Erlent Fjórðungur kjósenda óákveðinn Þýskir stjórnmálamenn héldu ótrauðir áfram kosningabaráttunni í gær. Mjótt er á mununum en 25 prósent kjósenda eru enn óákveðin. Kosið verður í dag. Erlent 17.9.2005 00:01 Talinn tengjast al-kaída Spænska lögreglan hefur handtekið fréttamann Al-Jazeera fréttastöðvarinnar. Hann hefur verið ákærður fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum al-kaída. Erlent 17.9.2005 00:01 Blaðamaður handtekinn á Spáni Lögregla á Spáni hefur nú fréttamann á vegum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera í haldi vegna gruns um að hann tengist al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Fréttamaðurinn Tayseer Alouni, sem hefur bæði sýrlenskan og spænskan ríkisborgararétt, er sakaður um að hafa nýtt sér stöðu sína í Afganistan og útvegað al-Qaida liðum þar í landi fé til að halda uppi árásum. Erlent 17.9.2005 00:01 Mjótt á mununum í Þýskalandi Stemningin á lokasprettinum fyrir kosningar í Þýskalandi virðist heldur vera stjórnarandstöðunni í hag. Munurinn er þó ekki mikill og enn óvíst að hægt verði að mynda starfhæfa stjórn eins og staðan er. Nokkur þúsund atkvæði gætu skipt sköpum. Erlent 17.9.2005 00:01 Vann 5,6 milljarða í lottói Atvinnulaus Frakki í Val d´Oise nærri París datt heldur betur í lukkupottinn í dag þegar hann vann andvirði um 5,6 milljarða króna í Evrópulottóinu ásamt einu af sjö börnum sínum. Peningarnir koma eflaust að góðum notum, en tölurnar á lottóseðlinum voru valdar út frá aldri fjölskyldumeðlima. Erlent 17.9.2005 00:01 Mótmæltu kapítalisma í Moskvu Um þúsund ungir róttæklingar gengu um götur Moskvu í dag og mótmæltu kapítalisma og kröfðust sósíalisma og frelsis í landinu. Það voru hópar kommúnista og þjóðernissinna sem skipulögðu mótmælin, en þeim líkar illa hvernig málum er komið í Rússlandi. Þess var auk þess krafist að Vladímír Pútín, forseta Rússlands, færi frá völdum. Erlent 17.9.2005 00:01 Einn lést í sprengingu í Beirút Einn lést og meira en tuttugu særðust í sprengingu í hverfi kristinna í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gærkvöld. Sprengjunni var komið fyrir í tösku undir bíl í hverfinu og var hún svo öflug að spengingin heyrðist um allan borg. Þetta er í sjöunda sinn sem sprengja springur í hverfi kristinna í Beirút frá því í febrúar en alls hafa fjórir látist í tilræðunum og um hundrað slasast. Erlent 17.9.2005 00:01 Boðar niðurskurð vegna hamfara George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að grípa til niðurskurðar á einhverjum sviðum til að geta greitt kostnaðinn sem hlýst af uppbyggingunni á hamfarasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna. Forsetinn segir ljóst að uppbyggingin komi til með að kosta gríðarlega mikla peninga, en hann gefur að svo stöddu ekki upp hvar verði skorið niður í efnahagslífinu til að mæta þeim kostnaði. Erlent 17.9.2005 00:01 Fluguveiði gegn námsleiða Námsleiði hrjáir ekki lengur nemendur í grunnskólanum í bænum Wem í Shrop-skíri á Englandi. Eftir að fluguveiði var gerð að skyldugrein, hlakka þeir til hvers skóladags. Erlent 17.9.2005 00:01 Varaði við útbreiðslu kjarnavopna Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í dag við útbreiðslu kjarnavopna og hryðjuverka í ávarpi