Erlent Fuglaflensan komin til Grikklands Grísk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO búast við að pestin haldi áfram að breiðast út. Erlent 17.10.2005 00:01 Óttast rangar áherslur Forsvarsmenn Alþjóða heilbrigðissstofnunarinnar óttast að fuglaflensutilfelli sem hafa greinst í Evrópu verði til þess að Evrópuríki hætti að veita fé til að berjast gegn sjúkdómnum í Suð-Austur Asíu, þess í stað einbeiti ríkin sér að því að koma í veg fyrir fuglaflensu í Evrópu. Erlent 17.10.2005 00:01 Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. Erlent 17.10.2005 00:01 Merkel kynnir ráðherralið sitt Forystumenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi, Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmanna (SPD) hittust í gær til að hefja formlegar viðræður um gerð málefnasamnings samsteypustjórnar flokkanna. Og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra, kynnti hverjir úr röðum hennar flokksmanna setjast með henni í þessa væntanlegu ríkisstjórn. Erlent 17.10.2005 00:01 Forsetaljóðabók skyldulesning Forseti Túrkmenistans fyrir lífstíð, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út nýja ljóðabók sem verður skyldulesning fyrir alla þegna landsins, að því er fram kom í ríkisfjölmiðlum landsins í gær. Erlent 17.10.2005 00:01 Selveiðar aftur hagkvæmar? Selveiðar gætu aftur orðið vænleg atvinnugrein hér á landi, ef þær fréttir frá Noregi reynast réttar að lýsi, unnið úr sel, sé tíu til tuttugu sinnum áhrifaríkara en venjuelgt þorska- og ufsalýsi. Erlent 17.10.2005 00:01 Clark myndar samsteypustjórn Helen Clark, starfandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í gær samkomulag sem flokkur hennar, Verkamannaflokurinn, hefur gert við þrjá smjáflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir sinni forystu. Erlent 17.10.2005 00:01 Tölvupóstur með tengli á barnaklám Tölvupóstur með tengli á barnaklámssíður fer nú um eins og eldur í sinu í Danmörku. Danska lögreglan hefur fengið yfir tvö hundruð tilkynningar vegna þessa. Erlent 17.10.2005 00:01 Rússarnir stungu af Furðuleg uppákoma átti sér stað á Barentshafi í gær þegar rússneskur togari með norska veiðieftirlitsmenn innanborðs óhlýðnaðist skipunum norsku strandgæslunnar og sigldi yfir í rússneska efnahagslögsögu. Norðmenn hafa íhugað að beita fallbyssum til að stöðva skipið. Erlent 17.10.2005 00:01 Berjast fyrir togveiðibanni Umhverfisverndarsinnum, sem berjast gegn því að togarar fái að veiða fisk, bættist liðsauki fimmtíu breskra vísindamanna í morgun, sem skora á bresk stjórnvöld að beita sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir alheimstogveiðibanni. Erlent 17.10.2005 00:01 Jarðskjálfti í Tyrklandi Jarðskjáflta varð vart í vesturhluta Tyrklands og á grísku Aegan eyjunum í Miðjarðahafi nú í morgunsárið. Skjálftinn mældist 5,7 á Richter skala en ekki er vitað um tjón eða mannfall að svo stöddu. Erlent 17.10.2005 00:01 Prodi vann yfirburðasigur Romano Prodi, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vann yfirburðasigur í leiðtogaprófkjöri miðju- og vinstri manna á Ítalíu í gær. Erlent 17.10.2005 00:01 70 létust í loftárásum Um 70 manns létust í loftárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Ramadi í vestanverðu Írak. Talsmenn Bandaríkjahers segja að þeir látnu hafi allir verið vígamenn sem börðust gegn íröskum stjórnvöldum og veru erlends herliðs í Írak. Lögreglumenn í Ramadi segja hins vegar að um tuttugu þeirra sem létust hafi verið óbreyttir borgarar, sumir þeirra börn. Erlent 17.10.2005 00:01 Fannst á lífi eftir átta daga Björgunarmenn fundu stúlkubarn á lífi í húsarústum í Pakistan í gær, átta dögum eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir landið. Erlent 17.10.2005 00:01 Nýr fellibylur veldur hækkunum Hitabeltisstormurinn Vilma verður væntanlega að fellibyl á morgun og urðu fréttir þess efnis til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um þrjú