Erlent Hættir líka á þingi Þetta er síðasta kjörtímabil Tonys Blair, ekki einungis sem forsætisráðherra heldur einnig sem þingmanns. Þetta er haft eftir John Burton, einum helsta vini og stuðningsmanni Blairs. Erlent 2.8.2005 00:01 Söguleg viðgerð Geimfarinn Steve Robinson mun í kvöld fara í viðgerðarleiðangur sem ekki á sér fordæmi. Robinson verður sendur með vélrænum armi undir geimferjuna Discovery, þar sem hann mun freista þess að fjarlægja tvö stykki sem skaga fram úr hitahlíf á skrokki ferjunnar. Erlent 2.8.2005 00:01 Gríðarleg öryggisgæsla í lestunum Gríðarleg öryggisgæsla var í neðanjarðarlestum Lundúna í gær þegar tvær leiðir, sem verið hafa lokaðar síðan mannskæðar hryðjuverkaárásir voru gerðar á borgina þann 7. júlí, opnuðu á ný. Hundruð lögregluþjóna gættu lestarstöðva borgarinnar í þeim tilgangi að draga úr líkum á frekari árásum. Erlent 2.8.2005 00:01 Níu slasast í sprengingu Níu slösuðust lítillega í gær þegar tvær sprengingar urðu í ruslafötum í tyrkneska bænum Antalya. Antalya er vinsæll ferðamannastaður við strönd Miðjarðarhafsins. Erlent 2.8.2005 00:01 Styr um fallna hermenn Yfir þrjú hundruð japanskir þingmenn hafa hvatt Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans til þess að heimsækja musteri fallinna hermanna þegar þess er minnst, hinn fimmtánda þessa mánaðar, að sextíu ár eru liðin frá uppgjöf Japana í Síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 2.8.2005 00:01 Hiroshima minnst Eftir þrjá daga verða nákvæmlega sextíu ár síðan kjarnorkusprengja féll á borgina Hiroshima í Japan. Fórnarlambanna var minnst með viðhöfn í borginni í gær. Um tvö hundruð manns, flestir annað hvort fórnarlömb árásarinnar eða ættingjar fórnarlambanna, komu saman á sérstakri athöfn í Hiroshima í gær til að minnast atburðanna sem áttu sér stað fyrir nærri sextíu árum. Erlent 2.8.2005 00:01 Áhersla á fjölskyldumál Sænsku kvennasamtökin Feministiskt Initativ íhuga að stofan kvennalista og bjóða fram í næstu kosningum, að því er fram kemur á vefsíðu Sænska Dagblaðsins. Ákveðið verður hvort stofna eigi sérstakan stjórnmálaflokk á ársfundi kvennasamtakanna í næsta mánuði. Erlent 2.8.2005 00:01 Sprengt í Tyrklandi Sex vegfarendur særðust þegar tvær sprengjur sprungu í Antalya, vinsælum ferðamannbæ í Tyrklandi, í dag. Sprengjunum hafði verið komið fyrir í ruslatunnum í miðborginni. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa staðið fyrir sprengjuárásum í Tyrklandi undanfarið. Erlent 2.8.2005 00:01 Handtökur í London Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir vegna árásanna á London sem misheppnuðust fyrir rúmri viku. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 2.8.2005 00:01 Fahd borinn til grafar Fahd, konungur Sádi-Arabíu, var borinn til grafar í dag. Íslamskir þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum söfnuðust saman í Riyadh í Sádi-Arabíu í dag til að votta Fahd virðingu sína. Erlent 2.8.2005 00:01 Varkárni og taugaveiklun í London Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Erlent 2.8.2005 00:01 Saka Kúveita um olíustuld Íraskir þingmenn ásökuðu Kúveita í gær um að stela olíu Íraka og ræna af þeim landsvæði. Ásökunin, sem er svipuð þeim sem Saddam Hussein notaði til að réttlæta