sínu á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York. Annan sagði að hættan á því að kjarnorkuvopn kæmust í hendur hryðjuverkamanna ykist með degi hverjum og því mætti ekki tefla á tæpasta vað með það að leita diplómatískra lausna. Erlent 17.9.2005 00:01 Íbúum brátt leyft að snúa aftur Yfirvöld í New Orleans munu leyfa fyrstu íbúunum að snúa til síns heima á mánudag, þremur vikum eftir yfirreið fellibylsins Katrínar þar um slóðir. Algjör eyðilegging blasir víða við og þá ganga hermenn um götur borgarinnar til þess að koma í veg fyrir rán og gripdeildir. Erlent 17.9.2005 00:01 Bjó með látinni móður í fimm ár Það blasti heldur ófögur sjón við lögreglumönnum í Marseille í Frakklandi á dögunum þegar þeir bönkuðu upp á hjá manni þar í borg vegna uppsafnaðra ógreiddra reikninga. Innan um hauga að drasli fundu þeir lík sem reyndist vera af látinni móður mannsins, en hún hafði verið látin í fimm ár. Erlent 17.9.2005 00:01 Reyndi að fljúga á turn í Auckland Flugmaður, sem stal lítilli flugvél í Auckland í Nýja-Sjálandi í dag, endaði ferðina í sjónum fyrir utan borgina eftir að hafa hótað að fljúga vélinni á Sky Tower, eitt helsta kennileiti borgarinnar. Maðurinn stal vélinni á flugvelli suður af borginni og þegar flugmálayfirvöld náðu sambandi við hann hótaði hann að fljúga á hinn 328 metra háa turn þar sem m.a. er að finna spilavíti og hótel. Erlent 17.9.2005 00:01 Spenna í Þýskalandi vegna kosninga Mikil spenna ríkir í Þýskalandi vegna kosninganna til sambandsþingsins sem haldnar verða á morgun. Á lokasprettinum fyrir kosningarnar hefur dregið töluvert saman með stjórn og stjórnarandstöðu og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er ljóst að á brattan verður að sækja, bæði fyrir Gerhard Schröder, kanslara og leiðtoga Jafnaðarmanna, og Angelu Merkel, leiðtoga Kristilegra demókrata, þar sem gríðarlega margir kjósendur hafa ekki enn gert upp hug sinn. Erlent 17.9.2005 00:01 Reyndu að sprengja upp stíflu Tuttugu uppreisnarmenn voru handteknir í Suður-Afganistan í morgun þegar þeir reyndu að sprengja stíflu í loft upp. Stíflan er sú strærsta í landinu og við hana er virkjun sem sér einni stærstu borg Afganistans, Kandahar, fyrir raforku. Að sögn lögreglu voru vopn og sprengiefni gerð upptæk við handtökurnar. Erlent 17.9.2005 00:01 Októberfest hafin í Þýskalandi Þúsundir bjórþyrstra Þjóðverja streyma nú til München þar sem hin árlega Októberfest hófst í dag. Áhyggjur af atvinnuleysi og efnahagsstöðnun í aðdraganda í þingkosninga sem fram fara á morgun voru látnar víkja fyrir miðinum í dag en gestir á hátíðinni segjast engu að síður ætla að neyta atkvæðisréttar síns á morgun. Erlent 17.9.2005 00:01 Rannsaka hús vegna hryðjuverka Lögreglumenn í borginni Leeds á Englandi rannsaka nú tvær verslanir og eina íbúð í tenglsum við hryðjuverkin 7. júlí. Verslunirnar og íbúðin eru í nágrenni heimila þriggja sprengjumannanna. Nágrannar segja að einn verslunareigandinn hafi verið handtekinn og yfirheyrður á lögreglustöð en síðan sleppt. Rannsókn hryðjuverkanna er að sögn Scotland Yard langt á veg komin. 