Erlent HIV sífellt stærra vandamál Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir alnæmisfaraldurinn sífellt verða stærra vandamál í öllum heimsálfum. Hann segir nauðsynlegt ef sjúkdómurinn á ekki að ná yfirhöndinni að þjóðir heimsins taki sig saman og berjist af hörku með auknum rannsóknum, forvarnarstarfi og aukinni aðstoð. Erlent 3.6.2005 00:01 Samnorrænt stéttarfélag Nordea Starfsmenn Nordea, stærsta banka á Norðurlöndum, hyggjast stofna stéttarfélag sem mun starfa yfir norræn landamæri. Félagið mun starfa í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 3.6.2005 00:01 Erdogan kveðst vonsvikinn Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, lýsti í viðtali við AP-fréttastofuna í gær vonbrigðum sínum með að Frakkar og Hollendingar hefðu fellt stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins en sagði að Tyrkir myndu engu að síður þýsta á um að fá aðild að sambandinu. Erlent 3.6.2005 00:01 1,2 milljónir morða og mannrána Yfir 1,2 milljónir morða, mannrána og ofbeldisverka af öðru tagi eru framin í Argentínu á hverju ári og fer þeim fjölgandi. Argentínumenn eru langþreyttir á áhugaleysi og getuleysi stjórnvalda til að reyna að koma í veg fyrir glæpi og krefjast aðgerða. Erlent 3.6.2005 00:01 Myndir valda hugarfarsbreytingu Hugarfarsbreyting kann að vera í vændum hjá stórum hluta serbnesku þjóðarinnar eftir að myndir af fjöldamorði á bosnískum múslimum í bænum Srebrenica árið 1995 voru birtar. Erlent 3.6.2005 00:01 Grísafótbolti í Rússlandi Grísafótbolti á vaxandi vinsældum að fagna í Rússlandi og nú eru grísalið víðsvegar um landið að æfa fyrir stórkeppni í Moskvu. Grísafótbolti er í stórum dráttum eins og venjulegur fótbolti. Það eru tvö lið og fimm grísir í hvoru liði. Sá er þó munur að það eru engin mörk og þar af leiðandi engir markmenn - eða markgrísir. Erlent 3.6.2005 00:01 Deyddi börnin vegna fátæktar Austurrísk kona sem handtekin var í gær grunuð um morð á fjórum nýburum hefur játað á sig morðin. Hún segist hafa deytt þau vegna fátæktar sinnar. Erlent 3.6.2005 00:01 Farþegaflugvél rænt eða ekki? Farþegaflugvél á vegum Virgin-flugfélagsins á leið frá Lundúnum til New York var vísað til Kanada fyrir stundu og er hún á leið þangað í fylgd orustuþotna frá bandaríska flughernum. Ástæðan er sú að misvísandi upplýsingar bárust frá neyðarbúnaði vélarinnar þess efnis að henni hefði verið rænt. Erlent 3.6.2005 00:01 Lík fjögurra ungbarna finnast Lík fjögurra ungbarna fundust í húsi í borginni Graz í Austurríki nýlega, að því er lögreglan þar í landi greindi frá í dag. Tvö barnanna fundust í frystikistu, eitt var falið í tunnu og það fjórða í bakgarði hússins. 32 ára gömul kona og tæplega fertugur karlmaður sem búa í húsinu hafa verið handtekin vegna málsins. Erlent 3.6.2005 00:01 Ofbeldið heldur áfram Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak en í fyrrinótt biðu tíu manns bana í sjálfmorðssprengjuárás sem gerð var í þorpinu Yethrib skammt frá Bagdad. Erlent 3.6.2005 00:01 Hrapaði með tonn af kókaíni Flugvél með meira en tonn af kókaíni innanborðs hrapaði í suðausturhluta Mexíkó í gær að því er lögreglan þar í landi greindi frá í dag. Um borð í vélinni, sem var að koma frá Kólumbíu, voru