Erlent

Stefnir í söguleg úrslit

Það stefnir allt í söguleg úrslit í kosningunum í Bretlandi þar sem kjörstöðum verður lokað eftir nokkrar stundir. Þau eru söguleg að því leyti að Tony Blair er á góðri leið með að verða fyrsti leiðtogi Verkamannaflokksins til að sitja þrjú kjörtímabil í röð.

Erlent

Tíu létust í flugslysi í A-Kongó

Tíu fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar nærri borginni Kisangani í Austur-Kongó í gærdag. Frá þessu greindu flugmálayfirvöld á svæðinu í dag. Alls voru tólf manns um borð, þar af sex manna úkraínsk áhöfn sem lést öll, en einn komst lífs af og þá er leitað að öðrum. Flugvélin flutti, auk farþeganna, mat og sápu, en hún var rússnesk af Antonov-gerð.

Erlent

Sprenging við ræðismannsskrifstofu

Sprenging varð utan við ræðismannsskrifstofu Bretlands í New York í morgun. <em>CNN</em> greinir frá því að blómapottur hafi sprungið í loft upp og virðist sem að um heimatilbúna sprengju eða litla handsprengju hafi verið að ræða. Sjónarvottar segjast hafa heyrt tvær sprengingar með nokkurra sekúndna millibili. Nokkrar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar, gluggar splundruðust en engan sakaði enda hánótt í New York.

Erlent

Bannað að dilla bossanum

Fulltrúadeild ríkisþingsins í Texas samþykkti í gær heldur óvenjleg lög, en samkvæmt þeim mega klappstýrur á íþróttaleikjum í menntaskólum ekki hvetja áfram lið og áhorfendur með djörfum hreyfingum eins og að dilla bossanum. Mikil hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að klappstýrur hvetji áfram íþróttalið og leiki listir sínar í leikhléum á kappleikjum.

Erlent

Bundu enda á Íraksdeilur

George Bush, foseti Bandaríkjanna, og Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, ræddu í dag saman í síma til þess að reyna að binda enda á deilur landanna um drápið á ítalska leyniþjónustumanninum Nicola Calipari í Írak, en bandarískir hermenn skutu hann til bana skömmu eftir að hann hafði frelsað ítalska blaðakonu úr haldi uppreisnarmanna.

Erlent

Tugir týna lífi í Irbil

Gífurlega öflug bílsprengja sprakk fyrir utan ráðningarstofu í borginni Irbil í Kúrdistan í Írak í gær og týndu að minnsta kosti fimmtíu manns lífi. Ansar al-Sunnah hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir tilræðinu.

Erlent

Nýnasisti fékk sjö ára dóm

Dómstóll í München í Þýskalandi dæmdi í dag Martin Wiese, þekktan nýnasista, í sjö ára fangelsi fyrir að fara fyrir hryðjuverkasamtökum sem höfðu það að markmiði að kollvarpa lýðræðinu og taka í staðinn upp einræði að hætti nasista. Þá voru þrír félagar hans í nýnasistahópnum Kameradschaft Sued einnig dæmir til fangelsisvistar, en fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir að skipuleggja sprengjuárás við opnunarathöfn nýrrar miðstöðvar gyðinga í München síðla árs 2003.

Erlent

Ákærður fyrir Omagh-tilræði

Saksóknarar á Norður-Írlandi hyggjast sækja mann til saka vegna sprengjutilræðisins í bænum Omagh sumarið 1998. 29 manns fórust í tilræðinu, þar á meðal kona sem var ófrísk af tvíburum, og yfir 300 slösuðust.

Erlent

Íhaldsflokkurinn í tilvistarkreppu

Fylgiskannanir í Bretlandi í dag benda til þess að breski Íhaldsflokkurinn bíði afhroð í kosningunum á morgun. Flokkurinn er týndur í tilvistarkreppu og leiðtogadagar Michaels Howards virðast taldir.

Erlent

Hefja gæðaeftirlit í skólum

Gæðaeftirlit í skólum verður tekið upp í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi á næstunni. Fylgjast á með kennslu og ræða við nemendur, foreldra og starfsfólk um skólastarfið auk þess sem farið verður yfir árangur í prófum og áætlanir skóla.

Erlent

Handtekinn vegna málverkaráns

Lögregla í Noregi hefur handtekið mann í tengslum við ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu eftir Edvard Munch, en þeim var rænt af Munch-safninu í Osló í ágúst síðastliðnum. Hann er sá fjórði sem handtekinn er vegna málsins, en samkvæmt norska ríkisútvarpinu er hann á fertugsaldri og var handtekinn á vinnustað sínum.

Erlent

Blair siglir sigurbyr

Enda þótt allmargir kjósendur séu ósáttir við Tony Blair þá bendir allt til að Verkamannaflokkur fái endurnýjað umboð til að stórna Bretlandi næsta kjörtímabil. Bretar ganga að kjörborðinu í dag.

Erlent

Borg ekki afhent vegna deilna

Ísraelsmenn hafa frestað því um óákveðinn tíma að fela palstínskum sveitum að gæta öryggis í þriðju borginni af fimm á Vesturbakkanum sem Palestínumenn eiga taka við. Ísraelar segja ástæðuna vera þá að Palestínumenn hafi ekki afvopnað um 50 uppreisnarmenn í borgunum Tulkarm og Jeríkó sem þeir tóku við í marsmánuði.