52 létust í London þann 7. júlí. Erlent 16.9.2005 00:01 Hnattrænni hlýnun ekki snúið við Vísindamenn óttast nú að svo mikið af ísnum á norðurpólnum hafi bráðnað að hnattrænni hlýnun verði ekki snúið við. Frá þessu er greint í breska blaðinu <em>Independent</em> í dag. Við gervihnattarmælingar á umfangi íssins í lok ágúst kom í ljós að umfang heimskautaíssins hefur aldrei verið minna og sú bráðnun sem varð í mánuðinum á sér ekki fordæmi í hundruð ef ekki þúsund ár. Erlent 16.9.2005 00:01 Tveggja frambjóðenda barátta Tuttugu og fimm flokkar bjóða fram í þingkosningunum í Þýskalandi, allt frá flokki bókstafstrúaðra kristinna til stjórnleysingjaflokksins. En baráttan stendur í raun á milli tveggja flokka - eða jafnvel bara tveggja frambjóðenda. Erlent 16.9.2005 00:01 Sagði offitu stríð á hendur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag offitu stríð á hendur þegar hann undirritaði lög sem banna tiltekinn skyndibita í menntaskólum landsins. Schwarzenegger, sem er þekktur líkamsræktarkappi, sagði við undirritun laganna að Kaliforníuríki stæði frammi fyrir offitufaraldri og nú væri kominn tími til að spyrna við fótum. Erlent 16.9.2005 00:01 Lýsti yfir framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna "Að endingu, herra forseti, er það trú okkar að Ísland geti lagt sitt af mörkum til friðar og velferðar allra aðildarríkjanna. Þess vegna sækist Ísland í fyrsta skipti eftir sæti í öryggisráðinu á kjörtímabilinu 2009-2010," sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra í ávarpi sem hann flutti leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld. Erlent 16.9.2005 00:01 Enn einn frambjóðandinn myrtur Uppreisnarmenn úr röðum talibana skutu í nótt frambjóðanda til þingkosinga í Afganistan til bana. Árásarmennirnir kölluðu nafn mannsins fyrir utan heimili hans og sátu svo fyrir honum þegar hann kom út og hófu skothríð. Kosningarnar í Afganistan fara fram um helgina, en þegar er búið að myrða sjö frambjóðendur. Erlent 16.9.2005 00:01 Endurheimtu málverk eftir fimm ár Danska lögreglan endurheimti í dag sjálfsmynd af hollenska listmálaranum Rembrandt sem rænt var á sænska þjóðminjasafninu fyrir nærri fimm árum. Um leið handtók hún fjóra menn sem höfðu reynt að selja myndina á hóteli í Kaupmannahöfn. Myndin, sem er frá 18. öld, er metin á 2,4 milljarða króna, en vopnað gengi rændi henni ásamt tveimur öðrum meistaraverkum eftir franska impressjónistann Renoir í desember árið 2000. Erlent 16.9.2005 00:01 Einkavæðing og lægri skattar Íhaldsmenn í stjórnarandstöðu í Póllandi hafa lýst því yfir að þeir muni fremur leitast eftir samsteypuríkisstjórn, jafnvel þótt þeir næðu hreinum meirihluta í þingkosningunum 25. september næstkomandi. Erlent 16.9.2005 00:01 Baunir og hnetur gegn krabbameini Þeir sem eru duglegir við að borða baunir, hnetur og gróft kornmeti, virðast ólíklegri en aðrir til að fá krabbamein. Ný rannsókn breskra lækna bendir til að efni sem finnist í þessum matvælum dragi úr virkni ensíms sem myndar æxli. Rannsakendur binda jafnvel vonir við að mögulegt sé að vinna lyf úr efninu góða sem myndi nýtast krabbameinssjúklingum. Erlent 16.9.2005 00:01 Ráðist á verkamenn í Írak Uppreisnarmenn í Írak skutu þrjá verkamenn til bana í Bagdad í morgun og særðu fimmtán til viðbótar. Aðeins tveir dagar eru síðan sjálfsmorðsárásarmaður ók að hópi verkamanna á svipuðum