prósent í dag. Vilma er 21. fellibylurinn til að láta til sín taka í Karíbahafi í ár og þarf að fara allt aftur til ársins 1933 til að finna dæmi þess að jafn margir fellibylir hafi riðið yfir Karíbahaf. Erlent 17.10.2005 00:01 Leggja til algjört reykingabann Heilbrigðisráðherra Norður-Írlands, Shaun Woodward tilkynnti í dag að hún muni leggja til algert reykingabann á opinberum stöðum, þar með öllum tegundum öldurhúsa og veitingastaða. Erlent 17.10.2005 00:01 Hætta samskiptum við Palestínumenn Ísraelsstjórn hefur ákveðið að hætta öllum samskiptum tímabundið við heimastjórn Palestínumanna. En þrír Ísraelar féllu í árásum uppreisnarmanna á Vesturbakkanum um helgina. Erlent 17.10.2005 00:01 Pakistanskir fangar flýja Um 60 fangar eru taldir hafa sloppið úr Muzaffarabad fangelsinu í pakistanska hluta Kasmír héraðs eftir Suður Asíu jarðskjálftanum fyrir átta dögum. Fangarnir höfðu flestir hlotið dauðadóm. Erlent 17.10.2005 00:01 44 morð framin daglega í BNA Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir. Erlent 17.10.2005 00:01 Atvinnuleysi meðal innflytjenda Ný dönsk rannsókn sýnir að 2. kynslóða innflytjendur eiga erfiðara með að fóta sig á atvinnumarkaðinum en áður var talið. Töluverðar breytingar hafa orðið á atvinnuþáttöku fólks af erlendum uppruna frá því árið 2001. Erlent 17.10.2005 00:01 Reiði vegna hofheimsóknar Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun. Erlent 17.10.2005 00:01 Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. Erlent 17.10.2005 00:01 Vilja evrópska fuglaflensunefnd Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni. Erlent 17.10.2005 00:01 Úkraína fái að semja um NATO-aðild Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær. Erlent 17.10.2005 00:01 Ráðist á Kandahar-flugvöll Tvær breskar orrustuþotur löskuðust í flugskeytaárás skæruliða talibana í Afganistan á föstudaginn var. Frá þessu var greint í morgun. Árásin var gerð á Kandahar-flugvöll í suðurhluta Afganistans. Á þriðja tug afganskra hermanna, fimm afganskir hjálparstarfsmenn og í það minnsta tveir bandarískir hermenn hafa fallið í árásum talibana á undanförnum vikum. Erlent 16.10.2005 00:01 Herþyrla hrapaði í Kasmírhéraði Herþyrla við hjálparstörf hrapaði í pakistanska hluta Kasmír í gærdag og fórust sex hermenn sem voru um borð. Þyrlan var að flytja hjálpargögn í Bagh-dalinn, en engin leið er fær þangað utan loftleiðarinnar. Flak þyrlunnar fannst í gær en talsmenn pakistanska hersins segja óljóst á þessari stundu hvort að veður, vélarbilun eða eitthvað annað er ástæða þess að þyrlan hrapaði. Erlent 16.10.2005 00:01 Hvalur á stafni Áhöfn ítölsku ferjunnar Moby Aki brá heldur betur í brún þegar upp komst um orsakir stýriserfiðleika skipsins á laugardag. Fimmtán metra langur hvalsskrokkur, 25 tonn á þyngd, lá yfir stefni ferjunnar og hafði hann valdið því að erfiðlega gekk að stýra ferjunni inn í höfnina í Livorno á Norður-Ítalíu. Erlent 16.10.2005 00:01 Fangauppreisn nærri Búenos Aíres Að minnsta kosti sautján eru látnir í fangauppreisn í fangelsi suður af Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, sem enn stendur yfir. Eftir því sem argentínskir fjölmiðlar greina frá kom til átaka í kjölfar þess að beiðni fanga um lengri heimsóknartíma í dag var hafnað í gærkvöld. Um 200 fangar eru sagðir hafa tekið þátt í uppreisninni og logar eldur í hluta fangelsisins. Erlent 16.10.2005 00:01 Háttsettur Palestínumaður drepinn Palestínumaður, sem sagður var háttsettur innan hinna herskáu samtaka „Íslamska jíhad", var drepinn af ísraelskum hersveitum norðarlega á Vesturbakkanum í dag. Ísraelsk útvarpsstöð hefur þetta eftir heimildarmanni úr röðum Palestínumanna. Erlent 16.10.2005 00:01 Örlög ráðast í nokkrum héruðum Talning er hafin eftir kosningu um stjórnarskrá Íraks í gær. Örlög stjórnarskrárinnar eru í höndum íbúa nokkurra héraða sem geta fellt hana með því að kjósa nei. Erlent 16.10.2005 00:01 « ‹ ›
