Erlent Ísraelar gera loftárásir á Gaza Sjö Palestínumenn létust í loftárás Ísraelshers á Gaza-svæðinu í kvöld. Samkvæmt fréttum frá Ísraelsstjórn voru þeir sem létust meðlimir í uppreisnarhópnum Íslamska-Jihad. Erlent 27.10.2005 21:47 Vilja Íran úr SÞ Ísraelsk stjórnvöld krefjast þess að Írönum verði vísað úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að þurrka ætti Ísrael út af landakortinu. Ummælin hafa víða verið fordæmd. Erlent 27.10.2005 19:22 Merkel er bjartsýn Angela Merkel, verðandi kanslari Þýskalands, lýsti því yfir í dag að hún væri mjög bjartsýn á að stjórnamyndunaviðræður milli Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna mundu bera árangur. Erlent 27.10.2005 17:18 Ole Stavad nýr forseti Norðurlandaráðs Danski þingmaðurinn Ole Stavad verður forseti Norðurlandaráðs á árinu 2006. Hann var einróma kjörinn á Norðurlandaráðsþingi sem lauk nú í Reykjavík klukkan tvö. Hann tekur við að Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gengt hefur embættinu á þessu ári. Erlent 27.10.2005 14:15 Miers gefur ekki kost á sér sem hæstaréttardómari Harriet Miers er hætt við að gefa kost á sér sem hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Þetta tilkynnti hún rétt í þessu. Erlent 27.10.2005 13:18 Þverneita að breyta dauðadómni Yfirvöld í Singapore þverneita að breyta dauðadómi yfir áströlskum fíkniefnasmyglara sem var handtekinn með 400 grömm af heróíni árið 2002. Stjórnvöld í Ástralíu hafa mánuðum saman reynt að fá dóminn mildaðan, en án árangurs. Erlent 27.10.2005 12:15 Varar við hættu á berklafaraldri Hætta er á að berklafaraldur brjótist út í Norður-Evrópu vegna lyfjaónæmra berkla sem komið hafa upp í héraðinu Arkhangelsk í Norðvestur-Rússlandi. Þetta segir Jan Henrik Fredriksen, fulltrúi noskra Framfaraflokksins, en hann vakti athygli á málinu í umræðum um norðursvæðin á Norðurlandaráðsþinginu sem nú er haldið í Reykjavík. Erlent 27.10.2005 11:45 Óttast að stúlka hafi látist úr fuglaflensu í Kína Grunur leikur á að tólf ára stúlka hafi látist af völdum fuglaflensu í Mið-Kína, en hún bjó í þorpi þar sem fuglaflensa hefur greinst nýlega. Frá þessu er sagt í kínversku dagblaði í dag en heilbrigðisyfirvöld segja að þau hafi ekki fengið neina tilkynningu um að fuglaflensa hafi greinst í mönnum í landinu. Erlent 27.10.2005 10:00 Vill reka Írana úr SÞ vegna ummæla Íransforseta Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hefur farið fram á það að Írönum verði vísað úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta Írans um að þurrka ætti Ísrael út af landakortinu. Stjórnir verstrænna ríkja stíga nú fram hver af annarri til þess að fordæma orðin. Erlent 27.10.2005 10:00 Fimm milljónir enn án rafmagns Fimm milljónir manna eru enn án rafmagns í Flórída eftir fellibylinn Wilmu. Hvarvetna um fylkið hafa myndast mörg hundruð metra biðraðir fyrir utan verslanir og þjónustumiðstöðvar þar sem fólk sækist eftir vatni, mat og öðrum nauðsynjum. Erlent 27.10.2005 09:45 Gagnrýna Íransforseta fyrir ummæli um Ísrael Stjórnvöld verstrænna ríkja stíga nú fram hver af öðrum til þess að fordæma orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði að þurrka ætti Ísrael út af heimskortinu. Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi, á Spáni og í Kanada hafa öll kallað á sendiherra Írans í löndunum og krafist skýringa á ummælunum. Erlent 27.10.2005 09:15 Best í lífshættu Knattspyrnuhetjan George Best liggur milli heims og helju á Cromwell spítalanum í London. Best, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árum áður, þjáist af lifrarsjúkdómi og ástand hans hefur versnað verulega undanfarna daga. Erlent 27.10.2005 09:06 Samkomulag næst um reykingabann í Bretlandi Frumvarp um bann við reykingum á á opinberum stöðum hefur loks verið lagt fram á breska þinginu eftir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi um orðalag þess í gær. Bannið nær ekki til kráa sem bjóða ekki upp á mat eða einkaklúbba en þó verður að vera reyklaust svæði á öllum krám. Erlent 27.10.2005 09:00 Vara við áhöldum úr svörtu nælonefni Sleifar og spaðar úr svörtu nælonefni geta gefið frá sér krabbameins- og ofnæmisvaldandi efni og hafa dönsk heilbrigðisyfirvöld varað við notkun slíkra eldhússáhalda. Í danskri rannsókn á nítján eldhússáhöldum voru tólf áhöld með þessi efni. Áhöld með efninu umrædda hafa verið bönnuð í Svíþjóð frá árinu 2003 en ekki í Danmörku. Erlent 27.10.2005 09:00 Ræða möguleika á alþjóðlegum fuglaflensusjóði Embættismenn hvaðanæva að úr heiminum munu hittast í nóvember til að ræða möguleikann á að stofna alþjóðlegan sjóð til að sporna við útbreiðslu fuglaflensu. Erlent 27.10.2005 08:30 Sharon leyfir hernum að grípa til aðgerða Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið ísraelska hernum leyfi til að grípa til yfirgripsmikilla aðgerða gegn herskáum Palestínumönnum í norðurhluta Vesturbakkans og á Gasaströndinni. Frá þessu greinir ísraelska blaðið Haaretz í dag. Erlent 27.10.2005 07:45 Tíu létust í bruna á Schiphol-flugvelli Tíu manns létust og fimmtán hlutu brunasár eða reykeitrun, þegar eldur kom upp á Schiphol-flugvelli í Amsterdam upp úr miðnætti. Nokkrum hinna slösuðu er vart hugað líf. Eldurinn kom upp í fangageymslu flugvallarins þar sem 350 manns voru í haldi í nótt, flestir vegna smygls á fíkniefnum. Erlent 27.10.2005 07:11 Ríkustu þjóðirnar hafa brugðist Sameinuðu þjóðirnar fara nú fram á að ríki heims leggi fórnarlömbum jarðskjálftans í Kasmír til tvöfalda þá upphæð sem stofnunin bað fyrst um. Mörg af ríkustu löndunum hafa ekkert látið af hendi rakna. Erlent 27.10.2005 06:15 Misnota íþróttamót Færst hefur í aukana að þátttakendur á íþróttamótum í Danmörku hafi nýtt þau til að gerast ólöglegir innflytjendur í landinu. Samkvæmt frétt dagblaðsins Urban urðu 125 íþróttamenn, flestir frá Afríku, eftir í landinu í fyrra eftir að hafa komið til keppni í Danmörku. Nú í sumar struku fjórtán drengir frá Burkina Faso. Sjö af þeim hafa sótt um hæli í Svíþjóð en ekki er vitað hvað varð um hina. Einnig hefur ekkert spurst til 41 keppanda frá Moldóvu. Erlent 27.10.2005 06:00 Ölvaðir elgir vekja ugg Yfirvöld í Þelamörk hvetja fólk til að fara gætilega þar sem ölvaðir elgir gætu verið á ferli. Ávaxtaspretta í Noregi var góð þetta sumarið en þar sem vetrað hefur snemma hafa epli og ber skemmst vegna gerjunar og áfengi myndast í þeim sem elgirnir háma í sig með bestu lyst. Erlent 27.10.2005 06:00 Hálf milljón barna deyr árlega Ríflega tvær milljónir barna eru smitaðar af HIV-veirunni og deyr hálf milljón þeirra á hverju ári. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur skorið upp herör gegn þessari válegu veiki. Erlent 27.10.2005 05:30 Komin upp að nýju í Kína Fuglaflensa hefur aftur greinst í Kína, í annað sinn á einni viku. Veiran greindist í tæplega tvö þúsund gæsum í Austur-Kína. Jafnframt hafa índónesísk yfirvöld staðfest fjórða dauðsfallið af völdum veirunnar. Erlent 27.10.2005 05:00 Dönsk kvikmynd hlýtur kvikmyndarverðlaun Norðurlandaráðs Danska kvikmyndin Morðið, eða Drabet eins og myndin heitir á frummálinu, hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Erlent 26.10.2005 23:45 Vopnahlé Ísraels og Paletínu í uppnámi Minnst fimm týndu lífi og um þrjátíu særðust í sjálfsmorðsprengjuárás í strandbænum Hadera í Ísrael í dag. Íslömsku samtökin Jíhad hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Erlent 26.10.2005 19:15 Undirstrika sterk tengsl þjóðanna Norska konungsfjölskyldan kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Bretlands í gær. Elísabet Bretlandsdrottning segir heimsóknina undirstrika sterk tengsl þjóðanna. Erlent 26.10.2005 19:08 Eldur kviknaði og hjólbarði sprakk í lendingu Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu farþegum um borð í vél tælenska flugfélagsins Thai Airways brá heldur betur í brún þegar vélin lenti á flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í morgun. Vélin lenti svo harkalega að einn hjólbarði sprakk og annar búnaður laskaðist, með þeim afleiðingum að eldur kviknaði á nokkrum stöðum í vélinni. Erlent 26.10.2005 19:00 Hafa engin samskipti við dómstólinn Lögmenn Saddams Husseins segjast ekki munu hafa nein samskipti við dómstólinn sem réttar í máli hans þar til réttarhöldunum verður framhaldið í lok nóvember. Þeir vilji nefnilega ekki tefla lífi sínu í hættu en í síðustu viku var lögmaður eins af fyrrverandi samverkamönnum Saddams myrtur eftir að hafa verið rænt af skrifstofu sinni. Erlent 26.10.2005 17:22 Fylkingar súnníta saman í framboð Nú þegar ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt í Írak hafa þrjár stjórnmálafylkingar súnníta tekið höndum saman og ætla að bjóða fram undir sömu merkjum í þingkosningum í landinu í desember. Í tilkynningu frá fylkingunum þremur eru súnnítar hvattir til að taka þátt í kosningunum, en þátttaka þeirra í kosningunum í janúar var afar dræm. Erlent 26.10.2005 13:45 Ná ekki samkomulagi um reykingabann Breska ríkisstjórnin nær ekki að koma sér saman um lög gegn reykingum, sem átti að kynna í gær. Nokkra ráðherra greinir á um hvort bannið eigi að ná til allra opinberra staða eða hvort undanskilja eigi veitingastaði sem ekki selja mat. Erlent 26.10.2005 13:15 Tvö þúsund Bandaríkjamenn fallnir í Írak Tvö þúsund Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak síðan innrásin í landið hófst í mars 2003. Erlent 26.10.2005 13:00 « ‹ ›
Ísraelar gera loftárásir á Gaza Sjö Palestínumenn létust í loftárás Ísraelshers á Gaza-svæðinu í kvöld. Samkvæmt fréttum frá Ísraelsstjórn voru þeir sem létust meðlimir í uppreisnarhópnum Íslamska-Jihad. Erlent 27.10.2005 21:47
Vilja Íran úr SÞ Ísraelsk stjórnvöld krefjast þess að Írönum verði vísað úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að þurrka ætti Ísrael út af landakortinu. Ummælin hafa víða verið fordæmd. Erlent 27.10.2005 19:22
Merkel er bjartsýn Angela Merkel, verðandi kanslari Þýskalands, lýsti því yfir í dag að hún væri mjög bjartsýn á að stjórnamyndunaviðræður milli Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna mundu bera árangur. Erlent 27.10.2005 17:18
Ole Stavad nýr forseti Norðurlandaráðs Danski þingmaðurinn Ole Stavad verður forseti Norðurlandaráðs á árinu 2006. Hann var einróma kjörinn á Norðurlandaráðsþingi sem lauk nú í Reykjavík klukkan tvö. Hann tekur við að Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gengt hefur embættinu á þessu ári. Erlent 27.10.2005 14:15
Miers gefur ekki kost á sér sem hæstaréttardómari Harriet Miers er hætt við að gefa kost á sér sem hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Þetta tilkynnti hún rétt í þessu. Erlent 27.10.2005 13:18
Þverneita að breyta dauðadómni Yfirvöld í Singapore þverneita að breyta dauðadómi yfir áströlskum fíkniefnasmyglara sem var handtekinn með 400 grömm af heróíni árið 2002. Stjórnvöld í Ástralíu hafa mánuðum saman reynt að fá dóminn mildaðan, en án árangurs. Erlent 27.10.2005 12:15
Varar við hættu á berklafaraldri Hætta er á að berklafaraldur brjótist út í Norður-Evrópu vegna lyfjaónæmra berkla sem komið hafa upp í héraðinu Arkhangelsk í Norðvestur-Rússlandi. Þetta segir Jan Henrik Fredriksen, fulltrúi noskra Framfaraflokksins, en hann vakti athygli á málinu í umræðum um norðursvæðin á Norðurlandaráðsþinginu sem nú er haldið í Reykjavík. Erlent 27.10.2005 11:45
