Erlent

Fleiri fuglaflensutilfelli greinast í Danmörku

Fuglaflensuveira af H5-stofni hefur greinst í níu öndum sem fundust dauðar á eynni Ærö í Danmörku. Ekki er hefur verið staðfest hvort um H5N1 gerð veirunnar er að ræða, en hún er hættuleg mönnum. Þetta er í annað skipti sem fuglaflensuveira greinist í dauðum fugli í Danmörku, en í fyrra skiptið gerðist það sunnan við Kaupmannahöfn. Danmörk er tuttugasta og fyrsta. Evrópulandið þar sem veiran greinist.

Erlent

Frakkar fokreiðir

Frakkland logar enn eina ferðina í uppþotum. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund manns mótmæltu svokölluðu CPE-frumvarpi víða um landið í gær og hafa enn frekari aðgerðir verið boðaðar á morgun.

Erlent

300 Rúmenar handteknir á Spáni

Spænska lögreglan hefur handtekið tæplega 300 Rúmena í tengslum við röð innbrota, eiturlyfjasölu og vændi. Innanríkisráðherra landsins greindi frá þessu í dag.

Erlent

Fjölskyldan ekki viðstödd jarðarförina

Fjölskylda Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, verður ekki viðstödd jarðarför hans í Serbíu á morgun. Fjölmargir hafa vottað honum virðingu sína í dag en kista Milosevic liggur í Byltingarsafninu í Belgrad.

Erlent

Ekki þvo ykkur með kvikasilfri

Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur, vill koma af stað norrænu fræðsluátaki í Afríku um skaðsemi kvikasilfurs til að koma í veg fyrir að konur í Afríku þvoi húð sína með kvikasilfurssápu til að lýsa húðina.

Erlent

Farið fram á að Taylor verði framseldur

Stjórnvöld í Líberíu hafa formlega farið þess á leit við Nígeríumenn að þeir framselji þeim Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu. Þar með yrði hægt að rétta yfir honum fyrir aðild að stríiðsglæpum í Sierra Leone.

Erlent

Skotbardagi fyrir utan Hæstarétt Spánar

Svo virðist sem til skotbardaga hafi komið fyrir utan Hæstarétt Spánar í Madríd í dag. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið en einn maður mun hafa verið handtekinn vegna málsins.

Erlent

Ekki eitrað fyrir Milosevic

Ekkert bendir til þess að eitrað hafi verið fyrir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem lést í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi um síðustu helgi. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu blóðrannsóknar sem birtar voru í dag.

Erlent

Umfangsmestu aðgerðir frá innrás

Stærstu hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna í Írak, síðan herinn réðst inn í landið árið 2003, hófust í gær. Yfir 50 flugvélar og um 1500 bandarískir hermenn taka þátt í aðgerðunum. Talið er að hermennirnir séu búnir að handtaka um 40 manns.

Erlent

300 handteknir í óeirðum

Til óeirða kom í grennd við Sorbonne-háskólann í miðborg Parísar í gærkvöld. Um þrjú hundruð manns voru handteknir þegar námsmenn mótmæltu nýjum atvinnulögum ríkisstjórnarinnar.

Erlent

Fatah ekki með

Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka ekki þátt í myndun ríkisstjórnar með Hamas-liðum, sem unnu meirihluta á þingi heimastjórnar Palestínumanna í kosningum í janúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan Fatah.

Erlent

Fuglaflensa í Ísrael

Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni hefur greinst í kalkúnahræjum sem fundust á dögunum í Suður-Ísrael. Talsmaður ísraelska landbúnaðarráðuneytisins staðfesti þetta í morgun.

Erlent

FTSE yfir 6000 stig

FTSE, enska hlutabréfavísitalan fór yfir 6000 stig þegar Kauphöllin í Lundúnum opnaði í morgun. Það er í fyrsta sinn í 5 ár.

Erlent

Málverk eftir Van Gogh endurheimt

Lögreglan í Hollandi hefur endurheimt málverk eftir Van Gogh, eitt það síðasta sem hann málaði í Hollandi, en því var stolið fyrir sjö árum. Verkið, sem er óskemmt, var málað árið 1885 og er nú í eigu Van Lanschot-bankans þar í landi. Tveir menn 25 og 33 ára hafa verið handteknir vegna málsins en rannsókn þess stendur þó enn yfir.

Erlent

Bjóða Hamasmönnum til Strassborgar

Evrópuráðið hefur boðið palenstínskum þingmönnum úr röðum Hamas-samtakanna til Strassborgar í þeirri von að koma megi á viðræðum þeirra og ísraelskra þingmanna. Ísraelska utanríkisráðuneytið fordæmir hugmyndir um að bjóða Hamas á fund Evrópuráðsins þar sem þeir segja Hamas ekkert annað en hryðjuverkasamtök. Hamas sigruðu hins vegar í þingkosningum Palestínumanna fyrir skömmu og munu því fá að mynda næstu heimastjórn.

Erlent

Íransstjórn ræðir málefni Íraks

Íranstjórn hefur fallist á beiðni Bandaríkjastjórnar um viðræður um ástand mála í Írak. Yfirmaður Þjóðaröryggisráðs Írans, segir að tilboði um viðræður hafi verið tekið eftir að Aziz al-Hakim, leiðtogi shita í Írak, skoraði á Íranstjórn að hefja viðræður við stjórnvöld í Washington á ný. Engin dagsetning er komin en viðræðunefnd verður skipuð á næstunni. Bréf Bandaríkjamanna hefur verið birt í fjölmiðlum í Íran þar sem fram kemur að menn hafi áhyggjur af meintum tengslum Írana við herskáa hópa í Írak.

Erlent

Sýktur ránfugl finnst í Danmörku

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að fuglaflensuveira af gerðinni H5N1 hafi verið greind í dauðum ránfugli, sem fannst sunnan við Kaupmannahöfn fyrr í vikunni. H5N1 er hættulegasta afbrigði fuglaflensuveirunnar og hafa yfirvöld þar í landi lofað að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Danmörk er 21. Evrópulandið þar sem fuglaflensa greinist.

Erlent

Aðgerðir gegn andspyrnumönnum í Írak

Bandaríkjaher hóf í gær umfangsmestu hernaðaraðgerðir í Írak frá því ráðist var inn í landið árið 2003. Yfir fimmtán hundruð bandarískir hermenn taka þátt í aðgerðunum sem beinast að meintum andspyrnu- og hryðjuverkamönnum nálægt borginni Samarra, um 80 km norður af Bagdad höfuðborg landsins. Talið er að aðgerðirnar muni standa yfir í nokkra daga samkvæmt bandarískum yfirvöldum.

Erlent

Miklar óeirðir í París

Til óeirða kom í miðborg Parísar í gærkvöld. Nokkur hundruð námsmenn köstuðu steinum, flöskum og stólum af nærliggjandi kaffihúsum að lögreglu sem svaraði með því að dreifa táragasi á æstan lýðinn. Þá handtók lögreglan um eitt hundrað og fimmtíu manns. Mótmælin, sem staðið hafa undanfarna daga, beinast gegn nýjum lögum ríkisstjórnarinnar sem fjalla um starfssamninga fólks undir 26 ára aldri

Erlent

Ekki þörf á sýnilegum loftvörnum

Íslendingar þurfa ekki sýnilegar loftvarnir, segir forstöðumaður sænsku friðarrannsókna- stofnunarinnar SIPRI. Íslendingar verði að sætta sig við að engin þjóð muni senda hingað tæki og mannafla í líkingu við þann sem verið hefur í Keflavík.

Erlent

Nýtt mannréttindaráð samþykkt

Nýtt mannréttindaráð Sameinuðu Þjóðanna hefur verið samþykkt og kemur í stað gömlu mannréttindanefndarinnar. Leyfilegt verður að reka aðildarríki úr ráðinu ef þau brjóta mannréttindi.

Erlent

H5N1 í Danmörku

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa staðfest að Músvákur sem fannst dauður í vikunni var smitaður af H5N1 stofni fuglaflensu. Mikill viðbúnaður er nú þar sem hræið fannst.

Erlent

Umfangsmiklar loftárásir á Samarraborg

Bandaríkjaher hóf í dag einhverjar umfangsmestu loftárásir sínar á Írak síðan þeir réðust inn í landið árið 2003. Bandarískra og íraskra hersveitir gera nú loftárásir á felustaði andspyrnumanna í borginni Samarra.

Erlent

Staða Olmerts styrkist

Staða Ehuds Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, hefur styrkst eftir árás hersins á fangelsi Palestínumanna í Jeríkó á þriðjudag þar sem Ahkmed Saadat, leiðtogi herskárrar hreyfingar Palestínumanna, var numinn á brott. Stjórnmálaskýrendur segja ástæðuna vera þá að Ísraelar elski það þegar óvinurinn er niðurlægður

Erlent

Fær ekki að liggja í þinghúsinu

Lík Slobodans Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, (LUM) mun ekki liggja í þinghúsinu í Belgrad, höfuðborg Serbíu, áður en það verður jarðsett. Fjölskylda hans og stuðningsmenn höfðu vonast til þess. Kista hans mun þó standa í safni nálægt þinghúsinu og munu stuðningsmenn hans geta vottað honum virðingu sína með því að ganga fram hjá henni. Milosevic verður jarðsettur í heimabæ sínum Pozarevac í austurhluta Serbíu á laugardag.

Erlent

Hætta við og fara

Repúblikanar í Bandaríkjunum eru hæstánægðir með þá ákvörðun eigenda fjárfestingafélagsins DP World, sem eru frá Dubai, að selja þær hafnir sem þeir eiga í Bandaríkjunum. Þannig minnki hættan á hryðjuverkum í landinu til muna. Þeir segja að ákvörðunin muni styrkja samband landanna tveggja í framtíðinni.

Erlent

Engin lausn komin

Enn þokast ekkert í viðræðum fastafulltrúa í Öryggisráðinu um kjarnorkuáætlanir Írana. Jean Marc de La Sabliere, sendiherra Frakka í ráðinu, sagði í gær nauðsynlegt að Öryggisráðið kæmist fljótlega að niðurstöðu um málið.

Erlent

Jaafari tilbúinn að hætta

Ibrahim Jaafari, forsætisráðherra Íraks, segist reiðubúinn til að stíga af stóli ef komi í ljós að hann hafi ekki stuðning meirihluta Íraka. Þetta sagði hann við setningarathöfn íraska þingsins í morgun.

Erlent

Nægur maís í Malaví

Maísuppskera hefur ekki verið jafngjöful í tíu ár í Malaví en maís er undirstaða í mataræði malavísku þjóðarinnar. Regntímabilið tekur nú senn enda í landinu og hefur rignt vel og lengi og eru Malavíar í sjöunda himni því þurrkatímabil hafa truflað regnið undanfarin ár sem hefur leitt til uppskerubrests. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Erlent