Erlent Myndar líklega ekki ríkisstjórn fyrr en um miðjan maí Romando Prodi, leiðtogi mið- og vinstrimanna á Ítalíu, segist líklega ekki getað myndað nýja ríkisstjórn fyrr en um miðjan maí þegar nýr forseti landsins hefur verið kosinn. Hann hafnar algjörlega tillögu Silvios Berlusconi, forsætisráðherra og leiðtoga hægrimanna, um myndun samsteypustjórnar. Erlent 12.4.2006 12:05 Áframhaldandi árásir í Bagdad Þrír óbreyttir borgarar og einn lögreglumaður létust þegar sprengja sprakk nærri lögreglubíl í norðurhluta Bagdad-borgar í morgun. Þá særðust þrír lögreglumenn til viðbótar og einn vegfarandi. Erlent 12.4.2006 10:15 SAS Braathens býður þrjár milljónir flugmiða á útsölu SAS Braathens hefur gripið til þess ráðs að bjóða þrjár milljónir flugmiða á útsölu um páskana til að lokka aftur til sín viðskiptavini eftir verkfall flugmanna á dögunum. Erlent 12.4.2006 10:00 57 manns féllu í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti fimmtíu og sjö manns féllu þegar tvær sjálfsmorðssprengjuárásir voru gerðar í suðurhluta Pakistans á mánudag. Fjöldi súnnía var saman kominn til bænastundar þegar árásirnar voru gerðar. Þá særðust fjölmargir í árásunum og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Hryðjuverkaárásum hefur fjölgað mikið í Pakistan síðan landið gerðist bandamaður Bandaríkjanna eftir árásirnar á New York og Washington þann 11. september árið 2001. Erlent 12.4.2006 09:15 Prodi hafnar tillögu Berlusconis Romano Prodi, leiðtogi mið- og vinstrimanna á Ítalíu, hafnaði í gær tillögu Silvios Berlusconis, forsætisráðherra og leiðtoga fylkingar hægrimanna, um myndun samsteypustjórnar. Berlusconi hefur neitað að játa sig sigraðan fyrr en atkvæði hafa verið endurtalin en vinstri fylking Prodis hlaut meirihluta í báðum deildum þingsins. Munurinn gæti þó ekki hafa verið minni í efri deildinni Erlent 12.4.2006 08:30 Íranar farnir að auðga úran Íranar eru farnir að auðga úran til framleiðslu á kjarnorkueldsneyti fyrir raforkuver landsins. Forseti landsins staðfesti þetta í sjónvarpsávarpi í gær. Donald Rumsfeld, varnarmálráðherra Bandaríkjanna, sagði Írana vera á rangri leið og leitað yrði allra leiða til að stöðva þá í áætlunum sínum. Erlent 12.4.2006 08:00 Kína gerir tilslakanir gagnvart Bandaríkjunum Kína hefur gert nokkrar viðskiptatilslakanir gagnvart Bandaríkjunum nú skömmu áður en að forseti landsins, Hu Jintao, heimsækir Bandaríkin í næstu viku. Yfirvöld í Peking hafa afnumið innflutningsbann á bandarísku nautakjöti og gert bandarískum fyrirtækjum auðveldara að bjóða í samninga á vegum ríkissins. Erlent 12.4.2006 07:59 Sýkti svanurinn ef til vill á leið til Íslands Svanurinn, sem fannst dauður í Skotlandi á dögunum, og var síðar greindur með fuglaflensuveiru af gerðinni H5N1, var ef til vill á leið til Íslands að sögn Martins Fowlie, hjá breska fuglafræðifélaginu. Frá þessu greinir fréttastofan BBC. Um var að ræða álft en ekki hnúðsvan eins og haldið var fram í fyrstu. Erlent 12.4.2006 07:26 29 manns ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd Tuttugu og níu voru í dag ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd í mars árið 2004. Aðstandendur fórnarlamba árásanna gagnrýna ákærurnar og segja þær hroðvirknislega unnar. Erlent 11.4.2006 20:45 Staðráðnir í halda áfram auðgun úrans Íran hefur nú bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa yfir kjarnorkutækni að ráða og Íranar eru staðráðnir í að halda áfram auðgun úrans. Þetta sagði Íransforseti í dag. Bandaríkjastjórn segir að ef fram fari sem horfi þurfi að ræða næstu skref í kjarnorkudeilunni í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 11.4.2006 20:20 Danska sendiráðið í Damaskus opnar á ný Danska sendiráðið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands hefur verið opnað á