Erlent

Gaus fimm sinnum

Eldfjallið Augustine í Alaska gaus að minnsta kosti fimm sinnum í gær. Aflýsa varð flugi og loka skólum vegna gossins og voru um 16.000 íbúar í nágrenni fjallsins varaðir við öskufalli.

Erlent

Svín með græn líffæri

Vísindamenn við ríkisháskóla í Taívan hafa náð að rækta græn svín, sem glóa í myrkri. Þótt fyrst og fremst séu það trýnið og klaufirnar sem eru græn að lit, er kannski enn sérstakara að öll líffærin í svínunum eru græn.

Erlent

Dómari í máli Saddams hættir

Dómstjórinn í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein hyggst láta af embætti sínu og mun greina frá ákvörðun sinni þess efnis næst þegar réttað verður í málinu, 24. janúar.

Erlent

Byrjaði með því að nokkrar töskur hrundu

Farangur hrundi úr rútum á ferð í veg fyrir innganginn að Jamarat-brúnni í Sádi-Arabíu í gær. Nokkrir pílagrímar duttu og ekki þurfti að spyrja að leikslokum. Svona var atburðarásin þegar vel á fjórða hundrað manns fórst á Hajj-hátíðinni nærri hinni heilögu borg Mekka í gær.

Erlent

Íranar æfir vegna viðbragða vesturlanda

Íranar eru æfir vegna áætlana um að vísa kjarnorkuáætlun þeirra fyrir Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld í landinu hóta að hætta öllu samstarfi við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina. Íslendingur sem er yfirmaður þar segir þetta slæm tíðindi, sem þýði að ekki verði hægt að fylgjast með þróun mála í Íran.

Erlent

Minntust átaka við Sovétmenn

Litháar minntust þess í dag að fimmtán ár eru frá umsátrinu um sjónvarpsturninn í Vilníus. Fjórtán manns létust í átökum við sovéska hermenn en þrátt fyrir það er sú stund talin marka endalok sovéskra yfirráða í landinu.

Erlent

Herþyrla skotin niður í Írak

Uppreisnarmenn í Írak skutu niður bandaríska herþyrlu nærri Mosul í norðurhluta landsins í dag. Tveir voru í áhöfn hennar og eru báðir taldir af. Þetta er önnur bandaríska herþyrlan sem er skotin niður á viku, tólf fórust með þyrlu sem var skotin niður síðasta laugardag.

Erlent

Vara við að láta öryggisráðið úrskurða

Það gæti gert illt verra að vísa deilunni vegna kjarnorkuáætlunar Írana til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sagði sendiherra Kína hjá Sameinuðu þjóðunum rétt í þessu. Hann sagðist óttast að slík aðgerð gerði deiluna flóknari og herti deilandi fylkingar í afstöðu sinni.

Erlent

Óttast mikið mannfall vegna fuglaflensu

Óttast er að þúsundir manna látist vegna fuglaflensunnar sem vísindamenn segja ekki spurningu hvort heldur hvenær verði að faraldri. Þjóðir heimsins verða að vera betur undirbúnar þegar og ef fuglaflensan verður að faraldri að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.

Erlent

Hóta að slíta öllu samstarfi

Íranar hafa hótað að hætta samstarfi sínu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina, verði þeir kvaddir fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar sinnar. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna vill fresta refsiaðgerðum en utanríkisráðherrar Evrópusambandsins segja enga aðra leið í stöðunni.

Erlent

Ritstjórn norska blaðsins Magazinet berast morðhótanir

Ritstjórn og blaðamönnum norska dagblaðsins Magazinet hafa borist morðhótanir með tölvupósti hvaðanæva úr heiminum eftir að það birti teikningar af Múhameð spámanni í vikunni. Þessar sömu myndir birtust í danska Jótlandspóstinum á nýliðnu hausti og fengu starfsmenn þar einnig morðhótanir í framhaldinu.

Erlent

Sjálfsmorðsárás í Jenín

Palestínskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp nærri ísraelskum hermönnum þegar þeir voru í handtökuaðgerðunum í bænum Jenín í gær. Sprengjumaðurinn sprengdi sig þegar hermenn ætluðu að handtaka hann sem og aðra palestínumenn sem voru inni í húsi í borginni en þá hljóp hann út og sprengdi sig sem fyrr segir. Talið er að enginn hermaður hafi særst í sprengjuárásinni.

Erlent

350 pílagrímar létust í Mekka

Að minnsta kosti 350 íslamskir pílagrímar létust og um 300 eru taldir hafa slasast þegar þeir hrösuðu um farangur annarra pílagríma og tróðust undir er þeir voru á leið að steinsúlu til að kasta í hana steinum í gær.

Erlent

Vill alþjóðlegt bann við vopnavæðingu í geimnum

Paul Martin, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins vill alþjóðlegt bann við vopnavæðingu í geimnum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum er sögð ósátt við afstöðu Frjálslynda flokksins, sem hefur neitað að verða aðili að geimvarnaráætlun Bandaríkjanna.

Erlent

Olmert ræðir við Bush um stjórnmálaástandið í Ísrael

Ehud Olmert, sitjandi forsætisráðherra Ísraels, ræddi í gær við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í síma um ástand Sharons, undirbúning að kosningum til þings Palestínumanna, sem haldnar verða í lok janúar, og stjórnmálaástandið í Ísrael en kosningar þar í landi fara fram í lok mars.

Erlent

20 manna hópur sérfræðinga skipaður

Þjóðir heimsins verða að vera betur undirbúnar ef fuglaflensan verður að faraldri að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gæti skipt sköpum hvað varðaði heilsufar jarðarbúa.

Erlent

Fá að kjósa blóðsugu

Kjósendur í Minnesotaríki í Bandaríkjunum fá að öllum líkindum tækifæri til að kjósa blóðsugu í embætti ríkisstjóra í kosningum sem fram fara í nóvember næstkomandi. Eða svo má ætla af því hvernig Jonathan Sharkey kynnir sig.

Erlent

Íranar vilja halda viðræðum áfram

Íranar hafa enn áhuga á að semja af alvöru við Evrópusambandið um kjarnorkuáætlun sína, sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftir 40 mínútna langt viðtal við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum nú í kvöld.

Erlent

Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot

Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur.

Erlent

Tilræðismaður við páfa fær frelsi

Tyrkinn sem reyndi að myrða Jóhannes Pál páfa annan fyrir aldarfjórðungi var í dag látinn laus úr fangelsi. Tyrkneskir þjóðernissinnar fögnuðu Mehmet Ali Agca eins og þjóðhetju þegar hann kom út úr fangelsinu.

Erlent