Óttast að stúlka hafi látist úr fuglaflensu í Kína Grunur leikur á að tólf ára stúlka hafi látist af völdum fuglaflensu í Mið-Kína, en hún bjó í þorpi þar sem fuglaflensa hefur greinst nýlega. Frá þessu er sagt í kínversku dagblaði í dag en heilbrigðisyfirvöld segja að þau hafi ekki fengið neina tilkynningu um að fuglaflensa hafi greinst í mönnum í landinu. Erlent 27.10.2005 10:00
Vill reka Írana úr SÞ vegna ummæla Íransforseta Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hefur farið fram á það að Írönum verði vísað úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta Írans um að þurrka ætti Ísrael út af landakortinu. Stjórnir verstrænna ríkja stíga nú fram hver af annarri til þess að fordæma orðin. Erlent 27.10.2005 10:00
Fimm milljónir enn án rafmagns Fimm milljónir manna eru enn án rafmagns í Flórída eftir fellibylinn Wilmu. Hvarvetna um fylkið hafa myndast mörg hundruð metra biðraðir fyrir utan verslanir og þjónustumiðstöðvar þar sem fólk sækist eftir vatni, mat og öðrum nauðsynjum. Erlent 27.10.2005 09:45
Gagnrýna Íransforseta fyrir ummæli um Ísrael Stjórnvöld verstrænna ríkja stíga nú fram hver af öðrum til þess að fordæma orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði að þurrka ætti Ísrael út af heimskortinu. Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi, á Spáni og í Kanada hafa öll kallað á sendiherra Írans í löndunum og krafist skýringa á ummælunum. Erlent 27.10.2005 09:15
Best í lífshættu Knattspyrnuhetjan George Best liggur milli heims og helju á Cromwell spítalanum í London. Best, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árum áður, þjáist af lifrarsjúkdómi og ástand hans hefur versnað verulega undanfarna daga. Erlent 27.10.2005 09:06
Samkomulag næst um reykingabann í Bretlandi Frumvarp um bann við reykingum á á opinberum stöðum hefur loks verið lagt fram á breska þinginu eftir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi um orðalag þess í gær. Bannið nær ekki til kráa sem bjóða ekki upp á mat eða einkaklúbba en þó verður að vera reyklaust svæði á öllum krám. Erlent 27.10.2005 09:00
Vara við áhöldum úr svörtu nælonefni Sleifar og spaðar úr svörtu nælonefni geta gefið frá sér krabbameins- og ofnæmisvaldandi efni og hafa dönsk heilbrigðisyfirvöld varað við notkun slíkra eldhússáhalda. Í danskri rannsókn á nítján eldhússáhöldum voru tólf áhöld með þessi efni. Áhöld með efninu umrædda hafa verið bönnuð í Svíþjóð frá árinu 2003 en ekki í Danmörku. Erlent 27.10.2005 09:00
Ræða möguleika á alþjóðlegum fuglaflensusjóði Embættismenn hvaðanæva að úr heiminum munu hittast í nóvember til að ræða möguleikann á að stofna alþjóðlegan sjóð til að sporna við útbreiðslu fuglaflensu. Erlent 27.10.2005 08:30
Sharon leyfir hernum að grípa til aðgerða Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið ísraelska hernum leyfi til að grípa til yfirgripsmikilla aðgerða gegn herskáum Palestínumönnum í norðurhluta Vesturbakkans og á Gasaströndinni. Frá þessu greinir ísraelska blaðið Haaretz í dag. Erlent 27.10.2005 07:45
Tíu létust í bruna á Schiphol-flugvelli Tíu manns létust og fimmtán hlutu brunasár eða reykeitrun, þegar eldur kom upp á Schiphol-flugvelli í Amsterdam upp úr miðnætti. Nokkrum hinna slösuðu er vart hugað líf. Eldurinn kom upp í fangageymslu flugvallarins þar sem 350 manns voru í haldi í nótt, flestir vegna smygls á fíkniefnum. Erlent 27.10.2005 07:11
Ríkustu þjóðirnar hafa brugðist Sameinuðu þjóðirnar fara nú fram á að ríki heims leggi fórnarlömbum jarðskjálftans í Kasmír til tvöfalda þá upphæð sem stofnunin bað fyrst um. Mörg af ríkustu löndunum hafa ekkert látið af hendi rakna. Erlent 27.10.2005 06:15