ný. Á heimasíðu danska ríkisútvarpsins segir að farið verði í að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi í Sýrlandi sem fyrst. Starfsemi sendiráðsins hefur legið niðri síðan sendiráðinu var lokað í febrúar þegar deilan um múhamesðteikningarnar stóð sem hæst. Erlent 11.4.2006 19:44 Berlusconi vill ríkisstjórn olívubandalags og hægri flokka Romano Prodi lýsti í dag yfir sigri vinstrimanna í þingkosningunum á Ítalíu en Silvio Berlusconi forsætisráðherra fer fram á endurtalningu. Hann leggur einnig til að fylkingarnar tvær sameinist í stórri ríkisstjórn sem allir landsmenn geti sætt sig við. Miðað við fyrstu viðbrögð úr herbúðum Prodis verður að teljast ólíklegt að tillaga Berlusconis verði að veruleika. Erlent 11.4.2006 19:15 Íran í hóp með kjarnorkuvæddum ríkjum Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, tilkynnti í dag að Íran hefði bæst í hóp þeirra þjóða sem hefðu yfir kjarnorkutækni að ráða. Hann sagði Írana staðráðna í að hefja auðgun úrans á sama stigi og þær þjóðir sem nýti sér kjarnorku. Talsmaður Bush Bandaríkjaforseta sagði málið ekki taka rétta stefnu og ef fram haldi sem horfi verið bandarísk yfirvöld að ræða næstu skref við þær þjóðir sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 11.4.2006 18:00 Berlusconi segir engan geta hrósað sigri Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir engan flokk geta hrósað sigri í þingkosningunum sem fóru fram í gær og fyrradag. Hann segist aðeins sætta sig við sigur ólívubandalags Romanos Prodis eftir að búið verði að fara yfir atkvæðaseðla. Erlent 11.4.2006 17:30 Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags, fagnaði í morgun sigri eftir að ljóst var að mið- og vinstriflokkarnir að baki honum hefðu náð meirihluta í eftir og neðri deild ítalska þingsins. Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn þrátt fyrir að talningu atkvæða sé formlega ekki lokið og Silvio Berluscon, forsætisráðherra, og leiðtogi bandalags hægri flokka, hafi ekki játað sig sigraðann. Erlent 11.4.2006 16:30 Olmert tekur formlega við Ríkisstjórn Ísraels hefur formlega bundið enda á forsætisráðherratíð Ariels Sharons og úrskurðað hann varanlega ófæran um að gegna embættinu. Þetta var einróma niðurstaða ráðherra í stjórninni og tekur Ehud Olmert því við embættinu en hann hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sharon fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. Erlent 11.4.2006 16:15 Minnst 40 féllu í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti 40 féllu og fjölmargir særðust þegar öflug sprengja sprakk í garði í hafnarborginni Karachi í Pakistan í dag. Múslimar höfðu safnast þar saman til að fagna fæðingardegi Múhameðs spámanns. Erlent 11.4.2006 16:00 Ráðlagt að sniðganga fundi með Hamas-liðum Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðlagt yfirmönnum hjálparsamtaka á þeirra vegum að sniðganga fundi með stjórnmálaleiðtogum Hamas-samtakanna. Þeir er einnig ráðið frá því að eiga samskipti við forystumenn palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-liðarnir fara fyrir. Erlent 11.4.2006 15:30 29 ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd 29 menn voru í dag ákærðir fyrir aðild að sprengjuárásunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem urðu hátt í 200 manns að bana. Rúmlega 1700 manns særðust í hryðjuverkaárásinni en herskáuum múslimum hefur verið kennt um. Erlent 11.4.2006 15:15 Prodi fagnar sigri talskir stjórnmálamenn eru búnir að vera í sannkallaðri rússíbanaferð í nótt. Eftir að Romano Prodi hafði þegar fagnað sigri í gærkvöldi, missti Ólívubandalag hans meirihlutann í öldungadeildinni. Síðustu atkvæðin utan úr heimi færðu því meirihlutann aftur, en tæpara getur það ekki staðið. Erlent 11.4.2006 14:45 Ítalska lögreglan handtók í morgun