innrásina í Kúveit 2. ágúst 1990, kom í kjölfar nokkurra minniháttar átaka við landamæri Kúveits og Íraks. Erlent 2.8.2005 00:01 Gróðurhúsalofttegundir forða ísöld Bandarískur vísindamaður segir að ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundirnar, væri jörðin á leið inn í nýja ísöld og jöklar farnir að leggja undir sig norðurhvel jarðar. Erlent 2.8.2005 00:01 Vilja framsal Husmain frá Ítalíu Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 2.8.2005 00:01 Lestarstöðinni í Árósum lokað Lögreglan í Árósum, í Danmörku, hefur lokað af járnbrautarstöð borgarinnnar af ótta við að þar hafi verið komið fyrir sprengju. Ferðataska, sem enginn eigandi finnst að, er á brautarstöðinni. Erlent 2.8.2005 00:01 Neitar að hafa drepið börnin Þýsk kona sem var handtekin eftir að lík níu nýfæddra barna fundust grafin í garði hennar, viðurkennir að hafa fætt börnin en neitar að hafa ráðið þeim bana. Erlent 2.8.2005 00:01 Óeirðir í Súdan Mörg hundruð manns ganga nú berseksgang á götum úti í Khartoum höfuðborg Súdans. Vel á fjórða tug manna hafa fallið og meira en þrjú hundruð slasast í miklum götuóeirðum, sem brutust út í kjölfar frétta af dauða varaforseta landsins, John Garang. Erlent 2.8.2005 00:01 Frakkar stórauka öryggisgæslu Frakkar telja vænlegast að stórauka öryggisgæslu í kjölfarið hryðjuverkanna í London. Þeir ætla meðal annars að þrefalda fjölda myndavéla á alþjóðaflugvöllum við París og herða landamæraeftirlit. Erlent 1.8.2005 00:01 Stokkið inn í 21. öldina Alexandria í Bandaríkjunum er einhver elsti bær landsins. Nú á hins vegar að taka þar stórt stökk inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Alexandria er nánast hluti Washington-borgar, gamall bær í frönskum stíl þar sem gangur lífsins virðist á köflum aðeins hægari en annars staðar í grennd. Erlent 1.8.2005 00:01 Uppbyggingin í Írak mistókst Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði í gær að uppbygging í Írak eftir innrásina hefði farið algjörlega út um þúfur. Erlent 1.8.2005 00:01 Bjóðast til að ná í geimfarana Rússneskir geimvísindamenn hafa lúmskt gaman af vandræðum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Einn þeirra segist reiðubúinn að senda geimflaugar á loft til að ná áhöfn geimferjunnar Discovery niður. Erlent 1.8.2005 00:01 Abdulla konungur Sádi Arabíu Abdullah krónprins af Sádi-Arabíu hefur verið skipaður konungur eftir að Fahd konungur féll frá í gær. Erlent 1.8.2005 00:01 Lausir renningar á Discovery Tveir trefjarenningar sem standa nokkra sentimetra út úr botni geimferjunnar Discovery gætu stefnt henni í hættu. Sérfræðingar NASA kanna nú hvort renningarnir, sem notaðir eru sem þéttiefni milli hitaflísa, geti valdið því að svæðið í kring hitni um fjórðungi meira en venjulega þegar ferjan kemur inn í gufuhvolfið á ný. Erlent 1.8.2005 00:01 Talin hafa myrt níu börn sín 39 ára þýsk kona var handtekin í gær grunuð um að hafa orðið níu börnum sínum að bana. Lík níu barna fundust í garði húss í þýsku þorpi nærri landamærunum að Póllandi á sunnudag. Líkin eru talin vera af börnum sem hafi fæðst á árunum 1998 til 2004 og látist skömmu eftir fæðingu. Konan er talin vera móðir barnanna og grunuð um að hafa banað þeim. Erlent 1.8.2005 00:01 Níu