Erlent

Tíu létust í sprengingu í Sómalíu

Tíu manns létust þegar sprengja sprakk á knattspyrnuvelli í Sómalíu í gær. Forsætisráðherra landsins hélt ræðu á vellinum þegar sprengjan sprakk en hann slapp ómeiddur sem og allir embættismennirnir sem voru í fylgd með honum. Um það bil 60 manns slösuðust, flestir í troðningnum sem átti sér stað í kjölfar sprengingarinnar.

Erlent

Ráðherra gripinn vegna svikamáls

Fyrrverandi kjarnorkumálaráðherra Rússlands hefur verið handtekinn í Sviss að kröfu bandarískra stjórnvalda. Jevgení Adamov er gefið að sök að eiga aðild að svikamáli, en Bandaríkjamenn telja hann bera ábyrgð á hvarfi tíu milljóna dollara sem sendar voru til Rússlands til að borga fyrir aukið öryggiseftirlit við kjarnorkuver víða í Rússlandi.

Erlent

Vaknaði úr dái eftir 10 ár

Bandarískur slökkviliðsmaður, sem hafði verið í dái í næstum því tíu ár, hefur náð undraverðum bata. Slökkviliðsmaðurinn hafði setið þögull í hjólastól sínum svo árum skipti eftir að hafa lent undir braki byggingar og slasast alvarlega þegar þak sem hann var að reyna að slökkva í hrundi árið 1995. Á laugardaginn kom maðurinn hins vegar öllum á óvart og bað um að fá að tala við konuna sína.

Erlent

Oppfeldt ákærður

Danski stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Flemming Oppfeldt hefur verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við dreng sem ekki var orðinn lögráða.

Erlent

Barist um hvert atkvæði

Eftir sólarhring ættu fyrstu útgönguspár að liggja fyrir í Bretlandi, en enn þá er barist um hvert einasta atkvæði. Meðaltal kannana dagsins bendir til þess að forskot Verkamannaflokksins sé dágott, um níu prósent, og meirihluti Blairs er tryggur gangi þetta eftir. Það er hins vegar enn þá sólarhringur eftir og óákveðnir eru um átta prósent. Ef þeir eru teknir með í reikninginn sem segjast enn geta skipt um skoðun er þriðjungur kjósenda í spilinu.

Erlent

Ein mannskæðasta árás í Írak

Ekki færri en sextíu liggja í valnum og á annað hundrað særðust í sjálfsmorðsárás í Írak í morgun. Árásin er með þeim mannskæðustu sem gerðar hafa verið.

Erlent

Vinna gegn spillingu í olíugeira

Írösk olíumálayfirvöld hafa rekið hundruð starfsmanna í geiranum til að reyna að sporna gegn útbreiddri spillingu og smygli sem kostar ríkið tugi milljarða króna árlega. Nýskipuð ríkisstjórn í Írak hefur heitið því að draga úr spillingu og er þetta liður í þeirri herferð. Flestir starfsmannanna höfðu stolið olíu og selt á svörtum markaði.

Erlent

Nektardans sé list eins og ballet

Nektardansstaðir í Noregi unnu í dag sigur á skattayfirvöldum þegar dómstóll í Osló komst að þeirri niðurstöðu í dag að nektardans væri list líkt og ópera og ballet og því þyrftu nektardansstaðir ekki að greiða virðisaukaskatt af seldum miðum frekar en leikhús.

Erlent

Al-Kaída liði gómaður

Pakistönsk yfirvöld lýstu því yfir í gær að þau hefðu haft hendur í hári Líbíumannsins Abu Faraj al-Libbi en hann er talinn þriðji valdamesti maðurinn í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.

Erlent

Tólf tungl finnast

Stjörnufræðingar hafa fundið tólf ný tungl sem eru á sporbaug um Satúrnus. Þekkt tungl plánetunnar eru því orðin 46.

Erlent

Minnst 60 féllu í valinn í Írak

Að minnsta kosti Sextíu manns féllu í valinn og eitt hundrað og fimmtíu slösuðust í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Arbil í norðurhluta Íraks núna í morgunsárið. Þetta er einhver mannskæðasta einstaka árás uppreisnarmanna í Írak síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.

Erlent

Lýsir yfir ábyrgð á tilræði

Írakskur uppreisnarhópur hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í borginni Arbil í morgun, en þar létust að minnsta kosti 46 manns og um 70 særðust þegar maður sprengdi sig í loft upp við skrifstofu Kúrdíska lýðræðisflokksins sem jafnfram er ráðningamiðstöð lögreglunnar á svæðinu.

Erlent

Bush réttir fram sáttahönd

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í samtali við Silvio Berlusconi í gær harma skotárásina fyrir tveimur mánuðum sem dró ítalskan leyniþjónustumann til dauða.

Erlent

Íranar haldi áfram auðgun úrans

Íranar ætla að halda áfram auðgun úrans. Þetta sagði Kamal Kharrazi, utanríkisráðherra landsins, á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann sagði fráleitt að örfáar tæknivæddar þjóðir gætu bannað öðrum þjóðum að nýta sér kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Þá gagnrýndi hann bæði Bandaríkjamenn og Ísraela fyrir stefnu sína í kjarnorkumálum.

Erlent

Munurinn eykst í Bretlandi

Verkamannaflokkurinn bætir enn við sig fylgi samkvæmt síðustu könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi, sem fara fram á morgun. Samkvæmt könnun dagblaðsins <em>Times</em>, sem birtist í morgun, mælist Verkamannaflokkurinn með 41 prósent fylgi en Íhaldsflokkurinn aðeins með 27. Þetta er mesti munur sem mælst hefur á flokkunum í aðdraganda kosninganna.

Erlent