tveir menn sem létust báðir. Erlent 3.6.2005 00:01 Sá son sinn myrtan á myndbandi Kona í Bosníu þekkti ungan son sinn á myndbandi sem sýndi þegar Serbar myrtu sex óbreytta borgara frá borginni Srebrenitsa árið 1995. Það var fyrst sýnt síðastliðinn miðvikudag við réttarhöldin yfir Slobodan Milosevic í Haag. Erlent 3.6.2005 00:01 900 ára múmía í fórum þjófa Lögreglan í Perú varð heldur betur hissa þegar hún fann yfir 900 ára gamla múmíu í húsi þjófa sem hún handtók í gærdag. Þjófarnir voru þó ekki með á hreinu hversu mikil verðmæti þeir voru með í höndunum og höfðu pakkað henni inn í plast sem hefði, að sögn sérfræðinga, getað skemmt múmíuna verulega. Erlent 3.6.2005 00:01 Alnæmisfaraldur ekki á undanhaldi Meira en 39 milljónir manna um heim allan eru smitaðar af HIV-veirunni og létust meira en 3 milljónir úr alnæmi á síðasta ári. Fjölgun smita hefur mest orðið í Austur-Asíu, austurhluta Evrópu og í Mið-Asíu. Erlent 3.6.2005 00:01 Marshall-aðstoð vorra tíma Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, hefur kynnt áform ríkisstjórnarinnar um að gefa fátækustu ríkjum heims upp skuldir sínar. Bretar skora á ríkisstjórnir annarra auðugra ríkja að gera slíkt hið sama. Erlent 3.6.2005 00:01 Lettar staðfesta Stjórnarskrá ESB Lettneska þingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með afgerandi hætti í gær. 71 prósent þingmannanna greiddi henni atkvæði sitt en aðeins fimm prósent sátu hjá. Erlent 2.6.2005 00:01 Á leið í heimsókn til Bush? Maður nokkur sem átti leið hjá Hvíta húsinu í Washington í gær ákvað að skella sér í heimsókn til forsetans. Hann klifraði því yfir girðinguna og gekk upp að húsinu. Maðurinn komst þó ekki langt því öryggisverðir og lögreglan gripu manninn aðeins örfáum skrefum frá girðingunni og var hann handtekinn. Erlent 2.6.2005 00:01 Mannskætt lestarslys í Úkraínu Að minnsta kosti þrettán manns létust, þar af tvö börn, þegar flutningalest ók á rútu í suðurhluta Úkraínu í dag. Rútan var á leið yfir teinana þegar lestin keyrði á fullri ferð inn í hliðina á henni, en Interfax-fréttastofan segir að níu hafi slasast í árekstrinum, þar af fjórir alvarlega. Yfirvöld vita ekki hversu margir voru í rútunni en hún var á leiðinni til borgarinnar Odessa við Svartahaf. Erlent 2.6.2005 00:01 Evrópusamruninn er í uppnámi Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins reyna nú að koma sér úr þeirri úlfakreppu sem þjóðaratkvæðagreiðslurnar í Frakklandi og Hollandi leiddu þá í. Vera má að breytingar verði gerðar á stjórnarskrársáttmálanum. Erlent 2.6.2005 00:01 Hundruðum fanga sleppt Ísraelar létu 398 palestínska fanga lausa í fyrradag. Þetta voru síðustu fangarnir af þeim 900 sem Ísraelar höfðu lofað að láta lausa eins og vopnahléssamkomulag þeirra við Palestínumenn kveður á um. Erlent 2.6.2005 00:01 Átta látnir úr hermannaveiki Fimmtíu manns sýktust í hermannaveikifaraldrinum í Fredrikstað í Noregi. Þar af eru átta látnir. Komið hefur í ljós að banabein tveggja sjúklinga sem létust á Östfold-sjúkrahúsinu í Fredrikstað nokkrum dögum áður en faraldurinn reið yfir var hermannaveiki. Á síðasta sólahring hafa tveir komið á sjúkrahúsið með veikina. Erlent 2.6.2005 00:01 Blaðamaður myrtur í Beirút Líbanskur blaðamaður