Innlent

Gæti farið illa ef ekkert er að gert í Reykja­víkur­skógi

Í vikunni féll birkitré við Tjarnargötu, í vindhviðu og mildi að ekki fór verr. Ef að er gáð kemur í ljós að hin unga skógarþjóð sem Íslendingar eru standa á tímamótum og í mörg horn að líta ef ekki á hreinlega illa að fara. Nokkurs fyrirhyggjuleysis gætir hjá Íslendingum sem teljast á alla mælikvarða ung skógarþjóð.

Innlent

Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur

Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan.

Innlent

„Saga sem aldrei má gleymast“

„Sagan hennar Guggu er dæmisaga um ofbeldi sem hefur stórar og miklar afleiðingar. Það þarf ekki nema eitt högg og þá breytist allt. Þetta sýnir svo greinilega hvað ofbeldi getur haft hræðilegar afleiðingar og við verðum að tala um þetta,“ segir Guðríður Sturludóttir, vinkona Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún, sem ávallt er kölluð Gugga, hlaut varanlegan heilaskaða í kjölfar líkamsárásar árið 1993, þá 15 ára gömul. 

Innlent

„Sér­­stakt“ að sitja inni í réttar­­sal með Bry­an Kohberger

Íslensk kona, sem kafað hefur ofan í opinber gögn um stórt morðmál sem átti sér stað í bandarískum háskólabæ í vetur, fékk í vikunni að fara inn í réttarsal þegar hinn grunaði var leiddur fyrir dómara. Hún segir súrrealískt að hafa séð hann og aðstæður með eigin augum eftir að hafa skoðað málið í svo langan tíma.

Innlent

Öllum rútum hjá GTS á Selfossi verður skipt yfir í rafmagnsrútur

Grænu rúturnar hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi eru nú að verða enn grænni því fyrirtækið ætlar að vera búið að skipta út öllum rútunum fjörutíu fyrir rafmagnsrútur á næstu fimm árum. Í vikunni var lúxus rafmagnsrúta tekin í notkun en innviðaráðherra var fyrstur til að keyra hana formlega.

Innlent

„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“

Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dauðir lundar og ritur hafa fundist í hundraðatali í fjörum við Faxaflóa undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fuglafræðing, sem segir dauðann mikið áhyggjuefni.

Innlent

Meiri pening þarf í fráveitur landsins

Nauðsynlegt er að auka fjármagn til fráveitna landsins, ekki síst með stóraukinni fjölgun ferðamanna, sem eykur mjög mikið álag á fráveitur um allt land. Þetta segir formaður stjórnar Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi.

Innlent

Meint hópslags­mál reyndust gamnis­lagur

Á sjöunda tímanum í morgun barst lögreglu tilkynning um slagsmál þriggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir þrír voru vinir að gantast, eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Innlent

Fjölda­dauði fugla á Faxa­flóa

Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Öllum starfsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs var sagt upp störfum í vikunni. Leggja á niður rannsóknarsetur stofnunarinnar. Forstöðumaður óttast að starfsemin verði skötulíki. Við ræðum við forstöðumanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988

Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma.

Innlent

Margir stútar gripnir í nótt

Níu einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í nótt þar sem ökumaðurinn var grunaður um akstur undir áhrifum. Í þrígang reyndist ökumaðurinn án ökuréttinda vegna fyrri afskipta lögreglu.

Innlent

Sóttu slasaða hesta­konu á Vala­hnúka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.

Innlent

Elda ofan í flugstöðvargesti

Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. Um er að ræða annan af tveimur veitingastöðum nýs rekstraraðila veitingastaða í Leifsstöð.

Innlent

Nýr gjaldmiðill á Hellu og mikill áhugi á mótorkrossi

Nýr gjaldmiðill var tekin upp á Hellu í vikunni þegar nemendur grunnskólans buðu bæjarbúum á markað í íþróttahúsinu þar sem fjölbreytt dagskrá var í boði. Krossarar komu líka við sögu á hátíðinni og þá voru nemendur með sína eigin fréttastofu.

Innlent

Sund­laugar lokaðar á lang­þráðum sól­skins­degi

Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölmargar sundlaugar á landsbyggðinni voru lokaðar í dag vegna verkfalla. Lokað verður fram á þriðjudag, á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðalöngum sem komu að lokuðum dyrum sundlaugarinnar í Borgarnesi voru svekktir að missa af sólinni í lauginni.

Innlent

Buðu ferða­manni gistingu í fanga­geymslu

Laust fyrir klukkan 06 í morgun barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjónar ræddu við manninn kom í ljós að um erlendan ferðamann var að ræða, sem gat með engu móti gefið upp hvar hann dveldi. Brugðist var á það ráð að bjóða honum gistingu í fangageymslu.

Innlent

„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“

Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút.

Innlent