yfirmann mafíunnar Ítalska lögreglan handtók í morgun Bernardo Provenzano yfirmann mafíunnar á Sikiley. Hann hafði verið á flótta í meira en fjörutíu ár, en þrátt fyrir ítarlega leit tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Erlent 11.4.2006 10:56 Vill ekki verða forseti Frakklands Dominique du Villepin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann hefði engan áhuga á að verða forseti landsins eins og haldið hefur verið fram. Þá sagðist hann ekki vera fallinn í ónáð hjá Jacques Chirac forseta landsins í kjölfar umdeildrar atvinnulöggjafar stjórnarinnar sem dregin var til baka vegna mikillar óánægju námsmanna og verkalýðsfélaga. Erlent 11.4.2006 09:00 Krefjast úrbóta í málefnum innflytjenda Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælagöngum víða um Bandaríkin í gær og kröfðust úrbóta í málefnum innflytjenda. Mjög skiptar skoðanir eru um hvernig taka skal á þessu máli en talið er að á milli ellefu til þráttán milljónir ólöglegra innflytjenda búi í landinu. Í síðustu viku benti margt til að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði náð samkomulagi um nýja tillögu Erlent 11.4.2006 08:45 Fyrrum forstjóri Enron segist saklaus Jeffrey Skilling, fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, lýsti sig saklausan er hann bar vitni við réttarhöldin í máli sínu og Kenneths Lays, fyrrverandi forstjóra Enron, í Houston í gær. Skilling og Lay eru ákærðir fyrir að hafa leynt raunverulegri fjárhagsstöðu fyrirtækisins fyrir fjárfestum áður en það varð gjaldþrota árið 2001. Skilling sagði í gær að hann myndi berjast fyrir sakleysi sínu til dauðadags. Erlent 11.4.2006 08:15 Prodi fagnar sigri Miðvinstri-fylkingin, undir forystu Romanos Prodis, sigraði í þingkosningunum á Ítalíu sem fram fóru á sunnudag og í gær. Fylkingin fékk til neðri deildarinnar 49,8 prósent atkvæða en hægri fylking Berlusconis forsætisráðherra fékk 49,7 prósent. Munurinn var því einungis 0,07 prósent eða um 25 þúsund. Erlent 11.4.2006 07:54 Pólitísk framtíð forsætisráðherra Frakklands óráðin Jacques Chirac Frakklandsforseti tilkynnti í dag að umdeildar breytingar á atvinnulöggjöf landsins yrðu afnumdar. Pólitísk framtíð Dominique de Villepin, forsætisráðherra, þykir óljós en hann barðist fyrir lögunum með oddi og egg. Erlent 10.4.2006 23:00 Bush vísar fréttum á bug Bush Bandaríkjaforseti vísar alfarið á bug fréttum í fjölmiðlum um nýliðna helgi þess efnis að Bandaríkjamenn ætli að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum í Íran með kjarnorkuvopnum. Hann segir bandarísk stjórnvöld stefna að því að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Teheran. Erlent 10.4.2006 22:45 Má vart á milli sjá Lokaspretturinn í ítölsku þingkosningunum hefur verið hörkuspennandi en svo virðist sem stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra, ætli að halda naumum meirihluta í efri deild þingsins en missa hann naumlega í neðri deild. Fyrr í dag bentu útgönguspár til þess að stjórnin væri fallin og bandalag vinstri flokkana, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði náð meirihluta. Erlent 10.4.2006 22:11 Óvíst hverjir fá meirihluta í ítölsku þingkosningunum Allt stefni í hörkuspennandi lokasprett í ítölsku þingkosningunum en fyrstu tölur benda til þess að stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra, haldi naumum meirihluta í báðum deildum þingsins. Fyrr í dag bentu útgönguspár til þess að stjórnin væri fallin og bandalag vinstri flokkana, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði náð meirihluta. Erlent 10.4.2006 19:58 Chirac skarst í leikinn Jacques Chirac Frakklandsforseti tilkynnti í dag að umdeildar breytingar á atvinnulöggjöf landsins yrðu afnumdar. Pólitísk framtíð Dominique du Villepin forsætisráðherra þykir óljós en hann barðist fyrir lögunum með oddi og egg. Erlent 10.4.2006 19:02 « ‹ ›