slóðum í höfuðborginni með þeim afleiðingum að meira en hundrað létu lífið. Hrina árása er hafin í landinu eftir að Abu Musab al-Zarqawi, yfirmaður al-Qaida í Írak, lýsti yfir stríði á hendur sjítum í fyrradag. Erlent 16.9.2005 00:01 Boðað til kosninga á Grænlandi Hans Enoksen, forsætisráðherra grænlensku landsstjórnarinnar, boðaði í morgun til kosninga í landinu þann 22. nóvember næstkomandi eftir að viðræður stjórnarflokkanna um fjárlög sigldu í strand. Síúmútflokkur Enoksens og samstarfsflokkur hans í landsstjórninni, Inúítaflokkurinn, hafa deilt hart undanfarna mánuði eftir að upp komst að tveir ráðherrar í Síúmútflokknum hefðu misnotað almannafé. Erlent 16.9.2005 00:01 Átta saknað eftir slys við Síberíu Óttast er að átta manns hafi farist þegar yfirhlaðið fraktskip sökk undan ströndum Síberíu í Rússlandi í morgun. Um fimmtán manns voru um borð í skipinu þegar óhappið varð og í kringum 80 tonn af ýmsum varningi, en skipið hafði einungis heimild til að hafa um þrjátíu tonna farm. Mjög slæmt veður var á svæðinu þegar skipið sökk. Erlent 16.9.2005 00:01 Hlé verði gert á kjarnorkuviðræðum Hlé verður gert á morgun á viðræðum Norður-Kóreu við Rússa, Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn, Kínverja og Japana um að Norður-Kórea láti af kjarnorkuáætlunum sínum ef ekki tekst að ná samkomulagi nú með kvöldinu. Fundir hafa staðið á milli þjóðanna hátt á annan mánuð og lítið hefur þokast í samningsátt. Erlent 16.9.2005 00:01 Létust í vinnuslysi í Svíþjóð Að minnsta kosti tveir menn létu lífið þegar þak hrundi á byggingarsvæði í Helsingborg í Suður-Svíþjóð í morgun. Erlent 16.9.2005 00:01 « ‹ ›
Fjórðungur kjósenda óákveðinn Þýskir stjórnmálamenn héldu ótrauðir áfram kosningabaráttunni í gær. Mjótt er á mununum en 25 prósent kjósenda eru enn óákveðin. Kosið verður í dag. Erlent 17.9.2005 00:01
Talinn tengjast al-kaída Spænska lögreglan hefur handtekið fréttamann Al-Jazeera fréttastöðvarinnar. Hann hefur verið ákærður fyrir að tengjast hryðjuverkasamtökunum al-kaída. Erlent 17.9.2005 00:01
Blaðamaður handtekinn á Spáni Lögregla á Spáni hefur nú fréttamann á vegum arabísku sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera í haldi vegna gruns um að hann tengist al-Qaida hryðjuverkasamtökunum. Fréttamaðurinn Tayseer Alouni, sem hefur bæði sýrlenskan og spænskan ríkisborgararétt, er sakaður um að hafa nýtt sér stöðu sína í Afganistan og útvegað al-Qaida liðum þar í landi fé til að halda uppi árásum. Erlent 17.9.2005 00:01
Mjótt á mununum í Þýskalandi Stemningin á lokasprettinum fyrir kosningar í Þýskalandi virðist heldur vera stjórnarandstöðunni í hag. Munurinn er þó ekki mikill og enn óvíst að hægt verði að mynda starfhæfa stjórn eins og staðan er. Nokkur þúsund atkvæði gætu skipt sköpum. Erlent 17.9.2005 00:01
Vann 5,6 milljarða í lottói Atvinnulaus Frakki í Val d´Oise nærri París datt heldur betur í lukkupottinn í dag þegar hann vann andvirði um 5,6 milljarða króna í Evrópulottóinu ásamt einu af sjö börnum sínum. Peningarnir koma eflaust að góðum notum, en tölurnar á lottóseðlinum voru valdar út frá aldri fjölskyldumeðlima. Erlent 17.9.2005 00:01
