Erlent

Líka pyntingar í Afganistan?

Bandarískir hermenn eru sakaðir um að hafa pyntað afganska fanga í aðalherstöð Bandaríkjahers skammt frá Kabúl árið 2002. Bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em> birti grein um þetta í gær þar sem vitnað er í leyniskýrslu hersins.

Erlent

Mótmælendur handteknir í Bakú

Lögregla barði mótmælendur með kylfum og handtók fylgismenn stjórnarandstöðunnar sem reyndu á laugardag að komast þangað sem áformað var að halda mótmælafund í Bakú, höfuðborg Aserbajdsjans. Stjórnvöld bönnuðu fundinn.

Erlent

Lífs eða liðin?

Enn ríkir óvissa um afdrif ítalska hjálparstarfsmannsins Clementinu Cantoni sem rænt var í Afganistan í vikunni. Í gær sagði einn mannræningjanna að hún hafi verið drepin. Það furðulega við málið er að annar maður, sem talað hefur verið við í sama símanúmeri og nú síðast í morgun, segir Cantoni enn vera á lífi.

Erlent

Pólitískt uppgjör við auðjöfur?

Búist er við að réttarhaldinu yfir Mikhaíl Khodorkovskí ljúki með sakfellingu fyrir skattsvik og auðgunarglæpi. Margir segja það pólitískt uppgjör Pútíns Rússlandsforseta við auðjöfurinn, aðrir maklegan dóm í sakamáli. </font /></b />

Erlent

Íraskir súnní-arabar fylkja liði

Súnní-arabar í Írak ákváðu í gær að stofna pólitísk og trúarleg samtök sem ætlað er að vera málsvari þeirra sem minnihlutahóps í landinu. Ákvörðunin þykir áfangi að því að fá súnní-araba, sem voru kjarninn að baki ríkisstjórnar Saddams Husseins, til liðs við aðra þjóðfélagshópa við að móta nýtt Írak.

Erlent

Vígi þýskra krata gæti fallið

Úrslit héraðsþingkosninga sem fara fram í dag í Nordrhein-Westfalen, einu hinna sextán sambandslanda Þýskalands og því fjölmennasta, þykja líkleg til að verða forboði þess hver örlög ríkisstjórnar Gerhards Schröder kanslara verða er næst verður kosið til Sambandsþingsins að rúmu ári.

Erlent

Efnavopna-Ali á baðsloppnum

Myndir sem birtar voru af Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, á nærklæðunum einum fata í breska götublaðinu <em>The Sun</em> í gær hafa vakið hörð viðbrögð. Nýjar myndir voru birtar í blaðinu í dag sem meðal annars sýna einn nánasta samstarfsmann Saddams, Ali Hassan al-Majid, betur þekktan sem „Efnavopna-Ali“, í baðslopp haldandi á handklæði.

Erlent

Karzai krefst refsinga

Hamid Karzai, forseti Afganistans, krafðist þess í gær að Bandaríkjaher gengi hart fram í að draga þá liðsmenn hersins til ábyrgðar sem gerst hefðu sekir um að misþyrma föngum í Afganistan.

Erlent

Tímosjenkó segir klofning gróusögu

Júlía Tímosjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, bar í gær til baka fréttir þess efnis að forsetinn Viktor Jústsjenkó hefði lagt að henni að segja af sér. Það hygðist hún ekki gera og fréttir af djúpstæðum ágreiningi milli hennar og forsetans væru úr lausi lofti gripnar.

Erlent

Saddam í mál við The Sun

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefur ákveðið að fara í mál við breska götublaðið <em>The Sun</em> sem birti myndir af honum á nærklæðunum og í baðsloppi í fangaklefa sínum. Lögfræðingur Saddams segir að allir sem komu að myndbirtingunni verði sóttir til saka en forsvarsmenn Sun segjast ekkert óttast og boða fleiri myndir af Saddam.

Erlent

Star Wars-mynd slær tekjumet

Nýjasta Star Wars-myndin, sú síðasta í myndaflokknum, sló tekjumet á fyrsta sýningardegi er 3.661 kvikmyndahús í Bandaríkjunum með yfir 9.000 sýningarsölum hóf sýningar á "Star Wars: Episode III: Revenge of the Sith" á fimmtudag. Aðgöngumiðar seldust fyrir rétt rúmar fimmtíu milljónir Bandaríkjadala, eða fyrir um 3.250 milljónir króna.

Erlent

Endalok stjórnarskrár ESB?

Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Tuttugu og fimm háttsettir stjórnmálamenn frá allri Evrópu hafa verið fengnir til Frakklands til þess að hjálpa stjórnvöldum í landinu við að telja almenningi trú um ágæti stjórnarskrárinnar.

Erlent

Merkum áfanga náð

Suðurkóreskum vísindamönnum hefur tekist að rækta stofnfrumur sem passa fullkomlega við erfðaefni nokkurra sjúklinga. Uppgötvunin eykur vonir um að hægt verði að þróa lækningar á grunni stofnfrumuvísinda en henni fylgja þó alvarleg siðferðileg álitamál.

Erlent

Þrýstingur eykst á Karimov

Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið bættust í gær í lið með Sameinuðu þjóðunum um að þrýsta á ráðamenn Úsbekistans að heimila alþjóðlega rannsókn á því sem gerðist er mikill fjöldi mótmælenda féll fyrir byssukúlum öryggissveita í bænum Andijan í austurhluta landsins fyrir viku. Ríkisstjórnin hvikaði hins vegar hvergi frá andstöðu sinni.