barnslík finnast í Þýskalandi Lík níu kornabarna fundust í smábæ í Brandenburg í Þýskalandi í gær. Talið er að móðir barnanna hafi drepið þau skömmu eftir fæðingu. Konu um fertugt er leitað en talið er að hún hafi framið barnamorðin á árunum 1988 til 2004. Erlent 1.8.2005 00:01 Óttast fleiri sprengjuárásir Viðbúnaður lögreglunnar í Lundúnum er í hámarki vegna ótta um að þriðja hrina árása ríði yfir borgina á næstunni. Þúsundir lögreglumanna gæta lestarstöðva og strætisvagna en úthald lögregluþjóna fer þverrandi. </font /></b /> Erlent 1.8.2005 00:01 Bandaríkjastjórn fækkar í herliðum Bandaríkjamenn hyggjast fækka stórlega í herliði sínu í Írak á næstunni. Fyrir mitt ár 2006 á að fækka hermönnum þar niður í áttatíu þúsund og fyrir lok ársins vonast varnarmálaráðuneytið í Washington til þess að aðeins verði á milli fjörutíu og sextíu þúsund bandarískir hermenn eftir í Írak. Erlent 1.8.2005 00:01 Enn flóð á Indlandi Úrhellisrigning veldur áfram usla í og við Bombay á Indlandi. Það hefur nánast ekki stytt upp í marga daga og yfir þúsund hafa farist í skyndiflóðum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig heima enda vonlítið að komast leiðar sinnar þar sem helstu götur og vegir eru á kafi í vatni. Erlent 1.8.2005 00:01 Ástandið að komast í samt lag Orri Pétursson, sem býr í Lundúnum, segir að ástandið í borginni sé að komast í samt lag eftir hryðjuverkaárásirnar í júlí. Erlent 1.8.2005 00:01 Íbúar Lundúna hræddir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum segir að panikástand ríki í borginni vegna hryðjuverkanna sem dunið hafa yfir. Erlent 1.8.2005 00:01 « ‹ ›
Hættir líka á þingi Þetta er síðasta kjörtímabil Tonys Blair, ekki einungis sem forsætisráðherra heldur einnig sem þingmanns. Þetta er haft eftir John Burton, einum helsta vini og stuðningsmanni Blairs. Erlent 2.8.2005 00:01
Söguleg viðgerð Geimfarinn Steve Robinson mun í kvöld fara í viðgerðarleiðangur sem ekki á sér fordæmi. Robinson verður sendur með vélrænum armi undir geimferjuna Discovery, þar sem hann mun freista þess að fjarlægja tvö stykki sem skaga fram úr hitahlíf á skrokki ferjunnar. Erlent 2.8.2005 00:01
Gríðarleg öryggisgæsla í lestunum Gríðarleg öryggisgæsla var í neðanjarðarlestum Lundúna í gær þegar tvær leiðir, sem verið hafa lokaðar síðan mannskæðar hryðjuverkaárásir voru gerðar á borgina þann 7. júlí, opnuðu á ný. Hundruð lögregluþjóna gættu lestarstöðva borgarinnar í þeim tilgangi að draga úr líkum á frekari árásum. Erlent 2.8.2005 00:01
Níu slasast í sprengingu Níu slösuðust lítillega í gær þegar tvær sprengingar urðu í ruslafötum í tyrkneska bænum Antalya. Antalya er vinsæll ferðamannastaður við strönd Miðjarðarhafsins. Erlent 2.8.2005 00:01
Styr um fallna hermenn Yfir þrjú hundruð japanskir þingmenn hafa hvatt Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans til þess að heimsækja musteri fallinna hermanna þegar þess er minnst, hinn fimmtánda þessa mánaðar, að sextíu ár eru liðin frá uppgjöf Japana í Síðari heimsstyrjöldinni. Erlent 2.8.2005 00:01