lést þegar bíll hans sprakk fyrir utan heimili hans í hverfi kristinna í höfuðborginni Beirút í dag. Samir Qasir var þekktur andstæðingur ríkisstjórnar Líbanons, sem þykir höll undir Sýrlendinga, og ritaði hann reglulega pistla sem beindust gegn henni. Erlent 2.6.2005 00:01 Undrandi á Deep Throat Blaðamenn <em>Washington Post</em>, sem áttu einna stærstan þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, segjast enn þann dag í dag ekki vita hvers vegna Mark Felt, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, hafi ákveðið að veita þeim upplýsingar. Erlent 2.6.2005 00:01 Fimmtán látnir í þremur tilræðum Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látist í þremur sprengjutilræðum í Írak í dag. Um bílsprengjur var að ræða í öllum tilfellum. Suður af Kirkuk létust níu þegar sprengja sprakk við veitingastað þar sem lífverðir aðstoðarforsætisráðherra Íraks voru. Þá létu tveir óbreyttir borgarar lífið þegar sjálfsmorðstilræðismaður sprengdi sig í loft upp í bíl í Kirkuk í morgun og háttsettur íraskur embættismaður og þrír lífverðir hans létust er bílsprengja sprakk norður af Bagdad. Erlent 2.6.2005 00:01 Bjargað við strendur Kostaríku Bandarískum ferðamanni var bjargað við strendur Kostaríku í gær eftir að lítil flugvél hans hrapaði í sjóinn, en maðurinn hafði þá verið tæpan sólarhring í sjónum. William Slater var einn sex manna sem saknað hafði verið frá því flugvél hans hvarf af ratsjá á þriðjudag. Hinna farþeganna er enn leitað en menn eru þó orðnir vonlitlir um að fólkið finnist á lífi. Þetta er annað flugslysið á nokkrum dögum á Kostaríku en þrír fórust er lítil vél hrapaði til jarðar á föstudag. Erlent 2.6.2005 00:01 Klámnetsíður endi á Nú hillir undir að þeir sem halda úti erótískum síðum eða klámsíðum á netinu skái heimasvæði sín undir endingunni ".xxx". Erlent 2.6.2005 00:01 Grunar börn um morðtilraun Lögregla í Bretlandi heldur áfram að yfirheyra þrjú 11 og 12 ára börn sem handtekin voru grunuð um að reyna að myrða fimm ára dreng. Talið er að börnin hafi reynt að hengja hinn fimm ára Anthony Hinchcliff en hann var bæði marinn víða á líkamanum og með för á hálsi þegar hann fannst í skóglendi í Dewsbury í Vestur-Yorkshire í gær. Erlent 2.6.2005 00:01 Hlekktist á í flugtaki í Súdan Farþegaflugvél hlekktist á í flugtaki í Kartúm, höfuðborg Súdans, í morgun með þeim afleiðingum að að minnsta kosti fimm létust og tveir slösuðust. Flugvélin var í flugtaki þegar flugmanni mistókst að koma henni á loft. Þurfti hann því að nauðhemla en við það kviknaði í öðrum hreyflinum og í kjölfarið fór vélin á hliðina. Erlent 2.6.2005 00:01 Talinn ógna þjóðaröryggi Noregs Dómsmál Mullah Krekar gegn norskum stjórnvöldum hófst í dag. Krekar er stofnandi kúrdnesku samtakanna Ansar al-Islam sem grunuð eru um hryðjuverk í Írak. Erlent 2.6.2005 00:01 400 palestínskum föngum sleppt Um 400 palestínskum föngum var sleppt úr ísraelsku fangelsi í morgun og er þetta liður í stefnu Ísraelsmanna til að halda friðinn milli þjóðanna tveggja. Um eitt hundrað af þeim föngum sem sleppt var voru dæmdir í fimm ára fangelsi eða meira en flestir þeirra höfðu aðeins afplánað brot af þeim tíma. Erlent 2.6.2005 00:01 « ‹ ›