Mótmæltu kapítalisma í Moskvu Um þúsund ungir róttæklingar gengu um götur Moskvu í dag og mótmæltu kapítalisma og kröfðust sósíalisma og frelsis í landinu. Það voru hópar kommúnista og þjóðernissinna sem skipulögðu mótmælin, en þeim líkar illa hvernig málum er komið í Rússlandi. Þess var auk þess krafist að Vladímír Pútín, forseta Rússlands, færi frá völdum. Erlent 17.9.2005 00:01
Einn lést í sprengingu í Beirút Einn lést og meira en tuttugu særðust í sprengingu í hverfi kristinna í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gærkvöld. Sprengjunni var komið fyrir í tösku undir bíl í hverfinu og var hún svo öflug að spengingin heyrðist um allan borg. Þetta er í sjöunda sinn sem sprengja springur í hverfi kristinna í Beirút frá því í febrúar en alls hafa fjórir látist í tilræðunum og um hundrað slasast. Erlent 17.9.2005 00:01
Boðar niðurskurð vegna hamfara George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að grípa til niðurskurðar á einhverjum sviðum til að geta greitt kostnaðinn sem hlýst af uppbyggingunni á hamfarasvæðunum í suðurhluta Bandaríkjanna. Forsetinn segir ljóst að uppbyggingin komi til með að kosta gríðarlega mikla peninga, en hann gefur að svo stöddu ekki upp hvar verði skorið niður í efnahagslífinu til að mæta þeim kostnaði. Erlent 17.9.2005 00:01
Fluguveiði gegn námsleiða Námsleiði hrjáir ekki lengur nemendur í grunnskólanum í bænum Wem í Shrop-skíri á Englandi. Eftir að fluguveiði var gerð að skyldugrein, hlakka þeir til hvers skóladags. Erlent 17.9.2005 00:01
Varaði við útbreiðslu kjarnavopna Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í dag við útbreiðslu kjarnavopna og hryðjuverka í ávarpi sínu á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York. Annan sagði að hættan á því að kjarnorkuvopn kæmust í hendur hryðjuverkamanna ykist með degi hverjum og því mætti ekki tefla á tæpasta vað með það að leita diplómatískra lausna. Erlent 17.9.2005 00:01
Íbúum brátt leyft að snúa aftur Yfirvöld í New Orleans munu leyfa fyrstu íbúunum að snúa til síns heima á mánudag, þremur vikum eftir yfirreið fellibylsins Katrínar þar um slóðir. Algjör eyðilegging blasir víða við og þá ganga hermenn um götur borgarinnar til þess að koma í veg fyrir rán og gripdeildir. Erlent 17.9.2005 00:01
Bjó með látinni móður í fimm ár Það blasti heldur ófögur sjón við lögreglumönnum í Marseille í Frakklandi á dögunum þegar þeir bönkuðu upp á hjá manni þar í borg vegna uppsafnaðra ógreiddra reikninga. Innan um hauga að drasli fundu þeir lík sem reyndist vera af látinni móður mannsins, en hún hafði verið látin í fimm ár. Erlent 17.9.2005 00:01
Reyndi að fljúga á turn í Auckland Flugmaður, sem stal lítilli flugvél í Auckland í Nýja-Sjálandi í dag, endaði ferðina í sjónum fyrir utan borgina eftir að hafa hótað að fljúga vélinni á Sky Tower, eitt helsta kennileiti borgarinnar. Maðurinn stal vélinni á flugvelli suður af borginni og þegar flugmálayfirvöld náðu sambandi við hann hótaði hann að fljúga á hinn 328 metra háa turn þar sem m.a. er að finna spilavíti og hótel. Erlent 17.9.2005 00:01
