Erlent

Fuglaflensan komin til Grikklands

Grísk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensu hefði orðið vart í landinu í fyrsta sinn. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO búast við að pestin haldi áfram að breiðast út.

Erlent

Óttast rangar áherslur

Forsvarsmenn Alþjóða heilbrigðissstofnunarinnar óttast að fuglaflensutilfelli sem hafa greinst í Evrópu verði til þess að Evrópuríki hætti að veita fé til að berjast gegn sjúkdómnum í Suð-Austur Asíu, þess í stað einbeiti ríkin sér að því að koma í veg fyrir fuglaflensu í Evrópu.

Erlent

Borgarar falla í Írak

Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara.

Erlent

Merkel kynnir ráðherralið sitt

Forystumenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi, Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Jafnaðarmanna (SPD) hittust í gær til að hefja formlegar viðræður um gerð málefnasamnings samsteypustjórnar flokkanna. Og Angela Merkel, leiðtogi kristilegra, kynnti hverjir úr röðum hennar flokksmanna setjast með henni í þessa væntanlegu ríkisstjórn.

Erlent

Forsetaljóðabók skyldulesning

Forseti Túrkmenistans fyrir lífstíð, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út nýja ljóðabók sem verður skyldulesning fyrir alla þegna landsins, að því er fram kom í ríkisfjölmiðlum landsins í gær.

Erlent

Selveiðar aftur hagkvæmar?

Selveiðar gætu aftur orðið vænleg atvinnugrein hér á landi, ef þær fréttir frá Noregi reynast réttar að lýsi, unnið úr sel, sé tíu til tuttugu sinnum áhrifaríkara en venjuelgt þorska- og ufsalýsi.

Erlent

Clark myndar samsteypustjórn

Helen Clark, starfandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, kynnti í gær samkomulag sem flokkur hennar, Verkamannaflokurinn, hefur gert við þrjá smjáflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar undir sinni forystu.

Erlent

Rússarnir stungu af

Furðuleg uppákoma átti sér stað á Barentshafi í gær þegar rússneskur togari með norska veiðieftirlitsmenn innanborðs óhlýðnaðist skipunum norsku strandgæslunnar og sigldi yfir í rússneska efnahagslögsögu. Norðmenn hafa íhugað að beita fallbyssum til að stöðva skipið.

Erlent

Berjast fyrir togveiðibanni

Umhverfisverndarsinnum, sem berjast gegn því að togarar fái að veiða fisk, bættist liðsauki fimmtíu breskra vísindamanna í morgun, sem skora á bresk stjórnvöld að beita sér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir alheimstogveiðibanni.

Erlent

Jarðskjálfti í Tyrklandi

Jarðskjáflta varð vart í vesturhluta Tyrklands og á grísku Aegan eyjunum í Miðjarðahafi nú í morgunsárið. Skjálftinn mældist 5,7 á Richter skala en ekki er vitað um tjón eða mannfall að svo stöddu.

Erlent

Prodi vann yfirburðasigur

Romano Prodi, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vann yfirburðasigur í leiðtogaprófkjöri miðju- og vinstri manna á Ítalíu í gær.

Erlent

70 létust í loftárásum

Um 70 manns létust í loftárásum Bandaríkjamanna á skotmörk í Ramadi í vestanverðu Írak. Talsmenn Bandaríkjahers segja að þeir látnu hafi allir verið vígamenn sem börðust gegn íröskum stjórnvöldum og veru erlends herliðs í Írak. Lögreglumenn í Ramadi segja hins vegar að um tuttugu þeirra sem létust hafi verið óbreyttir borgarar, sumir þeirra börn.

Erlent

Fannst á lífi eftir átta daga

Björgunarmenn fundu stúlkubarn á lífi í húsarústum í Pakistan í gær, átta dögum eftir að jarðskjálfti upp á 7,6 á richter reið yfir landið.

Erlent

Nýr fellibylur veldur hækkunum

Hitabeltisstormurinn Vilma verður væntanlega að fellibyl á morgun og urðu fréttir þess efnis til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði um þrjú prósent í dag. Vilma er 21. fellibylurinn til að láta til sín taka í Karíbahafi í ár og þarf að fara allt aftur til ársins 1933 til að finna dæmi þess að jafn margir fellibylir hafi riðið yfir Karíbahaf.

Erlent

Leggja til algjört reykingabann

Heilbrigðisráðherra Norður-Írlands, Shaun Woodward tilkynnti í dag að hún muni leggja til algert reykingabann á opinberum stöðum, þar með öllum tegundum öldurhúsa og veitingastaða.

Erlent

Hætta samskiptum við Palestínumenn

Ísraelsstjórn hefur ákveðið að hætta öllum samskiptum tímabundið við heimastjórn Palestínumanna. En þrír Ísraelar féllu í árásum uppreisnarmanna á Vesturbakkanum um helgina.

Erlent

Pakistanskir fangar flýja

Um 60 fangar eru taldir hafa sloppið úr Muzaffarabad fangelsinu í pakistanska hluta Kasmír héraðs eftir Suður Asíu jarðskjálftanum fyrir átta dögum. Fangarnir höfðu flestir hlotið dauðadóm.

