Erlent Mannrán í Bagdad Tveim alsírskum embættismönnum var rænt í Baghdad, höfuðborg Íraks í gær. Mennirnir voru í bíl sínum nærri sendiráði Alsírs þegar tveir bílar komu aðvífandi, út stukku nokkrir vopnaðir menn og tóku mennina úr bílnum og fóru með þá burt. Erlent 22.7.2005 00:01 Polanski vann meiðyrðamál Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski vann meiðyrðamál sem hann höfðaði gegn tímaritinu Vanity Fair. Málssóknina höfðaði hann vegna greinar sem Vanity Fair birti í júlí 2002. Þar greindi tímaritið frá því að á leiðinni í jarðarför eiginkonu sinnar, sem var myrt á hrottalegan hátt af Charles Manson árið 1969, hafi Polanski reynt að taka konu á löpp á veitingahúsi í New York. Erlent 22.7.2005 00:01 Litlar upplýsingar um þann látna Breska lögreglan hefur enn ekki gefið neinar upplýsingar um mann sem hún skaut til bana í morgun, á járnbrautarstöð í Lundúnum. Fréttir af atburðinum er enn óljósar, en lögreglan hefur þó staðfest að maðurinn hafi verið skotinn til bana þegar hann var að fara um borð í járnbrautarlest á Stockwell brautarstöðinni. Erlent 22.7.2005 00:01 Götu lokað í Lundúnum Vopnaðir lögregluþjónar lokuðu fyrir stundu Harrow Road í Lundúnum. Þeir sögðu íbúum að halda sig innan dyra og einn íbúi telur sig hafa séð fjarstýrt sprengjuleitartæki. Erlent 22.7.2005 00:01 Föðurlandslögin framlengd Bandaríkjaþing hefur samþykkt, með miklum meirihluta, að framlengja Föðurlandslögin svokölluðu, sem gefa lögreglunni rýmri starfsheimildir í baráttunni við hryðjuverkamenn. Erlent 22.7.2005 00:01 Sprengjunum ætlað að drepa Sprengjunum á London í gær var ætlað að drepa, segir Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar. Tilræðið í gær mistókst og telja sprengjusérfræðingar að tvær af sprengjunum fjórum hafi ekki sprungið. Erlent 22.7.2005 00:01 Vopnahlé í hættu Vopnahlé Ísraela og Palestínumanna er talið í mikilli hættu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er enn komin til Miðausturlanda, til að reyna að miðla málum.Vopnahléið er forsenda brottflutning Erlent 22.7.2005 00:01 Skjóta til að drepa Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Erlent 22.7.2005 00:01 Lögregla skýtur grunaðan mann Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá skaut lögregla þar mann til bana sem hagaði sér grunsamlega. Erlent 22.7.2005 00:01 Grunaður skotinn í London Breska lögreglan skaut í morgun mann á neðanjarðarlestarstöð, þar sem hann var grunaður um sjálfsmorðsárás. Sky fréttastofan segir að han hafi verið skotinn í þann mund sem hann var að fara um borð í lest, og vitnar fréttstofan til lögreglunnar. Erlent 22.7.2005 00:01 Einn staðfestur slasaður Enn hefur aðeins verið staðfest að einn sé slasaður eftir „atvikin“, eins og það hefur verið nefnt, í London. Sá var staddur á Warren Street lestarstöðinni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Erlent 21.7.2005 00:01 Pakistanar stöðvi öfgamenn Pervez Musharraf, hershöfðingi og forseti Pakistans, skoraði á landa sína í gær að setja trúarofstopamönnum í landinu stólinn fyrir dyrnar. Ennfremur sögðu talsmenn Pakistanstjórnar í gær að leit stæði yfir að aðstoðarmanni herskás múslimaklerks sem bjó í Bretlandi, í tengslum við rannsókn sprengjutilræðanna í Lundúnum þann 7. júlí síðastliðinn. Erlent 21.7.2005 00:01 Brotthvarfinu hugsanlega flýtt