Spenna í Þýskalandi vegna kosninga Mikil spenna ríkir í Þýskalandi vegna kosninganna til sambandsþingsins sem haldnar verða á morgun. Á lokasprettinum fyrir kosningarnar hefur dregið töluvert saman með stjórn og stjórnarandstöðu og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er ljóst að á brattan verður að sækja, bæði fyrir Gerhard Schröder, kanslara og leiðtoga Jafnaðarmanna, og Angelu Merkel, leiðtoga Kristilegra demókrata, þar sem gríðarlega margir kjósendur hafa ekki enn gert upp hug sinn. Erlent 17.9.2005 00:01
Reyndu að sprengja upp stíflu Tuttugu uppreisnarmenn voru handteknir í Suður-Afganistan í morgun þegar þeir reyndu að sprengja stíflu í loft upp. Stíflan er sú strærsta í landinu og við hana er virkjun sem sér einni stærstu borg Afganistans, Kandahar, fyrir raforku. Að sögn lögreglu voru vopn og sprengiefni gerð upptæk við handtökurnar. Erlent 17.9.2005 00:01
Októberfest hafin í Þýskalandi Þúsundir bjórþyrstra Þjóðverja streyma nú til München þar sem hin árlega Októberfest hófst í dag. Áhyggjur af atvinnuleysi og efnahagsstöðnun í aðdraganda í þingkosninga sem fram fara á morgun voru látnar víkja fyrir miðinum í dag en gestir á hátíðinni segjast engu að síður ætla að neyta atkvæðisréttar síns á morgun. Erlent 17.9.2005 00:01
Rannsaka hús vegna hryðjuverka Lögreglumenn í borginni Leeds á Englandi rannsaka nú tvær verslanir og eina íbúð í tenglsum við hryðjuverkin 7. júlí. Verslunirnar og íbúðin eru í nágrenni heimila þriggja sprengjumannanna. Nágrannar segja að einn verslunareigandinn hafi verið handtekinn og yfirheyrður á lögreglustöð en síðan sleppt. Rannsókn hryðjuverkanna er að sögn Scotland Yard langt á veg komin. 52 létust í London þann 7. júlí. Erlent 16.9.2005 00:01
Hnattrænni hlýnun ekki snúið við Vísindamenn óttast nú að svo mikið af ísnum á norðurpólnum hafi bráðnað að hnattrænni hlýnun verði ekki snúið við. Frá þessu er greint í breska blaðinu <em>Independent</em> í dag. Við gervihnattarmælingar á umfangi íssins í lok ágúst kom í ljós að umfang heimskautaíssins hefur aldrei verið minna og sú bráðnun sem varð í mánuðinum á sér ekki fordæmi í hundruð ef ekki þúsund ár. Erlent 16.9.2005 00:01
Tveggja frambjóðenda barátta Tuttugu og fimm flokkar bjóða fram í þingkosningunum í Þýskalandi, allt frá flokki bókstafstrúaðra kristinna til stjórnleysingjaflokksins. En baráttan stendur í raun á milli tveggja flokka - eða jafnvel bara tveggja frambjóðenda. Erlent 16.9.2005 00:01
Sagði offitu stríð á hendur Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði í dag offitu stríð á hendur þegar hann undirritaði lög sem banna tiltekinn skyndibita í menntaskólum landsins. Schwarzenegger, sem er þekktur líkamsræktarkappi, sagði við undirritun laganna að Kaliforníuríki stæði frammi fyrir offitufaraldri og nú væri kominn tími til að spyrna við fótum. Erlent 16.9.2005 00:01
Lýsti yfir framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna "Að endingu, herra forseti, er það trú okkar að Ísland geti lagt sitt af mörkum til friðar og velferðar allra aðildarríkjanna. Þess vegna sækist Ísland í fyrsta skipti eftir sæti í öryggisráðinu á kjörtímabilinu 2009-2010," sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra í ávarpi sem hann flutti leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í kvöld. Erlent 16.9.2005 00:01