Myndar líklega ekki ríkisstjórn fyrr en um miðjan maí Romando Prodi, leiðtogi mið- og vinstrimanna á Ítalíu, segist líklega ekki getað myndað nýja ríkisstjórn fyrr en um miðjan maí þegar nýr forseti landsins hefur verið kosinn. Hann hafnar algjörlega tillögu Silvios Berlusconi, forsætisráðherra og leiðtoga hægrimanna, um myndun samsteypustjórnar. Erlent 12.4.2006 12:05
Áframhaldandi árásir í Bagdad Þrír óbreyttir borgarar og einn lögreglumaður létust þegar sprengja sprakk nærri lögreglubíl í norðurhluta Bagdad-borgar í morgun. Þá særðust þrír lögreglumenn til viðbótar og einn vegfarandi. Erlent 12.4.2006 10:15
SAS Braathens býður þrjár milljónir flugmiða á útsölu SAS Braathens hefur gripið til þess ráðs að bjóða þrjár milljónir flugmiða á útsölu um páskana til að lokka aftur til sín viðskiptavini eftir verkfall flugmanna á dögunum. Erlent 12.4.2006 10:00
57 manns féllu í sjálfsmorðssprengjuárás Að minnsta kosti fimmtíu og sjö manns féllu þegar tvær sjálfsmorðssprengjuárásir voru gerðar í suðurhluta Pakistans á mánudag. Fjöldi súnnía var saman kominn til bænastundar þegar árásirnar voru gerðar. Þá særðust fjölmargir í árásunum og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Hryðjuverkaárásum hefur fjölgað mikið í Pakistan síðan landið gerðist bandamaður Bandaríkjanna eftir árásirnar á New York og Washington þann 11. september árið 2001. Erlent 12.4.2006 09:15
Prodi hafnar tillögu Berlusconis Romano Prodi, leiðtogi mið- og vinstrimanna á Ítalíu, hafnaði í gær tillögu Silvios Berlusconis, forsætisráðherra og leiðtoga fylkingar hægrimanna, um myndun samsteypustjórnar. Berlusconi hefur neitað að játa sig sigraðan fyrr en atkvæði hafa verið endurtalin en vinstri fylking Prodis hlaut meirihluta í báðum deildum þingsins. Munurinn gæti þó ekki hafa verið minni í efri deildinni Erlent 12.4.2006 08:30
Íranar farnir að auðga úran Íranar eru farnir að auðga úran til framleiðslu á kjarnorkueldsneyti fyrir raforkuver landsins. Forseti landsins staðfesti þetta í sjónvarpsávarpi í gær. Donald Rumsfeld, varnarmálráðherra Bandaríkjanna, sagði Írana vera á rangri leið og leitað yrði allra leiða til að stöðva þá í áætlunum sínum. Erlent 12.4.2006 08:00
Kína gerir tilslakanir gagnvart Bandaríkjunum Kína hefur gert nokkrar viðskiptatilslakanir gagnvart Bandaríkjunum nú skömmu áður en að forseti landsins, Hu Jintao, heimsækir Bandaríkin í næstu viku. Yfirvöld í Peking hafa afnumið innflutningsbann á bandarísku nautakjöti og gert bandarískum fyrirtækjum auðveldara að bjóða í samninga á vegum ríkissins. Erlent 12.4.2006 07:59
Sýkti svanurinn ef til vill á leið til Íslands Svanurinn, sem fannst dauður í Skotlandi á dögunum, og var síðar greindur með fuglaflensuveiru af gerðinni H5N1, var ef til vill á leið til Íslands að sögn Martins Fowlie, hjá breska fuglafræðifélaginu. Frá þessu greinir fréttastofan BBC. Um var að ræða álft en ekki hnúðsvan eins og haldið var fram í fyrstu. Erlent 12.4.2006 07:26
29 manns ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd Tuttugu og níu voru í dag ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd í mars árið 2004. Aðstandendur fórnarlamba árásanna gagnrýna ákærurnar og segja þær hroðvirknislega unnar. Erlent 11.4.2006 20:45
Staðráðnir í halda áfram auðgun úrans Íran hefur nú bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa yfir kjarnorkutækni að ráða og Íranar eru staðráðnir í að halda áfram auðgun úrans. Þetta sagði Íransforseti í dag. Bandaríkjastjórn segir að ef fram fari sem horfi þurfi að ræða næstu skref í kjarnorkudeilunni í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 11.4.2006 20:20
