Innlent

Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin

Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tæknideild lögreglu hefur í allan dag rannsakað vettvang stórbruna sem kom upp í húsnæði við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Lögregla óskar eftir að ná tali af fjórum ungmennum vegna málsins.

Innlent

Kviknaði í húsi sama eig­anda í höfninni fyrir fjórum árum

Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum.

Innlent

Húsið rústir einar

Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við frá átaki sem stjórnvöld ætla að ráðast í til að efla stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu. 

Innlent

Wil­son Skaw dregið úr Stein­gríms­firði á næstu dögum

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum.

Innlent

Drógu tvo strandveiðibáta til hafnar

Sjóbjörgunarsveitir aðstoðuðu tvo vélarvana strandveiðibáta, annan fyrir utan Vestmannaeyjar en hinn í Faxaflóa, í morgunsárið. Bátarnir voru báðir dregnir til næstu hafnar.

Innlent

Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku

Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist.

Innlent

Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust

Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins.

Innlent