Erlent

Líkur sagðar á framsali Mladic

Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, kann að verða framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag bráðlega, að því er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna lét hafa eftir sér í gær. Hann boðaði ennfremur að Bandaríkjastjórn hygðist aflétta frystingu tíu milljóna dala greiðslu til uppbyggingar í Serbíu og Svartfjallalandi.

Erlent

Dáin í yfir tvö ár

Jarðneskar leifar fjögurra manna af þremur kynslóðum sömu fjölskyldu hafa fundist í íbúð í Moskvu, þar sem líkin lágu í að minnsta kosti í tvö ár uns lögreglu var gert viðvart vegna vangreiddra reikninga.

Erlent

Ætlaði að sprengja upp spítala

Hópur fólks sem er sagður tengjast hryðjuverkasamtökunum Al-Qaida ætlaði að sprengja upp spítala og stórmarkaði í Bandaríkjunum. Þetta segir alríkislögreglan þar í landi sem segist þó hafa komið upp um málið eftir að hún handtók 22 ára gamlan mann í síðustu viku sem tengdist hópnum.

Erlent

Öryggisverðir í Írak rannsakaðir

Sextán bandarískir einkaöryggisverðir sæta nú rannsókn fyrir að hafa skotið á bandaríska landgönguliða og óbreytta íraska borgara í Fallujah í síðasta mánuði.

Erlent

Juncker áhyggjufullur vegna ESB

Forsætisráðherra Lúxemborgar, Jean Claude Juncker, hefur miklar áhyggjur af framtíð Evrópusambandsins. Á ráðstefnu sem haldin verður dagana 16.-17. júní átti umræðuefnið upphaflega að snúast um efnahag sambandsins en þar sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins, sem ætti að taka gildi í júlí 2006, ekki alls fyrir löngu verða þau mál í brennidrepli.

Erlent

Kýr handtekin fyrir manndráp

Lögreglan í Ojo-héraði í Nígeríu, skammt frá borginni Lagos, handtók kú eftir að hún hafði drepið rútubílstjóra sem var að létta á sér í vegarkanti og sært nokkra vegfarendur til viðbótar. Kýrin er fagurlega hyrnd og beitti hornunum fyrir sig í einhverri brjálsemi sem kom yfir hana.

Erlent

Brottflutningur frá Gasa löglegur

Brottflutningur Ísraelsmanna frá Gasa og fjórum stöðum á Vesturbakkanum er löglegur samkvæmt dómi hæstaréttar Ísraels í dag. Andstaða við brottflutninginn fer þó stigmagnandi meðal almennings í Ísrael.

Erlent

Vafasömum lögum aflétt í Sýrlandi

Baath-flokkurinn í Sýrlandi, sem hefur öllu ráðið þar áratugum saman, hefur ákveðið að aflétta neyðarlögum sem hafa verið í gildi í fjörutíu og tvö ár. Þau leyfa yfirvöldum að handtaka borgara og rétta yfir þeim án rökstuðnings eða sjáanlegrar ástæðu. Lögin munu nú aðeins ná yfir brot á lögum sem varða þjóðaröryggi.

Erlent

Vilja viðhalda barnakvóta

Stjórnvöld í Kína vilja enn viðhalda þeirri umdeildu reglu að hjón eignist aðeins eitt barn, enda hafi það sýnt sig síðustu áratugi að hún skili góðum árangri. Forstjóri nefndar sem fer með fjölskyldumál í landinu, Pan Giiyu, heldur því fram að ef stjórnvöld hefðu ekki gripið til þessa ráðs þá væru Kínverjar nú 300 milljónum fleiri.

Erlent

Diez verður líklega forseti

Í dag mun forseti þingsins í Bólivíu, Hormando Vaca Diez, líklega taka við embætti forseta landsins, mörgum til mikillar gremju, en slæmt ástand ríkir í landinu eftir að mótmælendur úr röðum frumbyggja tóku á sitt vald olíulindir BP og Repsoil í austurhluta landsins.

Erlent

Herafli NATO ófullnægjandi

Atlantshafsbandalagið viðurkenndi í dag að alvarlegur fjárskortur kæmi í veg fyrir að hersveitir á vegum bandalagsins gætu brugðist skjótt við ef neyðarástand kæmi upp. Eingöngu þrjár af Evrópusambandsþjóðunum tuttugu og fimm hafa mætt kröfum um að verja tveimur prósentum þjóðartekna sinna til varnarmála. Þetta eru Frakkland, Bretland og Grikkland.

Erlent

Sprengjuhótun í dönskum barnaskóla

Rýma varð barnaskóla í Kolding í Danmörku í morgun eftir að sprengjuhótun barst. Fjögur hundruð og fjörutíu nemendum og kennurum var samstundis vísað úr byggingunni en leit lögreglu að sprengjunni bar engan árangur.

Erlent

Kalt í Evrópu

Þótt júní sé genginn í garð þá er kalt í Evrópu. Þegar íbúar í austurrísku Ölpunum vöknuðu í gærmorgun blasti við þeim fjörtíu sentímetra jafnfallinn snjór.