Erlent

44 morð framin daglega í BNA

Sextán þúsund eitt hundrað þrjátíu og sjö manns voru myrtir í Bandaríkjunum í fyrra. Að meðaltali eru því framin um fjörutíu og fjögur morð á hverjum einasta degi í Bandaríkjunum. Morðum fækaði samt um nærri tvö prósent frá árinu 2003, þegar sextán þúsund og fimm hundruð manns voru myrtir.

Erlent

Atvinnuleysi meðal innflytjenda

Ný dönsk rannsókn sýnir að 2. kynslóða innflytjendur eiga erfiðara með að fóta sig á atvinnumarkaðinum en áður var talið. Töluverðar breytingar hafa orðið á atvinnuþáttöku fólks af erlendum uppruna frá því árið 2001.

Erlent

Reiði vegna hofheimsóknar

Þegar Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, laut í gær höfði í Yasukuni-hofinu í Tókýó, sem tileinkað er minningu Japana sem látið hafa lífið í stríði, voru viðbrögðin í öðrum Asíulöndum snör og hörð: Ráðamenn í Seoul sögðu réttast að aflýsa áformuðum leiðtogafundi og í Peking var því lýst yfir að hofheimsóknin væri ögrun.

Erlent

Borgarar falla í Írak

Sjötíu manns liggja í valnum eftir að bandarískar hersveitir réðust gegn uppreisnarmönnum í vesturhluta Íraks. Íbúar svæðisins segja flesta hina látnu vera saklausa borgara.

Erlent

Vilja evrópska fuglaflensunefnd

Fuglaflensa hefur greinst í Grikklandi og beðið er niðurstöðu rannsókna á sýnum úr dauðum farfuglum í Króatíu. Sérfræðingar telja núna ómögulegt að koma í veg fyrir að flensan breiðist út um Evrópu, en markmiðið er að hindra að menn smitist af henni.

Erlent

Úkraína fái að semja um NATO-aðild

Viktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, sagðist í gær vonast til að viðræður um aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu gætu hafist á vori komanda. Ennfremur sagði hann að fríverslunarsamningur við Evrópusambandið gæti orðið að veruleika innan 12-15 mánaða. Hann þáði viðurkenningu úr hendi Elísabetar Englandsdrottningar í Lundúnum í gær.

Erlent

Ráðist á Kandahar-flugvöll

Tvær breskar orrustuþotur löskuðust í flugskeytaárás skæruliða talibana í Afganistan á föstudaginn var. Frá þessu var greint í morgun. Árásin var gerð á Kandahar-flugvöll í suðurhluta Afganistans. Á þriðja tug afganskra hermanna, fimm afganskir hjálparstarfsmenn og í það minnsta tveir bandarískir hermenn hafa fallið í árásum talibana á undanförnum vikum.

Erlent

Herþyrla hrapaði í Kasmírhéraði

Herþyrla við hjálparstörf hrapaði í pakistanska hluta Kasmír í gærdag og fórust sex hermenn sem voru um borð. Þyrlan var að flytja hjálpargögn í Bagh-dalinn, en engin leið er fær þangað utan loftleiðarinnar. Flak þyrlunnar fannst í gær en talsmenn pakistanska hersins segja óljóst á þessari stundu hvort að veður, vélarbilun eða eitthvað annað er ástæða þess að þyrlan hrapaði.

Erlent

Hvalur á stafni

Áhöfn ítölsku ferjunnar Moby Aki brá heldur betur í brún þegar upp komst um orsakir stýris­erfiðleika skipsins á laugardag. Fimmtán metra langur hvalsskrokkur, 25 tonn á þyngd, lá yfir stefni ferjunnar og hafði hann valdið því að erfiðlega gekk að stýra ferjunni inn í höfnina í Livorno á Norður-Ítalíu.

Erlent

Fangauppreisn nærri Búenos Aíres

Að minnsta kosti sautján eru látnir í fangauppreisn í fangelsi suður af Búenos Aíres, höfuðborg Argentínu, sem enn stendur yfir. Eftir því sem argentínskir fjölmiðlar greina frá kom til átaka í kjölfar þess að beiðni fanga um lengri heimsóknartíma í dag var hafnað í gærkvöld. Um 200 fangar eru sagðir hafa tekið þátt í uppreisninni og logar eldur í hluta fangelsisins.

Erlent

Háttsettur Palestínumaður drepinn

Palestínumaður, sem sagður var háttsettur innan hinna herskáu samtaka „Íslamska jíhad", var drepinn af ísraelskum hersveitum norðarlega á Vesturbakkanum í dag. Ísraelsk útvarpsstöð hefur þetta eftir heimildarmanni úr röðum Palestínumanna.

Erlent

Örlög ráðast í nokkrum héruðum

Talning er hafin eftir kosningu um stjórnarskrá Íraks í gær. Örlög stjórnarskrárinnar eru í höndum íbúa nokkurra héraða sem geta fellt hana með því að kjósa nei.

Erlent