Innlent

Vill dæma þá í fangelsi sem gerast sekir um samráð

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé brugðið yfir því hve lágar fjár­hæðir séu lagðar í rekstur Sam­keppnis­eftir­litsins á hverju ári. Hann skorar á stjórn­völd að tryggja eftir­litinu nægt fjár­magn svo hægt sé að auka til muna eftir­lit með sam­keppnis­brotum. Þá vill hann fangelsisdóma yfir þeim sem eru staðnir að stórtæku samráði.

Innlent

Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum

Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum.

Innlent

Vega­gerðin geti ekki metið upp á sitt eins­dæmi hvaða gögn eigi erindi

Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt Vegagerðina vegna athugunar hans á máli sem snýr að kvörtun sem barst vegna ráðningar í starf hjá stofnuninni. Umboðsmaður hafði þar óskað eftir tilteknum gögnum sem Vegagerðin afhenti eftir að hafa afmáð ýmsar persónuupplýsingar. Hann segir það ganga ekki að stjórnvöld meti upp á sitt einsdæmi hvort ákveðin gögn hafi þýðingu fyrir athugun umboðsmanns.

Innlent

„Það er alveg ljóst að fólk vill hafa þessa stöð hérna“

Lagt er til að fjórar bensínstöðvar í Reykjavík verði verndaðar, samkvæmt nýrri skýrslu Borgarsögusafns - sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum. Stöðvarstjóri á Ægisíðu, einni af stöðvunum fjórum, segir ljóst að Vesturbæingar vilji halda bensínstöðinni á sínum stað.

Innlent

Var lengi í afneitun

„Ég ætlaði bara að taka þetta létt. Fá léttustu útgáfuna af þessu. Eins og ég gæti pantað það,“ segir Salóme H. Gunnarsdóttir en hún er ein af þeim Íslendingum sem greinst hafa með Parkinson sjúkdóminn.

Innlent

Minnst milljarður á ári í hjól­reiða­inn­viði

Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu.

Innlent

Dæmdur fyrir árás sem einungis hann sjálfur gat lýst

Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás gagnvart öðrum manni. Brotaþoli árásarinnar kvaðst ekki muna eftir henni og þá mat dómurinn framburð vitnis ótrúverðugan. Þar af leiðandi var framburður ákærða í raun eina lýsingin á árásinni frá einstaklingi sem var viðstaddur atburðarásina.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fólk sem dvaldi á vöggustofum í Reykjavík sem börn er líklegra til að lifa skemur en jafnaldrar þess. Einn þeirra sem þrýsti á að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar fagnar nýrri og svartri skýrslu rannsóknarnefndar. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Björk og Rosali­a berjast gegn sjó­kvía­eldi með lagi

Björk vill á­samt spænsku söng­konunni Rosaliu leggja bar­áttunni gegn sjó­kvía­eldi á Ís­landi lið. Þær hafa til­kynnt út­gáfu lags í októ­ber og hvetja alla Ís­lendinga til að mæta á mót­mæli gegn fisk­eldi á Austur­velli á laugar­dag. Þar mun Bubbi stíga á svið.

Innlent

Hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra

Einstaklingar sem voru sem börn á Vöggustofunni Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins hafa lifað skemur en jafnaldrar þeirra. Þá voru þeir einnig líklegri til að fara á örorku.

Innlent

Bregðast við í­trekuðum seinkunum leiðar 14

Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun.

Innlent

Fyrsta skóflu­stungan tekin við Grens­ás

Heil­brigðis­ráð­herra, Willum Þór Þórs­son, tók í dag fyrstu skóflu­stunguna að nýrri við­byggingu við Grens­ás­deild Land­spítala. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Innlent