Innlent

Albert sagður neita sök

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.

Innlent

„Hér er mann­úðar­krísa“

Tuttugu og átta félagasamtök funduðu í dag um málefni flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu. Félagsmálaráðherra var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem mætti en hann sagði það ekki stefnu stjórnvalda að fólk sé á götunni og að verið sé að vinna að lausn með sveitarfélögum.

Innlent

Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði

Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði.

Innlent

„Afrekshugur” Nínu Sæmundsson kominn á Hvolsvöll

Afsteypa af verki Nínu Sæmundsson, „Afrekshugur“ hefur nú verið komið fyrir í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli en það var forseti Íslands, ásamt leikskólabörnum, sem afhjúpuðu verkið. Frumgerð verksins prýðir inn­gang­inn að Waldorf Astoria hót­el­inu í New York en sjálf er Nína er úr Fljóts­hlíðinni.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig. Um er að ræða 14. hækkunina í röð, en stýrivextir eru um það bil tólf sinnum hærri í dag en þeir voru fyrir tveimur árum. 

Innlent

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í morgun, fjórtánda skiptið í röð. Þeir hafa ekki verið hærri í tuttugu og þrjú ár. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum.

Innlent

Svan­dís svarar um­boðs­manni: Ekki unnt að ná mark­miðum með öðru en frestun

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, hefur svarað bréfi um­boðs­manns Al­þingis þar sem óskað er eftir svörum vegna á­kvörðunar ráð­herra um að banna hval­veiðar tíma­bundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná mark­miðum um dýra­vel­ferð með öðrum hætti en frestun upp­hafs veiði­tíma­bils.

Innlent

Kæra Vítalíu endan­lega felld niður

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur staðfest ákvörðun héraðssak­sókn­ara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Innlent

„Það er ekkert nýtt í þessu“

„Það er ekkert nýtt í þessu,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. um nýja skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Intellecon um efnahagsleg áhrif hvalveiða, sem unnin var að ósk matvælaráðherra.

Innlent

Inn­brot og líkams­á­rás í Garða­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna innbrots og líkamsárásar í Garðabæ um klukkan 20 í gærkvöldi. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi komist undan en hann er ókunnur. 

Innlent