Hugsanlegt er að brotthvarfi Ísraelsmanna frá hernumdum svæðum Palestínumanna frá Gaza-ströndinni verði flýtt. Þetta segir Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels. Erlent 21.7.2005 00:01 2 létust í sprengingu í Danmörku Karlmaður og barn týndu lífi og fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar kraftmikil sprenging varð í húsi í Óðinsvéum í morgun. Sprengingin var svo mikil að þakið lyftist af og þaksteinar flugu í allar áttir. Erlent 21.7.2005 00:01 Krabbameinslyf gefur góðar vonir Vonir lækna um að lyfið Herceptin vinni vel á brjóstakrabbameini á fyrstu stigum sjúkdómsins eru svo miklar að heilbrigðisráðherra Breta vill að veitingu leyfis til notkunar þess verði hraðað. Erlent 21.7.2005 00:01 Sprenging í bakpoka Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Erlent 21.7.2005 00:01 Blair ávarpar bresku þjóðina Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa bresku þjóðina klukkan fimmtán mínútur yfir tvö að íslenskum tíma vegna atburðanna í London í dag, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Staðfest hefur verið að fjórar sprengjuárásir, eða tilraun til árása, hafi verið gerðar víðs vegar um borgina um hádegisbilið, nokkru minni en þær gerðar voru fyrir tveimur vikum. Erlent 21.7.2005 00:01 Þýskalandsforseti fellst á þingrof Horst Köhler, forseti Þýskalands, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að hann hefði ákveðið að fallast á að þing skuli rofið eftir að ríkisstjórn Gerhards Schröders tapaði vísvitandi atkvæðagreiðslu um vantraust. Þar með er orðið ljóst að þingkosningum verður flýtt og þær haldnar 18. september næstkomandi. Erlent 21.7.2005 00:01 Fimm féllu í sjálfsmorðsárás Fimm írakskir hermenn féllu í sjálfsmorðsárás suður af Bagdad í morgun. Maður ók bíl upp að eftirlitssveit hermannanna og sprengdi sig í loft upp. Árásin var gerð á svæði sem kallað hefur verið „þríhyrningur dauðans“ undanfarið. Ellefu særðust í árásinni, þeirra á meðal lítið barn. Erlent 21.7.2005 00:01 Rice öskuill út í Súdana Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er öskuill og krefst þess að stjórnvöld í Súdan biðjist afsökunar. Ástæðan er sú að súdanskir embættismenn tóku harkalega á bandarískum blaðamönnum og embættismönnum á fundi í Khartoum í gær. Erlent 21.7.2005 00:01 Ekkert mannfall í árásunum Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Erlent 21.7.2005 00:01 Vísbendingar um hermikrákuárásir Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð. Erlent 21.7.2005 00:01 Sjö verið handteknir í Pakistan Lögreglan í Pakistan hefur handtekið sjö menn sem taldir eru tengjast hryðjuverkunum á London á einn eða annan hátt. Einn mannanna, sem handtekinn var í gær, er talinn hafa rætt við einn árásarmannanna aðeins fáeinum klukkutímum fyrir árásirnar. Erlent 21.7.2005 00:01 Feðgar létust í sprengingu Tveir eru látnir eftir að sprengja sprakk í húsi í Óðinsvéum í Danmörku. Svo virðist sem maður hafi stytt sér aldur og banað syni sínum um leið. Erlent 21.7.2005 00:01 Lestarstöðvar í Lundúnum rýmdar Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var rýmd rétt í þessu og má sjá reyk leggja frá lest, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í borginni. SKY greinir nú frá því að röð atvika hafi átt sér stað í borginni á síðustu mínútum en ekki er ljóst hvað gerðist. Erlent 21.7.2005 00:01 Tilraun til sjálfsmorðsárása? Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Erlent 21.7.2005 00:01 Aðeins til að hræða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í dag að árásirnar hefðu verið gerðar til að hræða fólk. Hann sagði mikilvægt að Lundúnarbúar héldu ró sinni. Erlent 21.7.2005 00:01 2600 íbúðarhús eyðilögð í Kína Hvirfilbylurinn Haitang hefur eyðilagt 2600 íbúðarhús í austurhluta Kína undanfarna daga. Meira en 300 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum á svæðinu og gefnar hafa verið út viðvaranir um aurskriður og flóð í dag og á morgun. Erlent 21.7.2005 00:01 Engar fréttir af mannskaða Naglasprengja er sögð hafa sprungið á Warren Street lestarstöðinni í London. Þá greinir Sky frá því að sprenging hafa orðið í stætisvagni í Hackney og að skothríð hafi heyrst. Engar fréttir hafa borist af látnum eða slösuðum. Erlent 21.7.2005 00:01 Sprengingar skelfa Lundúnabúa Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglan sagði mikið af sönnunargögnum hafa fundist sem líkleg væru til að vísa henni á þá sem að tilræðunum stóðu. Erlent 21.7.2005 00:01 « ‹ ›
Mannrán í Bagdad Tveim alsírskum embættismönnum var rænt í Baghdad, höfuðborg Íraks í gær. Mennirnir voru í bíl sínum nærri sendiráði Alsírs þegar tveir bílar komu aðvífandi, út stukku nokkrir vopnaðir menn og tóku mennina úr bílnum og fóru með þá burt. Erlent 22.7.2005 00:01
Polanski vann meiðyrðamál Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski vann meiðyrðamál sem hann höfðaði gegn tímaritinu Vanity Fair. Málssóknina höfðaði hann vegna greinar sem Vanity Fair birti í júlí 2002. Þar greindi tímaritið frá því að á leiðinni í jarðarför eiginkonu sinnar, sem var myrt á hrottalegan hátt af Charles Manson árið 1969, hafi Polanski reynt að taka konu á löpp á veitingahúsi í New York. Erlent 22.7.2005 00:01
Litlar upplýsingar um þann látna Breska lögreglan hefur enn ekki gefið neinar upplýsingar um mann sem hún skaut til bana í morgun, á járnbrautarstöð í Lundúnum. Fréttir af atburðinum er enn óljósar, en lögreglan hefur þó staðfest að maðurinn hafi verið skotinn til bana þegar hann var að fara um borð í járnbrautarlest á Stockwell brautarstöðinni. Erlent 22.7.2005 00:01
Götu lokað í Lundúnum Vopnaðir lögregluþjónar lokuðu fyrir stundu Harrow Road í Lundúnum. Þeir sögðu íbúum að halda sig innan dyra og einn íbúi telur sig hafa séð fjarstýrt sprengjuleitartæki. Erlent 22.7.2005 00:01
Föðurlandslögin framlengd Bandaríkjaþing hefur samþykkt, með miklum meirihluta, að framlengja Föðurlandslögin svokölluðu, sem gefa lögreglunni rýmri starfsheimildir í baráttunni við hryðjuverkamenn. Erlent 22.7.2005 00:01
Sprengjunum ætlað að drepa Sprengjunum á London í gær var ætlað að drepa, segir Ian Blair, lögreglustjóri borgarinnar. Tilræðið í gær mistókst og telja sprengjusérfræðingar að tvær af sprengjunum fjórum hafi ekki sprungið. Erlent 22.7.2005 00:01
Vopnahlé í hættu Vopnahlé Ísraela og Palestínumanna er talið í mikilli hættu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er enn komin til Miðausturlanda, til að reyna að miðla málum.Vopnahléið er forsenda brottflutning Erlent 22.7.2005 00:01
