Innlent

Festu bíl sinn í á að Fjalla­baki

Björgunarsveitir voru kallaðar út víða um land í nótt vegna verkefna tengdum óveðrinu sem gekk yfir landið í gær og í nótt. Fjölmennasta verkefnið tengdist útkalli vegna tveggja manna sem höfðu fest bíl sinn að Fjallabaki.

Innlent

Grunaðir um að taka upp árás með röri og hömrum

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem gefur lögreglu leyfi til að rannsaka og skoða innihald síma manns sem er grunaður um fólskulega árás. Maðurinn er grunaður um að hafa ásamt öðrum frelsissvipt annan mann og beitt hann margvíslegu ofbeldi.

Innlent

Pólitísk plott fari sjaldnast eftir hand­ritinu

Stjórnmálafræðiprófessor segir vel geta verið að afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sé liður í pólitískri refskák. Pólitísk plott séu þó þess eðlis að þau fari sjaldnast alveg eftir handritinu. Óvenjulegt sé að Bjarni hafi aðeins greint frá afsögn sinni, en ekki hver tekur við embættinu eða hvað hann ætli sér að gera í framhaldinu. 

Innlent

Allt lið sent á vett­vang vegna elds í potti

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent í Vatnsendahverfið í kvöld vegna óljósrar tilkynningar um eld í fjölbýlishúsi. Um var að ræða eld sem hafði kviknað í potti. Engan sakaði.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra í dag. Ákvörðunina tók hann í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að hann hafi verið vanhæfur þegar hann samþykkti söluna á Íslandsbanka þar sem faðir hans var á meðal kaupenda í útboðinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa styrkum fótum.

Innlent

Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð

Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði.

Innlent

Katrín segir hugsan­legt að Bjarni taki annað ráðu­neyti

Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti.

Innlent

Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent

„Fróð­legt að sjá hver við­brögð mat­væla­ráð­herra verða“

Á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vekur gríðar­lega at­hygli. Á­lits­gjafar á sam­fé­lags­miðlum eru ýmist hvumsa yfir á­kvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra.

Innlent

Bjarni sá ellefti til að segja af sér

Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904.

Innlent

Pallborð: Átök Ísraelsmanna og Hamas

Umfangsmiklar loftárásir Ísraelsmanna á Gaza standa nú yfir og teikn á lofti um innrás. Aðgerðirnar eru svar stjórnvalda við árásum Hamas-liða á laugardag, þar sem almennir borgarar voru pyntaðir og drepnir.

Innlent

Ó­veðrið byrjað og bílar fastir

Björgunar­sveitir eru byrjaðar að finna fyrir veðrinu. Appel­sínu­gular veður­við­varanir eru í gildi á Norður­landi og gular við­varanir annars staðar á landinu, utan höfuð­borgar­svæðisins.

Innlent

„Þetta er rétt á­kvörðun“

Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist telja á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vera rétta. Hún segir á­kvörðunina hafa komið sér á ó­vart.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um afsögn Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra sem hann tilkynnti um í morgun í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis sem birt var í morgun. 

Innlent

„Bjarni maður að meiri“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart.

Innlent