Hiroshima minnst Eftir þrjá daga verða nákvæmlega sextíu ár síðan kjarnorkusprengja féll á borgina Hiroshima í Japan. Fórnarlambanna var minnst með viðhöfn í borginni í gær. Um tvö hundruð manns, flestir annað hvort fórnarlömb árásarinnar eða ættingjar fórnarlambanna, komu saman á sérstakri athöfn í Hiroshima í gær til að minnast atburðanna sem áttu sér stað fyrir nærri sextíu árum. Erlent 2.8.2005 00:01
Áhersla á fjölskyldumál Sænsku kvennasamtökin Feministiskt Initativ íhuga að stofan kvennalista og bjóða fram í næstu kosningum, að því er fram kemur á vefsíðu Sænska Dagblaðsins. Ákveðið verður hvort stofna eigi sérstakan stjórnmálaflokk á ársfundi kvennasamtakanna í næsta mánuði. Erlent 2.8.2005 00:01
Sprengt í Tyrklandi Sex vegfarendur særðust þegar tvær sprengjur sprungu í Antalya, vinsælum ferðamannbæ í Tyrklandi, í dag. Sprengjunum hafði verið komið fyrir í ruslatunnum í miðborginni. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa staðið fyrir sprengjuárásum í Tyrklandi undanfarið. Erlent 2.8.2005 00:01
Handtökur í London Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir vegna árásanna á London sem misheppnuðust fyrir rúmri viku. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 2.8.2005 00:01
Fahd borinn til grafar Fahd, konungur Sádi-Arabíu, var borinn til grafar í dag. Íslamskir þjóðarleiðtogar frá öllum heimshornum söfnuðust saman í Riyadh í Sádi-Arabíu í dag til að votta Fahd virðingu sína. Erlent 2.8.2005 00:01
Varkárni og taugaveiklun í London Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Erlent 2.8.2005 00:01
Saka Kúveita um olíustuld Íraskir þingmenn ásökuðu Kúveita í gær um að stela olíu Íraka og ræna af þeim landsvæði. Ásökunin, sem er svipuð þeim sem Saddam Hussein notaði til að réttlæta innrásina í Kúveit 2. ágúst 1990, kom í kjölfar nokkurra minniháttar átaka við landamæri Kúveits og Íraks. Erlent 2.8.2005 00:01
Gróðurhúsalofttegundir forða ísöld Bandarískur vísindamaður segir að ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundirnar, væri jörðin á leið inn í nýja ísöld og jöklar farnir að leggja undir sig norðurhvel jarðar. Erlent 2.8.2005 00:01
Vilja framsal Husmain frá Ítalíu Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 2.8.2005 00:01
Lestarstöðinni í Árósum lokað Lögreglan í Árósum, í Danmörku, hefur lokað af járnbrautarstöð borgarinnnar af ótta við að þar hafi verið komið fyrir sprengju. Ferðataska, sem enginn eigandi finnst að, er á brautarstöðinni. Erlent 2.8.2005 00:01
Neitar að hafa drepið börnin Þýsk kona sem var handtekin eftir að lík níu nýfæddra barna fundust grafin í garði hennar, viðurkennir að hafa fætt börnin en neitar að hafa ráðið þeim bana. Erlent 2.8.2005 00:01
Óeirðir í Súdan Mörg hundruð manns ganga nú berseksgang á götum úti í Khartoum höfuðborg Súdans. Vel á fjórða tug manna hafa fallið og meira en þrjú hundruð slasast í miklum götuóeirðum, sem brutust út í kjölfar frétta af dauða varaforseta landsins, John Garang. Erlent 2.8.2005 00:01
Frakkar stórauka öryggisgæslu Frakkar telja vænlegast að stórauka öryggisgæslu í kjölfarið hryðjuverkanna í London. Þeir ætla meðal annars að þrefalda fjölda myndavéla á alþjóðaflugvöllum við París og herða landamæraeftirlit. Erlent 1.8.2005 00:01
Stokkið inn í 21. öldina Alexandria í Bandaríkjunum er einhver elsti bær landsins. Nú á hins vegar að taka þar stórt stökk inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Alexandria er nánast hluti Washington-borgar, gamall bær í frönskum stíl þar sem gangur lífsins virðist á köflum aðeins hægari en annars staðar í grennd. Erlent 1.8.2005 00:01