Danska sendiráðið í Damaskus opnar á ný Danska sendiráðið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands hefur verið opnað á ný. Á heimasíðu danska ríkisútvarpsins segir að farið verði í að afgreiða umsóknir um dvalarleyfi í Sýrlandi sem fyrst. Starfsemi sendiráðsins hefur legið niðri síðan sendiráðinu var lokað í febrúar þegar deilan um múhamesðteikningarnar stóð sem hæst. Erlent 11.4.2006 19:44
Berlusconi vill ríkisstjórn olívubandalags og hægri flokka Romano Prodi lýsti í dag yfir sigri vinstrimanna í þingkosningunum á Ítalíu en Silvio Berlusconi forsætisráðherra fer fram á endurtalningu. Hann leggur einnig til að fylkingarnar tvær sameinist í stórri ríkisstjórn sem allir landsmenn geti sætt sig við. Miðað við fyrstu viðbrögð úr herbúðum Prodis verður að teljast ólíklegt að tillaga Berlusconis verði að veruleika. Erlent 11.4.2006 19:15
Íran í hóp með kjarnorkuvæddum ríkjum Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, tilkynnti í dag að Íran hefði bæst í hóp þeirra þjóða sem hefðu yfir kjarnorkutækni að ráða. Hann sagði Írana staðráðna í að hefja auðgun úrans á sama stigi og þær þjóðir sem nýti sér kjarnorku. Talsmaður Bush Bandaríkjaforseta sagði málið ekki taka rétta stefnu og ef fram haldi sem horfi verið bandarísk yfirvöld að ræða næstu skref við þær þjóðir sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Erlent 11.4.2006 18:00
Berlusconi segir engan geta hrósað sigri Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi bandalags hægriflokka, segir engan flokk geta hrósað sigri í þingkosningunum sem fóru fram í gær og fyrradag. Hann segist aðeins sætta sig við sigur ólívubandalags Romanos Prodis eftir að búið verði að fara yfir atkvæðaseðla. Erlent 11.4.2006 17:30
Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags, fagnaði í morgun sigri eftir að ljóst var að mið- og vinstriflokkarnir að baki honum hefðu náð meirihluta í eftir og neðri deild ítalska þingsins. Prodi segist ætla að mynda sterka ríkisstjórn þrátt fyrir að talningu atkvæða sé formlega ekki lokið og Silvio Berluscon, forsætisráðherra, og leiðtogi bandalags hægri flokka, hafi ekki játað sig sigraðann. Erlent 11.4.2006 16:30
Olmert tekur formlega við Ríkisstjórn Ísraels hefur formlega bundið enda á forsætisráðherratíð Ariels Sharons og úrskurðað hann varanlega ófæran um að gegna embættinu. Þetta var einróma niðurstaða ráðherra í stjórninni og tekur Ehud Olmert því við embættinu en hann hefur verið starfandi forsætisráðherra frá því Sharon fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs. Erlent 11.4.2006 16:15
Minnst 40 féllu í sprengjuárás í Pakistan Að minnsta kosti 40 féllu og fjölmargir særðust þegar öflug sprengja sprakk í garði í hafnarborginni Karachi í Pakistan í dag. Múslimar höfðu safnast þar saman til að fagna fæðingardegi Múhameðs spámanns. Erlent 11.4.2006 16:00
Ráðlagt að sniðganga fundi með Hamas-liðum Sameinuðu þjóðirnar hafa ráðlagt yfirmönnum hjálparsamtaka á þeirra vegum að sniðganga fundi með stjórnmálaleiðtogum Hamas-samtakanna. Þeir er einnig ráðið frá því að eiga samskipti við forystumenn palestínsku heimastjórnarinnar sem Hamas-liðarnir fara fyrir. Erlent 11.4.2006 15:30
29 ákærðir vegna hryðjuverkanna í Madríd 29 menn voru í dag ákærðir fyrir aðild að sprengjuárásunum í Madríd á Spáni í mars 2004 sem urðu hátt í 200 manns að bana. Rúmlega 1700 manns særðust í hryðjuverkaárásinni en herskáuum múslimum hefur verið kennt um. Erlent 11.4.2006 15:15
Prodi fagnar sigri talskir stjórnmálamenn eru búnir að vera í sannkallaðri rússíbanaferð í nótt. Eftir að Romano Prodi hafði þegar fagnað sigri í gærkvöldi, missti Ólívubandalag hans meirihlutann í öldungadeildinni. Síðustu atkvæðin utan úr heimi færðu því meirihlutann aftur, en tæpara getur það ekki staðið. Erlent 11.4.2006 14:45