HIV sífellt stærra vandamál Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir alnæmisfaraldurinn sífellt verða stærra vandamál í öllum heimsálfum. Hann segir nauðsynlegt ef sjúkdómurinn á ekki að ná yfirhöndinni að þjóðir heimsins taki sig saman og berjist af hörku með auknum rannsóknum, forvarnarstarfi og aukinni aðstoð. Erlent 3.6.2005 00:01
Samnorrænt stéttarfélag Nordea Starfsmenn Nordea, stærsta banka á Norðurlöndum, hyggjast stofna stéttarfélag sem mun starfa yfir norræn landamæri. Félagið mun starfa í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta kemur fram á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Erlent 3.6.2005 00:01
Erdogan kveðst vonsvikinn Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, lýsti í viðtali við AP-fréttastofuna í gær vonbrigðum sínum með að Frakkar og Hollendingar hefðu fellt stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins en sagði að Tyrkir myndu engu að síður þýsta á um að fá aðild að sambandinu. Erlent 3.6.2005 00:01
1,2 milljónir morða og mannrána Yfir 1,2 milljónir morða, mannrána og ofbeldisverka af öðru tagi eru framin í Argentínu á hverju ári og fer þeim fjölgandi. Argentínumenn eru langþreyttir á áhugaleysi og getuleysi stjórnvalda til að reyna að koma í veg fyrir glæpi og krefjast aðgerða. Erlent 3.6.2005 00:01
Myndir valda hugarfarsbreytingu Hugarfarsbreyting kann að vera í vændum hjá stórum hluta serbnesku þjóðarinnar eftir að myndir af fjöldamorði á bosnískum múslimum í bænum Srebrenica árið 1995 voru birtar. Erlent 3.6.2005 00:01
Grísafótbolti í Rússlandi Grísafótbolti á vaxandi vinsældum að fagna í Rússlandi og nú eru grísalið víðsvegar um landið að æfa fyrir stórkeppni í Moskvu. Grísafótbolti er í stórum dráttum eins og venjulegur fótbolti. Það eru tvö lið og fimm grísir í hvoru liði. Sá er þó munur að það eru engin mörk og þar af leiðandi engir markmenn - eða markgrísir. Erlent 3.6.2005 00:01
Deyddi börnin vegna fátæktar Austurrísk kona sem handtekin var í gær grunuð um morð á fjórum nýburum hefur játað á sig morðin. Hún segist hafa deytt þau vegna fátæktar sinnar. Erlent 3.6.2005 00:01
Farþegaflugvél rænt eða ekki? Farþegaflugvél á vegum Virgin-flugfélagsins á leið frá Lundúnum til New York var vísað til Kanada fyrir stundu og er hún á leið þangað í fylgd orustuþotna frá bandaríska flughernum. Ástæðan er sú að misvísandi upplýsingar bárust frá neyðarbúnaði vélarinnar þess efnis að henni hefði verið rænt. Erlent 3.6.2005 00:01
Lík fjögurra ungbarna finnast Lík fjögurra ungbarna fundust í húsi í borginni Graz í Austurríki nýlega, að því er lögreglan þar í landi greindi frá í dag. Tvö barnanna fundust í frystikistu, eitt var falið í tunnu og það fjórða í bakgarði hússins. 32 ára gömul kona og tæplega fertugur karlmaður sem búa í húsinu hafa verið handtekin vegna málsins. Erlent 3.6.2005 00:01
Ofbeldið heldur áfram Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak en í fyrrinótt biðu tíu manns bana í sjálfmorðssprengjuárás sem gerð var í þorpinu Yethrib skammt frá Bagdad. Erlent 3.6.2005 00:01
Hrapaði með tonn af kókaíni Flugvél með meira en tonn af kókaíni innanborðs hrapaði í suðausturhluta Mexíkó í gær að því er lögreglan þar í landi greindi frá í dag. Um borð í vélinni, sem var að koma frá Kólumbíu, voru tveir menn sem létust báðir. Erlent 3.6.2005 00:01