Erlent

Klæðskerasaumuð líffæri

Tekist hefur að búa til einstaklingsmiðaðar stofnfrumur. Það getur orðið til þess að innan skamms geti sjúklingar fengið líffærahluta sniðna að sínum þörfum.

Erlent

Tekinn í sturtu og rekinn heim

Ríkisstjórnir Þýskalands og Tékklands eru æfar eftir að tveimur þingmönnum frá þessum löndum var vísað frá Kúbu í fyrradag fyrirvaralaust. Andstæðingar Kúbustjórnar stilltu saman strengi sína í gær, í fyrsta sinn í 46 ár.

Erlent

Segjast hafa drepið gíslinn

Mannræningjarnir sem rændu ítölskum hjálparstarfsmanni í Afganistan vikunni segjast hafa drepið hann. Talsmaður ítölsku ríkisstjórnarinnar segir það hins vegar ekki rétt.

Erlent

Fíkniefnalöggjöfin hert í Hollandi

Hollensk yfirvöld hafa löngum verið þekkt fyrir umburðarlyndi sitt gagnvart neyslu kannabisefna en breyting virðist ætla að verða þar á. Hingað til hafa lög landsins leyft fólki að neyta og hafa á sér allt upp í fimm grömm af kannabisefnum og veitingastaðir hafa mátt eiga hálft kíló af efninu til sölu.

Erlent

Lítið lyktarskyn vísar á elliglöp

Rannsóknir sænskra lækna við Karólínska sjúkrahúsið benda til þess að hægt verði að uppgötva ýmsa sjúkdóma tengda elliglöpum með því að kanna lyktarskyn fólks. Með elliglöpum er til dæmis átt við sjúkdóma á borð við Alzheimers. 

Erlent

Skjálftinn skók alla jörðina

Jarðskjálftinn í Indlandshafi á annan í jólum skók skorpu allrar jarðarinnar. Titringur vegna skjálftans mældist víða um heim mörgum vikum eftir hann. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins <em>Science</em> sem kemur út í dag. Þar kemur ýmislegt fleira fram um skjálftann sem ekki hefur áður verið greint frá.

Erlent

Sótt að tígrisdýrunum

Efnahagsundrið í Kína hefur gert það að verkum að tígrisdýrum á Indlandi hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, en tígrisfeldur þykir til marks um ríkidæmi og völd. Klær og tennur dýranna eru eftir sem áður vinsælar í náttúrulyf.

Erlent

Grafið undan vopnahléinu

Gamalkunnug keðjuverkun ofbeldis virðist hafin fyrir botni Miðjarðarhafs. Í gær skarst í odda á milli ísraelskra hermanna og herskárra Palestínumanna þriðja daginn og beið einn úr röðum þeirra síðarnefndu bana í átökunum.

Erlent

Óttast árásir á stjórnmálamenn

Tifandi tímasprengjur. Þannig lýsir norska lögreglan 40 mönnum sem óttast er að muni gera árásir á stjórnmálamenn í landinu. Yfirmaður öryggisdeildar lögreglunnar segist óttast slíkar árásir meira en hryðjuverk.

Erlent

Veikt umboð Verkamannaflokksins

Umboð breska Verkamannaflokksins til að stýra Bretlandi er eitt hið veikasta á Vesturlöndum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar þarlendrar rannsóknar.

Erlent

Hraðskreiðasti rússíbani heims

Það er ekki á hverjum degi sem menn komast á meira en tvö hundruð kílómetra hraða undir berum himni. Jafnvel allra hörðustu adrenalínfíklar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með nýja rússíbanann sem opnaður var í New Jersey í gær. Hann er sá stærsti og hraðskreiðasti í heiminum, meira en140 metra hár og fer mest á u.þ.b. 206 kílómetra hraða.

Erlent

Fjórir látnir á tveimur dögum

Ekkert lát virðist vera á dauðsföllum bandarískra hermanna í Írak. Frá miðvikudegi hafa fjórir látist í árásum hryðjuverkamanna þar í landi. Frá því Bandaríkjamenn réðust inn í landið í mars árið 2003 hafa að minnsta kosti 1600 hermenn látist af völdum hryðjuverkamanna og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka mjög.

Erlent

Norræni skálinn vinsæll

Norræni skálinn á EXPO 2005, heimssýningunni í Japan, hefur verið mjög vinsæll síðan hann var formlega opnaður 25.mars síðastliðinn. Gestur númer 500 þúsund kom í skálann nú fyrir skemmstu, en það voru tvær systur, Ayane Shigemori 9 ára og Yuko Shigemori 7 ára, sem voru verðlaunaðar fyrir það. Þær fengu margvíslegan varning sem var til sölu í skálanum.

Erlent

Aðeins ákærður fyrir líkamsárás

Norskur faðir sem stakk barnaníðing fimmtán sinnum með hnífi sleppur með ákæru fyrir líkamsárás en ekki morðtilraun. Maðurinn ferðaðist tvö þúsund kílómetra frá Ósló til Alta til að hefna sína á karlmanni sem nauðgað hafði syni hans.

Erlent

Afsögn verði stjórnarskrá felld

Forseti Evrópusambandsins segir að hafni Frakkar stjórnarskrá Evrópusambandsins þýði það endalok hennar. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar í Frakklandi krefjast þess að hún segi af sér ef almenningur hafnar stjórnarskránni.

Erlent