Skjóta til að drepa Ótti og spenna ríkir í Lundúnum, eftir að grunaður hryðjuverkamaður var skotinn til bana á lestarstöð í dag. Einn maður hefur verið handtekinn og birtar hafa verið myndir af fjórum öðrum mönnum sem grunaðir eru um sprengjutilræðin í borginni í gær. Lögreglan hefur skipanir um að skjóta til að drepa ef talið er að menn séu með sprengiefni á sér. Erlent 22.7.2005 00:01
Lögregla skýtur grunaðan mann Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist atviki sem varð á Stockwell-jarðlestarstöðinni í gærmorgun, en þá skaut lögregla þar mann til bana sem hagaði sér grunsamlega. Erlent 22.7.2005 00:01
Grunaður skotinn í London Breska lögreglan skaut í morgun mann á neðanjarðarlestarstöð, þar sem hann var grunaður um sjálfsmorðsárás. Sky fréttastofan segir að han hafi verið skotinn í þann mund sem hann var að fara um borð í lest, og vitnar fréttstofan til lögreglunnar. Erlent 22.7.2005 00:01
Einn staðfestur slasaður Enn hefur aðeins verið staðfest að einn sé slasaður eftir „atvikin“, eins og það hefur verið nefnt, í London. Sá var staddur á Warren Street lestarstöðinni. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Erlent 21.7.2005 00:01
Pakistanar stöðvi öfgamenn Pervez Musharraf, hershöfðingi og forseti Pakistans, skoraði á landa sína í gær að setja trúarofstopamönnum í landinu stólinn fyrir dyrnar. Ennfremur sögðu talsmenn Pakistanstjórnar í gær að leit stæði yfir að aðstoðarmanni herskás múslimaklerks sem bjó í Bretlandi, í tengslum við rannsókn sprengjutilræðanna í Lundúnum þann 7. júlí síðastliðinn. Erlent 21.7.2005 00:01
Brotthvarfinu hugsanlega flýtt Hugsanlegt er að brotthvarfi Ísraelsmanna frá hernumdum svæðum Palestínumanna frá Gaza-ströndinni verði flýtt. Þetta segir Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels. Erlent 21.7.2005 00:01
2 létust í sprengingu í Danmörku Karlmaður og barn týndu lífi og fjórir slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar kraftmikil sprenging varð í húsi í Óðinsvéum í morgun. Sprengingin var svo mikil að þakið lyftist af og þaksteinar flugu í allar áttir. Erlent 21.7.2005 00:01
Krabbameinslyf gefur góðar vonir Vonir lækna um að lyfið Herceptin vinni vel á brjóstakrabbameini á fyrstu stigum sjúkdómsins eru svo miklar að heilbrigðisráðherra Breta vill að veitingu leyfis til notkunar þess verði hraðað. Erlent 21.7.2005 00:01
Sprenging í bakpoka Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar. Sjónarvottur greinir frá því að sprenging hafi orðið í bakpoka hjá manni í einum neðanjarðarlestarvagninum en hún er sögð hafa orðið minniháttar. Erlent 21.7.2005 00:01
Blair ávarpar bresku þjóðina Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa bresku þjóðina klukkan fimmtán mínútur yfir tvö að íslenskum tíma vegna atburðanna í London í dag, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Staðfest hefur verið að fjórar sprengjuárásir, eða tilraun til árása, hafi verið gerðar víðs vegar um borgina um hádegisbilið, nokkru minni en þær gerðar voru fyrir tveimur vikum. Erlent 21.7.2005 00:01
Þýskalandsforseti fellst á þingrof Horst Köhler, forseti Þýskalands, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að hann hefði ákveðið að fallast á að þing skuli rofið eftir að ríkisstjórn Gerhards Schröders tapaði vísvitandi atkvæðagreiðslu um vantraust. Þar með er orðið ljóst að þingkosningum verður flýtt og þær haldnar 18. september næstkomandi. Erlent 21.7.2005 00:01
