hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Margir skólar og nemendur séu ekki að fá þá þjónustu sem þau þurfa til að dafna eins og staðan er í dag. Tilkoma miðlægrar stofnunar sé skref í rétta átt en mörg úrlausnarefni standi eftir.

Innlent

„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“

Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um málefni Lindarhvols en síðar í dag verður tekist á um það á Alþingi hvort þingmenn fái að leggja fram fyrirspurnir til forseta Alþingis um málið.

Innlent

Ráð­herrar geti notað TikTok á­hyggju­lausir

Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut

Innlent

Dansandi Sæljón á Tenerife

Það er með ólíkindum hvað er hægt að kenna dýrum að gera þegar þau eru þjálfuð til þeirra hluta. Í dýragarðinum Loro Parque á Tenerife eru til dæmis sæljón, sem kunna „Break" dans og ganga eins og hundar svo eitthvað sé nefnt.

Innlent

„Það skelfi­legasta sem ég hef lent í“

Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum.

Innlent

„Það er allt á upp­leið, það er bara þannig“

Pasta, díselolía og kál eru á meðal þess sem hækkað hefur hvað mest í verði síðastliðið ár. Sjónvörp og leikjatölvur hafa hins vegar lækkað lítillega, nú þegar verðbólga er komin yfir tíu prósent. Almenningur finnur fyrir hækkunum á mörgum vígstöðvum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kærasta ungs manns sem legið hefur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna streptókokkasýkingar í heila segir veikindi hans það skelfilegasta sem komið hefur fyrir hana. Þau standa nú frammi fyrir sjúkrahúskostnaði sem hleypur á milljónum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Segir Sólveigu Önnu sýna ofbeldishegðun

Friðjón Friðjónsson gagnrýnir orðaval Sólveigar Önnu Jónsdóttur, forystu Eflingar, í kjarabaráttunni og segir hana beita ofbeldishegðun. Hann segir að ef talað væri svona um fólk á vinnustað þyrfti að kalla til sálfræðinga. Sjálf gefur Sólveig Anna lítið fyrir ummæli Friðjóns,  segir hann „miðaldra Sjálfstæðisprins“ og kallar eftir gagnrýni á það sem hún lítur á sem níðingsskap Samtaka Atvinnulífsins. 

Innlent

Á­rásar­maðurinn hvattur til að gefa sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn karlmanns á þrítugsaldri í tengslum við líkamsárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík í gær. Alls voru fjórir menn á vettvangi þegar átök brutust út. Tveir flúðu af vettvangi en annar þeirra er kominn í leitirnar.

Innlent