Sá son sinn myrtan á myndbandi Kona í Bosníu þekkti ungan son sinn á myndbandi sem sýndi þegar Serbar myrtu sex óbreytta borgara frá borginni Srebrenitsa árið 1995. Það var fyrst sýnt síðastliðinn miðvikudag við réttarhöldin yfir Slobodan Milosevic í Haag. Erlent 3.6.2005 00:01
900 ára múmía í fórum þjófa Lögreglan í Perú varð heldur betur hissa þegar hún fann yfir 900 ára gamla múmíu í húsi þjófa sem hún handtók í gærdag. Þjófarnir voru þó ekki með á hreinu hversu mikil verðmæti þeir voru með í höndunum og höfðu pakkað henni inn í plast sem hefði, að sögn sérfræðinga, getað skemmt múmíuna verulega. Erlent 3.6.2005 00:01
Alnæmisfaraldur ekki á undanhaldi Meira en 39 milljónir manna um heim allan eru smitaðar af HIV-veirunni og létust meira en 3 milljónir úr alnæmi á síðasta ári. Fjölgun smita hefur mest orðið í Austur-Asíu, austurhluta Evrópu og í Mið-Asíu. Erlent 3.6.2005 00:01
Marshall-aðstoð vorra tíma Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, hefur kynnt áform ríkisstjórnarinnar um að gefa fátækustu ríkjum heims upp skuldir sínar. Bretar skora á ríkisstjórnir annarra auðugra ríkja að gera slíkt hið sama. Erlent 3.6.2005 00:01
Lettar staðfesta Stjórnarskrá ESB Lettneska þingið staðfesti stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins með afgerandi hætti í gær. 71 prósent þingmannanna greiddi henni atkvæði sitt en aðeins fimm prósent sátu hjá. Erlent 2.6.2005 00:01
Á leið í heimsókn til Bush? Maður nokkur sem átti leið hjá Hvíta húsinu í Washington í gær ákvað að skella sér í heimsókn til forsetans. Hann klifraði því yfir girðinguna og gekk upp að húsinu. Maðurinn komst þó ekki langt því öryggisverðir og lögreglan gripu manninn aðeins örfáum skrefum frá girðingunni og var hann handtekinn. Erlent 2.6.2005 00:01
Mannskætt lestarslys í Úkraínu Að minnsta kosti þrettán manns létust, þar af tvö börn, þegar flutningalest ók á rútu í suðurhluta Úkraínu í dag. Rútan var á leið yfir teinana þegar lestin keyrði á fullri ferð inn í hliðina á henni, en Interfax-fréttastofan segir að níu hafi slasast í árekstrinum, þar af fjórir alvarlega. Yfirvöld vita ekki hversu margir voru í rútunni en hún var á leiðinni til borgarinnar Odessa við Svartahaf. Erlent 2.6.2005 00:01
Evrópusamruninn er í uppnámi Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins reyna nú að koma sér úr þeirri úlfakreppu sem þjóðaratkvæðagreiðslurnar í Frakklandi og Hollandi leiddu þá í. Vera má að breytingar verði gerðar á stjórnarskrársáttmálanum. Erlent 2.6.2005 00:01
Hundruðum fanga sleppt Ísraelar létu 398 palestínska fanga lausa í fyrradag. Þetta voru síðustu fangarnir af þeim 900 sem Ísraelar höfðu lofað að láta lausa eins og vopnahléssamkomulag þeirra við Palestínumenn kveður á um. Erlent 2.6.2005 00:01
Átta látnir úr hermannaveiki Fimmtíu manns sýktust í hermannaveikifaraldrinum í Fredrikstað í Noregi. Þar af eru átta látnir. Komið hefur í ljós að banabein tveggja sjúklinga sem létust á Östfold-sjúkrahúsinu í Fredrikstað nokkrum dögum áður en faraldurinn reið yfir var hermannaveiki. Á síðasta sólahring hafa tveir komið á sjúkrahúsið með veikina. Erlent 2.6.2005 00:01