Uppbyggingin í Írak mistókst Forsætisráðherra Póllands, Marek Belka, sagði í gær að uppbygging í Írak eftir innrásina hefði farið algjörlega út um þúfur. Erlent 1.8.2005 00:01
Bjóðast til að ná í geimfarana Rússneskir geimvísindamenn hafa lúmskt gaman af vandræðum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Einn þeirra segist reiðubúinn að senda geimflaugar á loft til að ná áhöfn geimferjunnar Discovery niður. Erlent 1.8.2005 00:01
Abdulla konungur Sádi Arabíu Abdullah krónprins af Sádi-Arabíu hefur verið skipaður konungur eftir að Fahd konungur féll frá í gær. Erlent 1.8.2005 00:01
Lausir renningar á Discovery Tveir trefjarenningar sem standa nokkra sentimetra út úr botni geimferjunnar Discovery gætu stefnt henni í hættu. Sérfræðingar NASA kanna nú hvort renningarnir, sem notaðir eru sem þéttiefni milli hitaflísa, geti valdið því að svæðið í kring hitni um fjórðungi meira en venjulega þegar ferjan kemur inn í gufuhvolfið á ný. Erlent 1.8.2005 00:01
Talin hafa myrt níu börn sín 39 ára þýsk kona var handtekin í gær grunuð um að hafa orðið níu börnum sínum að bana. Lík níu barna fundust í garði húss í þýsku þorpi nærri landamærunum að Póllandi á sunnudag. Líkin eru talin vera af börnum sem hafi fæðst á árunum 1998 til 2004 og látist skömmu eftir fæðingu. Konan er talin vera móðir barnanna og grunuð um að hafa banað þeim. Erlent 1.8.2005 00:01
Níu barnslík finnast í Þýskalandi Lík níu kornabarna fundust í smábæ í Brandenburg í Þýskalandi í gær. Talið er að móðir barnanna hafi drepið þau skömmu eftir fæðingu. Konu um fertugt er leitað en talið er að hún hafi framið barnamorðin á árunum 1988 til 2004. Erlent 1.8.2005 00:01
Óttast fleiri sprengjuárásir Viðbúnaður lögreglunnar í Lundúnum er í hámarki vegna ótta um að þriðja hrina árása ríði yfir borgina á næstunni. Þúsundir lögreglumanna gæta lestarstöðva og strætisvagna en úthald lögregluþjóna fer þverrandi. </font /></b /> Erlent 1.8.2005 00:01
Bandaríkjastjórn fækkar í herliðum Bandaríkjamenn hyggjast fækka stórlega í herliði sínu í Írak á næstunni. Fyrir mitt ár 2006 á að fækka hermönnum þar niður í áttatíu þúsund og fyrir lok ársins vonast varnarmálaráðuneytið í Washington til þess að aðeins verði á milli fjörutíu og sextíu þúsund bandarískir hermenn eftir í Írak. Erlent 1.8.2005 00:01
Enn flóð á Indlandi Úrhellisrigning veldur áfram usla í og við Bombay á Indlandi. Það hefur nánast ekki stytt upp í marga daga og yfir þúsund hafa farist í skyndiflóðum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig heima enda vonlítið að komast leiðar sinnar þar sem helstu götur og vegir eru á kafi í vatni. Erlent 1.8.2005 00:01
Ástandið að komast í samt lag Orri Pétursson, sem býr í Lundúnum, segir að ástandið í borginni sé að komast í samt lag eftir hryðjuverkaárásirnar í júlí. Erlent 1.8.2005 00:01
Íbúar Lundúna hræddir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum segir að panikástand ríki í borginni vegna hryðjuverkanna sem dunið hafa yfir. Erlent 1.8.2005 00:01
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent