Erlent

20 manna hópur sérfræðinga skipaður

Mynd/Vísir

Þjóðir heimsins verða að vera betur undirbúnar ef fuglaflensan verður að faraldri að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gæti skipt sköpum hvað varðaði heilsufar jarðarbúa. Nú stendur til að koma á sérstökum 20-manna hópi sérfræðinga sem fylgjast munu með þróun veirunnar og smiti víða um heim. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa sérstakar áhyggjur af H5N1-afbrigði veirunnar sem orðið hefur 78 manns að bana í heiminum á undanförnum þremur árum og hefur nú greinst í yfir 30 héröðum í Tyrklandi þar sem þrír hafa látist. Nái veiran að stökkbreytast gæti hún orðið að heimsfaraldri og orðið þúsundum að bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×