Fuglaflensan komin til Grikklands Grísk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO búast við að pestin haldi áfram að breiðast út. Erlent 17.10.2005 00:01
Óttast rangar áherslur Forsvarsmenn Alþjóða heilbrigðissstofnunarinnar óttast að fuglaflensutilfelli sem hafa greinst í Evrópu verði til þess að Evrópuríki hætti að veita fé til að berjast gegn sjúkdómnum í Suð-Austur Asíu, þess í stað einbeiti ríkin sér að því að koma í veg fyrir fuglaflensu í Evrópu. Erlent 17.10.2005 00:01
Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. Erlent 17.10.2005 00:01
Merkel kynnir ráðherralið sitt Forystumenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi, Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmanna (SPD) hittust í gær til að hefja formlegar viðræður um gerð málefnasamnings samsteypustjórnar flokkanna. Og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra, kynnti hverjir úr röðum hennar flokksmanna setjast með henni í þessa væntanlegu ríkisstjórn. Erlent 17.10.2005 00:01
Forsetaljóðabók skyldulesning Forseti Túrkmenistans fyrir lífstíð, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út nýja ljóðabók sem verður skyldulesning fyrir alla þegna landsins, að því er fram kom í ríkisfjölmiðlum landsins í gær. Erlent 17.10.2005 00:01
Selveiðar aftur hagkvæmar? Selveiðar gætu aftur orðið vænleg atvinnugrein hér á landi, ef þær fréttir frá Noregi reynast réttar að lýsi, unnið úr sel, sé tíu til tuttugu sinnum áhrifaríkara en venjuelgt þorska- og ufsalýsi. Erlent 17.10.2005 00:01
Clark myndar samsteypustjórn Helen Clark, starfandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í gær samkomulag sem flokkur hennar, Verkamannaflokurinn, hefur gert við þrjá smjáflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir sinni forystu. Erlent 17.10.2005 00:01
Tölvupóstur með tengli á barnaklám Tölvupóstur með tengli á barnaklámssíður fer nú um eins og eldur í sinu í Danmörku. Danska lögreglan hefur fengið yfir tvö hundruð tilkynningar vegna þessa. Erlent 17.10.2005 00:01
Rússarnir stungu af Furðuleg uppákoma átti sér stað á Barentshafi í gær þegar rússneskur togari með norska veiðieftirlitsmenn innanborðs óhlýðnaðist skipunum norsku strandgæslunnar og sigldi yfir í rússneska efnahagslögsögu. Norðmenn hafa íhugað að beita fallbyssum til að stöðva skipið. Erlent 17.10.2005 00:01
Berjast fyrir togveiðibanni Umhverfisverndarsinnum, sem berjast gegn því að togarar fái að veiða fisk, bættist liðsauki fimmtíu breskra vísindamanna í morgun, sem skora á bresk stjórnvöld að beita sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir alheimstogveiðibanni. Erlent 17.10.2005 00:01
Jarðskjálfti í Tyrklandi Jarðskjáflta varð vart í vesturhluta Tyrklands og á grísku Aegan eyjunum í Miðjarðahafi nú í morgunsárið. Skjálftinn mældist 5,7 á Richter skala en ekki er vitað um tjón eða mannfall að svo stöddu. Erlent 17.10.2005 00:01
Prodi vann yfirburðasigur Romano Prodi, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vann yfirburðasigur í leiðtogaprófkjöri miðju- og vinstri manna á Ítalíu í gær. Erlent 17.10.2005 00:01
70 létust í loftárásum Um 70 manns létust í loftárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Ramadi í vestanverðu Írak. Talsmenn Bandaríkjahers segja að þeir látnu hafi allir verið vígamenn sem börðust gegn íröskum stjórnvöldum og veru erlends herliðs í Írak. Lögreglumenn í Ramadi segja hins vegar að um tuttugu þeirra sem létust hafi verið óbreyttir borgarar, sumir þeirra börn. Erlent 17.10.2005 00:01
Fannst á lífi eftir átta daga Björgunarmenn fundu stúlkubarn á lífi í húsarústum í Pakistan í gær, átta dögum eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir landið. Erlent 17.10.2005 00:01