Erlent

Tillaga um vítur á Barroso felld

Evrópuþingið felldi í dag tillögu um vítur á forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jose Manuel Barroso, fyrir að fara í siglingu á snekkju grísks auðjöfurs. 589 greiddu atkvæði gegn henni en aðeins þrjátíu og fimm með, auk þess sem þrjátíu og fimm sátu hjá.

Erlent

Kveikt í bíl dansks ráðherra

Kveikt var í bíl danska innflytjendamálaráðherrans í morgun í mótmælaskyni við hert innflytjendalög stjórnvalda. Ráðherrann, Rikke Hvilshoj, sakaði ekki en hún og fjölskylda hennar voru inni í húsi sínu og bíllinn stóð í bílskúr þar við.

Erlent

Átta látnir í Egyptalandi

Átta manns hafa fundist látnir eftir að bygging hrundi í Alexandríu í Egyptalandi í morgun. Óttast er að enn séu að minnsta kosti tíu manns fastir í rústunum. Eigandi byggingarinnar var að bæta hæðum ofan á húsið í leyfisleysi og er það talin ástæða hrunsins.

Erlent

Fjölmiðlaeinokun aflétt?

Sýrlensk yfirvöld lýstu því yfir í dag að til greina kæmi að aflétta einokun Baath-flokksins á fjölmiðlum. Ríkið á nú og rekur þrjú dagblöð á arabísku, eitt sem kemur út á ensku, einu sjónvarpsstöðina og einu útvarpsstöðina sem leyft er að útvarpa pólitísku efni.

Erlent

Ráðherrar gefa 2/3 mánaðarlauna

Ráðherrarnir í ríkisstjórn Afríkuríkisins Níger hafa lofað að gefa tvo þriðju mánaðarlauna sinna til hungraðra í landinu. Það eru um sextíu og fimm þúsund krónur. Forsætisráðherrann ætlar að gefa tvöfalda þá upphæð.

Erlent

Fundu óþekkt sönglag Bachs

Fundið er í Þýskalandi áður óþekkt aría eftir Jóhann Sebastían Bach. Sagnfræðingar fundu nóturnar innan um bókasafnspappíra í borginni Weimar í Austur-Þýskalandi, að því er fram kom í tilkynningu á vef Bach-safnsins í Leipzig í gær.

Erlent

Ungum sagt upp fyrst

Það eru ungu starfsmennirnir, ekki þeir eldri, sem fyrstir fá uppsagnarbréf þegar dönsk fyrirtæki draga saman seglin eða flytja starfsemi til annarra landa. Þetta kemur fram í nýrri könnun danska atvinnumálaráðuneytisins.

Erlent

Skotinn úr bíl á ferð

37 ára gamall maður var skotinn utan við leikskóla í Helsingjaborg í Suður-Svíþjóð um helgina. Komu skotin úr Audi-bifreið sem ók hjá. Vitni tók niður bílnúmerið og leiddi það lögreglu á spor hins grunaða, sem er góðkunningi lögreglunnar. Það er fórnarlambið reyndar einnig og er talið líklegt að mennirnir þekkist.

Erlent

Skuldir Afríkuríkja afskrifaðar

George Bush Bandaríkjaforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, greindu frá því eftir fund þeirra í Washington í gær að þeir væru að leggja drög að áætlun um að allar skuldir fátækustu ríkja Afríku, sem talin væru fylgja umbótastefnu, yrðu afskrifaðar. 

Erlent

N-Kóreumenn gefa eftir

Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að mæta á ný til sex ríkja viðræðna um framtíð kjarnorkuáætlunar sinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bandaríska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær.

Erlent

Hveitipokaveggur í París

Franskir bændur fjölmenntu í miðborg Parísar í dag og byggðu vegg úr hveitipokum til að þrýsta á nýju ríkisstjórnina um breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Þeir segja stefnu sambandsins leiða til alltof lágs verðs á kornmarkaðnum og notuðu því fimm tonn af hveitipokum til að leggja áherslu á mál sitt.

Erlent

Bættar horfur á friði í Darfur

Evrópusambandið hyggst gera allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða við að sátta- og friðargæsluverkefni Afríkusambandsins (AU) í Darfur í Súdan skili áþreifanlegum árangri. Þetta sagði Sten Rylander, sérlegur sáttasemjari á vegum Evrópusambandsins í Darfur, í samtali við Fréttablaðið.

Erlent

Kennedy leitaði lausnar

Nýbirt skjöl sýna að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, reyndi að finna diplómatíska lausn á Víetnamstríðinu með leynilegum samningaviðræðum við Rússa og Norður-Víetnama.

Erlent

Mótmælin í Bólivíu halda áfram

Þrátt fyrir að forseti Bólivíu, Carlos Mesa, hafi sagt af sér í gær eftir að hafa gegnt embætti í aðeins 19 mánuði halda mótmæli í landinu áfram. Fólkið krefst þjóðnýtingar á gasiðnaði í landinu en því var Mesa mótfallinn.

Erlent

Lífi dansks ráðherra ógnað

Ráðherra innflytjendamála í Danmörku segist vera bæði slegin og reið eftir að kveikt var í bíl hennar og íbúðarhúsi snemma í morgun. Óþekkt samtök segjast vera að refsa Dönum fyrir kynþáttahatur.

Erlent