Fimm féllu í sjálfsmorðsárás Fimm írakskir hermenn féllu í sjálfsmorðsárás suður af Bagdad í morgun. Maður ók bíl upp að eftirlitssveit hermannanna og sprengdi sig í loft upp. Árásin var gerð á svæði sem kallað hefur verið „þríhyrningur dauðans“ undanfarið. Ellefu særðust í árásinni, þeirra á meðal lítið barn. Erlent 21.7.2005 00:01
Rice öskuill út í Súdana Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er öskuill og krefst þess að stjórnvöld í Súdan biðjist afsökunar. Ástæðan er sú að súdanskir embættismenn tóku harkalega á bandarískum blaðamönnum og embættismönnum á fundi í Khartoum í gær. Erlent 21.7.2005 00:01
Ekkert mannfall í árásunum Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Erlent 21.7.2005 00:01
Vísbendingar um hermikrákuárásir Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð. Erlent 21.7.2005 00:01
Sjö verið handteknir í Pakistan Lögreglan í Pakistan hefur handtekið sjö menn sem taldir eru tengjast hryðjuverkunum á London á einn eða annan hátt. Einn mannanna, sem handtekinn var í gær, er talinn hafa rætt við einn árásarmannanna aðeins fáeinum klukkutímum fyrir árásirnar. Erlent 21.7.2005 00:01
Feðgar létust í sprengingu Tveir eru látnir eftir að sprengja sprakk í húsi í Óðinsvéum í Danmörku. Svo virðist sem maður hafi stytt sér aldur og banað syni sínum um leið. Erlent 21.7.2005 00:01
Lestarstöðvar í Lundúnum rýmdar Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum var rýmd rétt í þessu og má sjá reyk leggja frá lest, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í borginni. SKY greinir nú frá því að röð atvika hafi átt sér stað í borginni á síðustu mínútum en ekki er ljóst hvað gerðist. Erlent 21.7.2005 00:01
Tilraun til sjálfsmorðsárása? Naglasprengja var sprengd við eða í neðanjarðarlest við Warren Street lestarstöðina í London, samkvæmt óstaðfestum fregnum. Nú hafa borist fregnir af einhvers konar atvikum í almenningssamgöngum í borginni og segja fréttamenn Sky-fréttastöðvarinnar að ýmislegt bendi til þess að reynt hafi verið að gera fjórar sjálfsmorðsárásir. Ferðir þriggja leiða neðanjarðarlesta hafa verið stöðvaðar. Erlent 21.7.2005 00:01
Aðeins til að hræða Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi sem hann hélt í dag að árásirnar hefðu verið gerðar til að hræða fólk. Hann sagði mikilvægt að Lundúnarbúar héldu ró sinni. Erlent 21.7.2005 00:01
2600 íbúðarhús eyðilögð í Kína Hvirfilbylurinn Haitang hefur eyðilagt 2600 íbúðarhús í austurhluta Kína undanfarna daga. Meira en 300 þúsund manns hafast nú við í neyðarskýlum á svæðinu og gefnar hafa verið út viðvaranir um aurskriður og flóð í dag og á morgun. Erlent 21.7.2005 00:01
Engar fréttir af mannskaða Naglasprengja er sögð hafa sprungið á Warren Street lestarstöðinni í London. Þá greinir Sky frá því að sprenging hafa orðið í stætisvagni í Hackney og að skothríð hafi heyrst. Engar fréttir hafa borist af látnum eða slösuðum. Erlent 21.7.2005 00:01
Sprengingar skelfa Lundúnabúa Sprengingar urðu í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum um hádegisbil í gær, en þær voru mun minni en þær sem bönuðu 56 manns fyrir hálfum mánuði. Aðeins einn maður særðist í sprengingunum í gær, að því er fregnir hermdu. Lögreglan sagði mikið af sönnunargögnum hafa fundist sem líkleg væru til að vísa henni á þá sem að tilræðunum stóðu. Erlent 21.7.2005 00:01