Nýr fellibylur veldur hækkunum Hitabeltisstormurinn Vilma verður væntanlega að fellibyl á morgun og urðu fréttir þess efnis til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um þrjú prósent í dag. Vilma er 21. fellibylurinn til að láta til sín taka í Karíbahafi í ár og þarf að fara allt aftur til ársins 1933 til að finna dæmi þess að jafn margir fellibylir hafi riðið yfir Karíbahaf. Erlent 17.10.2005 00:01
Leggja til algjört reykingabann Heilbrigðisráðherra Norður-Írlands, Shaun Woodward tilkynnti í dag að hún muni leggja til algert reykingabann á opinberum stöðum, þar með öllum tegundum öldurhúsa og veitingastaða. Erlent 17.10.2005 00:01
Hætta samskiptum við Palestínumenn Ísraelsstjórn hefur ákveðið að hætta öllum samskiptum tímabundið við heimastjórn Palestínumanna. En þrír Ísraelar féllu í árásum uppreisnarmanna á Vesturbakkanum um helgina. Erlent 17.10.2005 00:01
Pakistanskir fangar flýja Um 60 fangar eru taldir hafa sloppið úr Muzaffarabad fangelsinu í pakistanska hluta Kasmír héraðs eftir Suður Asíu jarðskjálftanum fyrir átta dögum. Fangarnir höfðu flestir hlotið dauðadóm. Erlent 17.10.2005 00:01
44 morð framin daglega í BNA Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir. Erlent 17.10.2005 00:01
Atvinnuleysi meðal innflytjenda Ný dönsk rannsókn sýnir að 2. kynslóða innflytjendur eiga erfiðara með að fóta sig á atvinnumarkaðinum en áður var talið. Töluverðar breytingar hafa orðið á atvinnuþáttöku fólks af erlendum uppruna frá því árið 2001. Erlent 17.10.2005 00:01
Reiði vegna hofheimsóknar Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun. Erlent 17.10.2005 00:01
Borgarar falla í Írak Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara. Erlent 17.10.2005 00:01
Vilja evrópska fuglaflensunefnd Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni. Erlent 17.10.2005 00:01
Úkraína fái að semja um NATO-aðild Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær. Erlent 17.10.2005 00:01
Ráðist á Kandahar-flugvöll Tvær breskar orrustuþotur löskuðust í flugskeytaárás skæruliða talibana í Afganistan á föstudaginn var. Frá þessu var greint í morgun. Árásin var gerð á Kandahar-flugvöll í suðurhluta Afganistans. Á þriðja tug afganskra hermanna, fimm afganskir hjálparstarfsmenn og í það minnsta tveir bandarískir hermenn hafa fallið í árásum talibana á undanförnum vikum. Erlent 16.10.2005 00:01
Herþyrla hrapaði í Kasmírhéraði Herþyrla við hjálparstörf hrapaði í pakistanska hluta Kasmír í gærdag og fórust sex hermenn sem voru um borð. Þyrlan var að flytja hjálpargögn í Bagh-dalinn, en engin leið er fær þangað utan loftleiðarinnar. Flak þyrlunnar fannst í gær en talsmenn pakistanska hersins segja óljóst á þessari stundu hvort að veður, vélarbilun eða eitthvað annað er ástæða þess að þyrlan hrapaði. Erlent 16.10.2005 00:01
Hvalur á stafni Áhöfn ítölsku ferjunnar Moby Aki brá heldur betur í brún þegar upp komst um orsakir stýriserfiðleika skipsins á laugardag. Fimmtán metra langur hvalsskrokkur, 25 tonn á þyngd, lá yfir stefni ferjunnar og hafði hann valdið því að erfiðlega gekk að stýra ferjunni inn í höfnina í Livorno á Norður-Ítalíu. Erlent 16.10.2005 00:01
Fangauppreisn nærri Búenos Aíres Að minnsta kosti sautján eru látnir í fangauppreisn í fangelsi suður af Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, sem enn stendur yfir. Eftir því sem argentínskir fjölmiðlar greina frá kom til átaka í kjölfar þess að beiðni fanga um lengri heimsóknartíma í dag var hafnað í gærkvöld. Um 200 fangar eru sagðir hafa tekið þátt í uppreisninni og logar eldur í hluta fangelsisins. Erlent 16.10.2005 00:01
Háttsettur Palestínumaður drepinn Palestínumaður, sem sagður var háttsettur innan hinna herskáu samtaka „Íslamska jíhad", var drepinn af ísraelskum hersveitum norðarlega á Vesturbakkanum í dag. Ísraelsk útvarpsstöð hefur þetta eftir heimildarmanni úr röðum Palestínumanna. Erlent 16.10.2005 00:01
Örlög ráðast í nokkrum héruðum Talning er hafin eftir kosningu um stjórnarskrá Íraks í gær. Örlög stjórnarskrárinnar eru í höndum íbúa nokkurra héraða sem geta fellt hana með því að kjósa nei. Erlent 16.10.2005 00:01