Innlent Einfaldari og ódýrari greiðslumiðlun í erfiðri fæðingu Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu. Innlent 11.4.2023 19:31 Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. Innlent 11.4.2023 19:12 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega. Ákvörðun Norðmanna um að heimila lyfjagjöf til fullorðna hljóti að vera fordæmisgefandi. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þótt hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.4.2023 18:01 Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Innlent 11.4.2023 17:52 Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. Innlent 11.4.2023 16:59 Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Innlent 11.4.2023 16:42 Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. Innlent 11.4.2023 15:35 22 líkamsárásir um páskana Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent 11.4.2023 15:34 Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Innlent 11.4.2023 15:08 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. Innlent 11.4.2023 14:16 „Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Innlent 11.4.2023 13:00 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. Innlent 11.4.2023 12:53 Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. Innlent 11.4.2023 12:03 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Árborgar sem er afar slæm. Innlent 11.4.2023 11:37 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. Innlent 11.4.2023 11:33 Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Innlent 11.4.2023 11:15 Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Innlent 11.4.2023 10:30 9,9 prósent innlagðra á geðdeildum fengu nauðungarlyf 2014 til 2018 Á árunum 2014 til 2018 fengu 9,9 prósent einstaklinga sem lagðir voru inn á geðdeildir Landspítalans nauðungarlyf, flestir einu til fjórum sinnum. Um er að ræða 400 einstaklinga, sem flestir þjáðust af geðrofssjúkdómi. Innlent 11.4.2023 10:29 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. Innlent 11.4.2023 06:44 Lögreglumaður kýldur í andlitið af ósáttum vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið. Innlent 11.4.2023 06:18 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. Innlent 10.4.2023 19:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna fólki í starfi. Innlent 10.4.2023 18:15 Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. Innlent 10.4.2023 17:57 Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Innlent 10.4.2023 16:57 Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri. Innlent 10.4.2023 16:00 „Virðingin sem hann fékk var núll“ Barnsfaðir Guðbjargar Hrafnhettu Ragnarsdóttur, Þorvaldur Þórarinsson, lést úr briskrabbameini í mars 2019. Átta mánuðum áður hafði hann leitað til heimilislæknis sem taldi ekkert ama að og ráðlagði Þorvaldi að slaka á og njóta. Aðstandendur Þorvaldar sendu inn kvörtun til Landlæknis árið 2021 en þau telja að krabbameinið hefði greinst mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir vanrækslu umrædds heimilislæknis. Innlent 10.4.2023 13:01 Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Innlent 10.4.2023 12:30 Hádegisfréttir Bylgjunnar Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Innlent 10.4.2023 11:40 Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. Innlent 10.4.2023 11:30 Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. Innlent 10.4.2023 09:39 « ‹ ›
Einfaldari og ódýrari greiðslumiðlun í erfiðri fæðingu Forsætisráðherra er með frumvarp um innlenda greiðslumiðlun í undirbúningi. Bankarnir hafa enn ekki komið slíkri greiðslumiðlun á þrátt fyrir áeggjan Seðlabankans um þjóðaröryggi og hagkvæmni fyrir allan almenning í landinu. Innlent 11.4.2023 19:31
Ekki bara lagt til að taka mið af snjómagni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér. Innlent 11.4.2023 19:12
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega. Ákvörðun Norðmanna um að heimila lyfjagjöf til fullorðna hljóti að vera fordæmisgefandi. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þótt hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.4.2023 18:01
Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Innlent 11.4.2023 17:52
Greiddu 53 milljónir til SGS í fyrra en sæki enga þjónustu þangað Formaður Eflingar segir mögulega úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu (SGS) ekki tengjast óeiningu í kjarasamningsviðræðum í vetur. Hún segir að boðað verði til félagsfundar á næstu dögum þar sem ákveðið verður hvort úrsögnin fari í allsherjaratkvæðagreiðslu eða ekki. Innlent 11.4.2023 16:59
Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna. Innlent 11.4.2023 16:42
Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. Innlent 11.4.2023 15:35
22 líkamsárásir um páskana Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis. Innlent 11.4.2023 15:34
Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Innlent 11.4.2023 15:08
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. Innlent 11.4.2023 14:16
„Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Innlent 11.4.2023 13:00
Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. Innlent 11.4.2023 12:53
Uggandi vegna mögulegrar dreifingar riðunnar Búið er að aflífa um sjö hundruð kindur á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi vegna riðu sem kom þar upp. Tuttugu kindur úr hjörðinni höfðu verið fluttar á nokkra bæi í nágrenninu og yfirdýralæknir segir í forgangi að greina sýni úr þeim. Reynist þær sýktar þarf að aflífa fé á þeim bæjum. Innlent 11.4.2023 12:03
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Árborgar sem er afar slæm. Innlent 11.4.2023 11:37
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. Innlent 11.4.2023 11:33
Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Innlent 11.4.2023 11:15
Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum „Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna. Innlent 11.4.2023 10:30
9,9 prósent innlagðra á geðdeildum fengu nauðungarlyf 2014 til 2018 Á árunum 2014 til 2018 fengu 9,9 prósent einstaklinga sem lagðir voru inn á geðdeildir Landspítalans nauðungarlyf, flestir einu til fjórum sinnum. Um er að ræða 400 einstaklinga, sem flestir þjáðust af geðrofssjúkdómi. Innlent 11.4.2023 10:29
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. Innlent 11.4.2023 06:44
Lögreglumaður kýldur í andlitið af ósáttum vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið. Innlent 11.4.2023 06:18
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. Innlent 10.4.2023 19:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna fólki í starfi. Innlent 10.4.2023 18:15
Efling fundar um úrsögn úr Starfsgreinasambandinu Trúnaðarráð og stjórn Eflingar hafa samþykkt að boða til félagsfundar þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins verður til umræðu. Innlent 10.4.2023 17:57
Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Innlent 10.4.2023 16:57
Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri. Innlent 10.4.2023 16:00
„Virðingin sem hann fékk var núll“ Barnsfaðir Guðbjargar Hrafnhettu Ragnarsdóttur, Þorvaldur Þórarinsson, lést úr briskrabbameini í mars 2019. Átta mánuðum áður hafði hann leitað til heimilislæknis sem taldi ekkert ama að og ráðlagði Þorvaldi að slaka á og njóta. Aðstandendur Þorvaldar sendu inn kvörtun til Landlæknis árið 2021 en þau telja að krabbameinið hefði greinst mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir vanrækslu umrædds heimilislæknis. Innlent 10.4.2023 13:01
Engar tilkynningar um flóð á Austfjörðum enn sem komið er Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Innlent 10.4.2023 12:30
Hádegisfréttir Bylgjunnar Áfram er hætta á skriðum og ofanflóðum á Austfjörðum en talsverð rigning er á svæðinu og gul veðurviðvörun í gildi. Engar tilkynningar hafa borist um flóð enn sem komið er og er ekki talin hætta í byggð að sögn ofanflóðasérfræðings þó mögulegt sé að grjót gæti hrunið á vegi. Innlent 10.4.2023 11:40
Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. Innlent 10.4.2023 11:30
Segir Finnafjörð fastan í þagnarmúr ríkisstjórnar Framgangur hugmynda um stórskipahöfn í Finnafirði við Langanes tafðist vegna covid-faraldursins. Áform um að taka upp þráðinn á ný eru sögð stranda á því að engin áheyrn fáist hjá íslenska ríkinu. Innlent 10.4.2023 09:39