Blaðamaður myrtur í Beirút Líbanskur blaðamaður lést þegar bíll hans sprakk fyrir utan heimili hans í hverfi kristinna í höfuðborginni Beirút í dag. Samir Qasir var þekktur andstæðingur ríkisstjórnar Líbanons, sem þykir höll undir Sýrlendinga, og ritaði hann reglulega pistla sem beindust gegn henni. Erlent 2.6.2005 00:01
Undrandi á Deep Throat Blaðamenn <em>Washington Post</em>, sem áttu einna stærstan þátt í að fletta ofan af Watergate-hneykslinu, segjast enn þann dag í dag ekki vita hvers vegna Mark Felt, starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, hafi ákveðið að veita þeim upplýsingar. Erlent 2.6.2005 00:01
Fimmtán látnir í þremur tilræðum Að minnsta kosti fimmtán manns hafa látist í þremur sprengjutilræðum í Írak í dag. Um bílsprengjur var að ræða í öllum tilfellum. Suður af Kirkuk létust níu þegar sprengja sprakk við veitingastað þar sem lífverðir aðstoðarforsætisráðherra Íraks voru. Þá létu tveir óbreyttir borgarar lífið þegar sjálfsmorðstilræðismaður sprengdi sig í loft upp í bíl í Kirkuk í morgun og háttsettur íraskur embættismaður og þrír lífverðir hans létust er bílsprengja sprakk norður af Bagdad. Erlent 2.6.2005 00:01
Bjargað við strendur Kostaríku Bandarískum ferðamanni var bjargað við strendur Kostaríku í gær eftir að lítil flugvél hans hrapaði í sjóinn, en maðurinn hafði þá verið tæpan sólarhring í sjónum. William Slater var einn sex manna sem saknað hafði verið frá því flugvél hans hvarf af ratsjá á þriðjudag. Hinna farþeganna er enn leitað en menn eru þó orðnir vonlitlir um að fólkið finnist á lífi. Þetta er annað flugslysið á nokkrum dögum á Kostaríku en þrír fórust er lítil vél hrapaði til jarðar á föstudag. Erlent 2.6.2005 00:01
Klámnetsíður endi á Nú hillir undir að þeir sem halda úti erótískum síðum eða klámsíðum á netinu skái heimasvæði sín undir endingunni ".xxx". Erlent 2.6.2005 00:01
Grunar börn um morðtilraun Lögregla í Bretlandi heldur áfram að yfirheyra þrjú 11 og 12 ára börn sem handtekin voru grunuð um að reyna að myrða fimm ára dreng. Talið er að börnin hafi reynt að hengja hinn fimm ára Anthony Hinchcliff en hann var bæði marinn víða á líkamanum og með för á hálsi þegar hann fannst í skóglendi í Dewsbury í Vestur-Yorkshire í gær. Erlent 2.6.2005 00:01
Hlekktist á í flugtaki í Súdan Farþegaflugvél hlekktist á í flugtaki í Kartúm, höfuðborg Súdans, í morgun með þeim afleiðingum að að minnsta kosti fimm létust og tveir slösuðust. Flugvélin var í flugtaki þegar flugmanni mistókst að koma henni á loft. Þurfti hann því að nauðhemla en við það kviknaði í öðrum hreyflinum og í kjölfarið fór vélin á hliðina. Erlent 2.6.2005 00:01
Talinn ógna þjóðaröryggi Noregs Dómsmál Mullah Krekar gegn norskum stjórnvöldum hófst í dag. Krekar er stofnandi kúrdnesku samtakanna Ansar al-Islam sem grunuð eru um hryðjuverk í Írak. Erlent 2.6.2005 00:01
400 palestínskum föngum sleppt Um 400 palestínskum föngum var sleppt úr ísraelsku fangelsi í morgun og er þetta liður í stefnu Ísraelsmanna til að halda friðinn milli þjóðanna tveggja. Um eitt hundrað af þeim föngum sem sleppt var voru dæmdir í fimm ára fangelsi eða meira en flestir þeirra höfðu aðeins afplánað brot af þeim tíma. Erlent 2.6.2005 00:01