Misnota íþróttamót Færst hefur í aukana að þátttakendur á íþróttamótum í Danmörku hafi nýtt þau til að gerast ólöglegir innflytjendur í landinu. Samkvæmt frétt dagblaðsins Urban urðu 125 íþróttamenn, flestir frá Afríku, eftir í landinu í fyrra eftir að hafa komið til keppni í Danmörku. Nú í sumar struku fjórtán drengir frá Burkina Faso. Sjö af þeim hafa sótt um hæli í Svíþjóð en ekki er vitað hvað varð um hina. Einnig hefur ekkert spurst til 41 keppanda frá Moldóvu. Erlent 27.10.2005 06:00
Ölvaðir elgir vekja ugg Yfirvöld í Þelamörk hvetja fólk til að fara gætilega þar sem ölvaðir elgir gætu verið á ferli. Ávaxtaspretta í Noregi var góð þetta sumarið en þar sem vetrað hefur snemma hafa epli og ber skemmst vegna gerjunar og áfengi myndast í þeim sem elgirnir háma í sig með bestu lyst. Erlent 27.10.2005 06:00
Hálf milljón barna deyr árlega Ríflega tvær milljónir barna eru smitaðar af HIV-veirunni og deyr hálf milljón þeirra á hverju ári. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur skorið upp herör gegn þessari válegu veiki. Erlent 27.10.2005 05:30
Komin upp að nýju í Kína Fuglaflensa hefur aftur greinst í Kína, í annað sinn á einni viku. Veiran greindist í tæplega tvö þúsund gæsum í Austur-Kína. Jafnframt hafa índónesísk yfirvöld staðfest fjórða dauðsfallið af völdum veirunnar. Erlent 27.10.2005 05:00
Dönsk kvikmynd hlýtur kvikmyndarverðlaun Norðurlandaráðs Danska kvikmyndin Morðið, eða Drabet eins og myndin heitir á frummálinu, hlýtur kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Erlent 26.10.2005 23:45
Vopnahlé Ísraels og Paletínu í uppnámi Minnst fimm týndu lífi og um þrjátíu særðust í sjálfsmorðsprengjuárás í strandbænum Hadera í Ísrael í dag. Íslömsku samtökin Jíhad hafa lýst verknaðinum á hendur sér. Erlent 26.10.2005 19:15
Undirstrika sterk tengsl þjóðanna Norska konungsfjölskyldan kom í sína fyrstu opinberu heimsókn til Bretlands í gær. Elísabet Bretlandsdrottning segir heimsóknina undirstrika sterk tengsl þjóðanna. Erlent 26.10.2005 19:08
Eldur kviknaði og hjólbarði sprakk í lendingu Rúmlega tvö hundruð og fimmtíu farþegum um borð í vél tælenska flugfélagsins Thai Airways brá heldur betur í brún þegar vélin lenti á flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í morgun. Vélin lenti svo harkalega að einn hjólbarði sprakk og annar búnaður laskaðist, með þeim afleiðingum að eldur kviknaði á nokkrum stöðum í vélinni. Erlent 26.10.2005 19:00
Hafa engin samskipti við dómstólinn Lögmenn Saddams Husseins segjast ekki munu hafa nein samskipti við dómstólinn sem réttar í máli hans þar til réttarhöldunum verður framhaldið í lok nóvember. Þeir vilji nefnilega ekki tefla lífi sínu í hættu en í síðustu viku var lögmaður eins af fyrrverandi samverkamönnum Saddams myrtur eftir að hafa verið rænt af skrifstofu sinni. Erlent 26.10.2005 17:22
Fylkingar súnníta saman í framboð Nú þegar ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt í Írak hafa þrjár stjórnmálafylkingar súnníta tekið höndum saman og ætla að bjóða fram undir sömu merkjum í þingkosningum í landinu í desember. Í tilkynningu frá fylkingunum þremur eru súnnítar hvattir til að taka þátt í kosningunum, en þátttaka þeirra í kosningunum í janúar var afar dræm. Erlent 26.10.2005 13:45
Ná ekki samkomulagi um reykingabann Breska ríkisstjórnin nær ekki að koma sér saman um lög gegn reykingum, sem átti að kynna í gær. Nokkra ráðherra greinir á um hvort bannið eigi að ná til allra opinberra staða eða hvort undanskilja eigi veitingastaði sem ekki selja mat. Erlent 26.10.2005 13:15
Tvö þúsund Bandaríkjamenn fallnir í Írak Tvö þúsund Bandaríkjamenn hafa fallið í Írak síðan innrásin í landið hófst í mars 2003. Erlent 26.10.2005 13:00