Ítalska lögreglan handtók í morgun yfirmann mafíunnar Ítalska lögreglan handtók í morgun Bernardo Provenzano yfirmann mafíunnar á Sikiley. Hann hafði verið á flótta í meira en fjörutíu ár, en þrátt fyrir ítarlega leit tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Erlent 11.4.2006 10:56
Vill ekki verða forseti Frakklands Dominique du Villepin, forsætisráðherra Frakklands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann hefði engan áhuga á að verða forseti landsins eins og haldið hefur verið fram. Þá sagðist hann ekki vera fallinn í ónáð hjá Jacques Chirac forseta landsins í kjölfar umdeildrar atvinnulöggjafar stjórnarinnar sem dregin var til baka vegna mikillar óánægju námsmanna og verkalýðsfélaga. Erlent 11.4.2006 09:00
Krefjast úrbóta í málefnum innflytjenda Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælagöngum víða um Bandaríkin í gær og kröfðust úrbóta í málefnum innflytjenda. Mjög skiptar skoðanir eru um hvernig taka skal á þessu máli en talið er að á milli ellefu til þráttán milljónir ólöglegra innflytjenda búi í landinu. Í síðustu viku benti margt til að öldungadeild Bandaríkjaþings hefði náð samkomulagi um nýja tillögu Erlent 11.4.2006 08:45
Fyrrum forstjóri Enron segist saklaus Jeffrey Skilling, fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron, lýsti sig saklausan er hann bar vitni við réttarhöldin í máli sínu og Kenneths Lays, fyrrverandi forstjóra Enron, í Houston í gær. Skilling og Lay eru ákærðir fyrir að hafa leynt raunverulegri fjárhagsstöðu fyrirtækisins fyrir fjárfestum áður en það varð gjaldþrota árið 2001. Skilling sagði í gær að hann myndi berjast fyrir sakleysi sínu til dauðadags. Erlent 11.4.2006 08:15
Prodi fagnar sigri Miðvinstri-fylkingin, undir forystu Romanos Prodis, sigraði í þingkosningunum á Ítalíu sem fram fóru á sunnudag og í gær. Fylkingin fékk til neðri deildarinnar 49,8 prósent atkvæða en hægri fylking Berlusconis forsætisráðherra fékk 49,7 prósent. Munurinn var því einungis 0,07 prósent eða um 25 þúsund. Erlent 11.4.2006 07:54
Pólitísk framtíð forsætisráðherra Frakklands óráðin Jacques Chirac Frakklandsforseti tilkynnti í dag að umdeildar breytingar á atvinnulöggjöf landsins yrðu afnumdar. Pólitísk framtíð Dominique de Villepin, forsætisráðherra, þykir óljós en hann barðist fyrir lögunum með oddi og egg. Erlent 10.4.2006 23:00
Bush vísar fréttum á bug Bush Bandaríkjaforseti vísar alfarið á bug fréttum í fjölmiðlum um nýliðna helgi þess efnis að Bandaríkjamenn ætli að ráðast gegn hernaðarlegum skotmörkum í Íran með kjarnorkuvopnum. Hann segir bandarísk stjórnvöld stefna að því að semja um lausn á kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Teheran. Erlent 10.4.2006 22:45
Má vart á milli sjá Lokaspretturinn í ítölsku þingkosningunum hefur verið hörkuspennandi en svo virðist sem stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra, ætli að halda naumum meirihluta í efri deild þingsins en missa hann naumlega í neðri deild. Fyrr í dag bentu útgönguspár til þess að stjórnin væri fallin og bandalag vinstri flokkana, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði náð meirihluta. Erlent 10.4.2006 22:11
Óvíst hverjir fá meirihluta í ítölsku þingkosningunum Allt stefni í hörkuspennandi lokasprett í ítölsku þingkosningunum en fyrstu tölur benda til þess að stjórn Silvio Berlusconis, forsætisráðherra, haldi naumum meirihluta í báðum deildum þingsins. Fyrr í dag bentu útgönguspár til þess að stjórnin væri fallin og bandalag vinstri flokkana, með Romano Prodi í broddi fylkingar, hefði náð meirihluta. Erlent 10.4.2006 19:58
Chirac skarst í leikinn Jacques Chirac Frakklandsforseti tilkynnti í dag að umdeildar breytingar á atvinnulöggjöf landsins yrðu afnumdar. Pólitísk framtíð Dominique du Villepin forsætisráðherra þykir óljós en hann barðist fyrir lögunum með oddi og egg. Erlent 10.4.2006 19:02