Enn einn frambjóðandinn myrtur Uppreisnarmenn úr röðum talibana skutu í nótt frambjóðanda til þingkosinga í Afganistan til bana. Árásarmennirnir kölluðu nafn mannsins fyrir utan heimili hans og sátu svo fyrir honum þegar hann kom út og hófu skothríð. Kosningarnar í Afganistan fara fram um helgina, en þegar er búið að myrða sjö frambjóðendur. Erlent 16.9.2005 00:01
Endurheimtu málverk eftir fimm ár Danska lögreglan endurheimti í dag sjálfsmynd af hollenska listmálaranum Rembrandt sem rænt var á sænska þjóðminjasafninu fyrir nærri fimm árum. Um leið handtók hún fjóra menn sem höfðu reynt að selja myndina á hóteli í Kaupmannahöfn. Myndin, sem er frá 18. öld, er metin á 2,4 milljarða króna, en vopnað gengi rændi henni ásamt tveimur öðrum meistaraverkum eftir franska impressjónistann Renoir í desember árið 2000. Erlent 16.9.2005 00:01
Einkavæðing og lægri skattar Íhaldsmenn í stjórnarandstöðu í Póllandi hafa lýst því yfir að þeir muni fremur leitast eftir samsteypuríkisstjórn, jafnvel þótt þeir næðu hreinum meirihluta í þingkosningunum 25. september næstkomandi. Erlent 16.9.2005 00:01
Baunir og hnetur gegn krabbameini Þeir sem eru duglegir við að borða baunir, hnetur og gróft kornmeti, virðast ólíklegri en aðrir til að fá krabbamein. Ný rannsókn breskra lækna bendir til að efni sem finnist í þessum matvælum dragi úr virkni ensíms sem myndar æxli. Rannsakendur binda jafnvel vonir við að mögulegt sé að vinna lyf úr efninu góða sem myndi nýtast krabbameinssjúklingum. Erlent 16.9.2005 00:01
Ráðist á verkamenn í Írak Uppreisnarmenn í Írak skutu þrjá verkamenn til bana í Bagdad í morgun og særðu fimmtán til viðbótar. Aðeins tveir dagar eru síðan sjálfsmorðsárásarmaður ók að hópi verkamanna á svipuðum slóðum í höfuðborginni með þeim afleiðingum að meira en hundrað létu lífið. Hrina árása er hafin í landinu eftir að Abu Musab al-Zarqawi, yfirmaður al-Qaida í Írak, lýsti yfir stríði á hendur sjítum í fyrradag. Erlent 16.9.2005 00:01
Boðað til kosninga á Grænlandi Hans Enoksen, forsætisráðherra grænlensku landsstjórnarinnar, boðaði í morgun til kosninga í landinu þann 22. nóvember næstkomandi eftir að viðræður stjórnarflokkanna um fjárlög sigldu í strand. Síúmútflokkur Enoksens og samstarfsflokkur hans í landsstjórninni, Inúítaflokkurinn, hafa deilt hart undanfarna mánuði eftir að upp komst að tveir ráðherrar í Síúmútflokknum hefðu misnotað almannafé. Erlent 16.9.2005 00:01
Átta saknað eftir slys við Síberíu Óttast er að átta manns hafi farist þegar yfirhlaðið fraktskip sökk undan ströndum Síberíu í Rússlandi í morgun. Um fimmtán manns voru um borð í skipinu þegar óhappið varð og í kringum 80 tonn af ýmsum varningi, en skipið hafði einungis heimild til að hafa um þrjátíu tonna farm. Mjög slæmt veður var á svæðinu þegar skipið sökk. Erlent 16.9.2005 00:01
Hlé verði gert á kjarnorkuviðræðum Hlé verður gert á morgun á viðræðum Norður-Kóreu við Rússa, Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn, Kínverja og Japana um að Norður-Kórea láti af kjarnorkuáætlunum sínum ef ekki tekst að ná samkomulagi nú með kvöldinu. Fundir hafa staðið á milli þjóðanna hátt á annan mánuð og lítið hefur þokast í samningsátt. Erlent 16.9.2005 00:01
Létust í vinnuslysi í Svíþjóð Að minnsta kosti tveir menn létu lífið þegar þak hrundi á byggingarsvæði í Helsingborg í Suður-Svíþjóð í morgun. Erlent 16.9.2005 00:01