Erlent

Íraksstríðið dýrara en stríðið í Víetnam

Allt stefnir í að kostnaður Bandaríkjamanna vegna stríðsrekstrarins í Írak verði meiri en við Víetnamstríðið. Samanlögð útgjöld vegna hernáms Afganistans og Íraks nema um 60 þúsund milljörðum króna.

Erlent

Íranar halda sínu striki

Deilan um kjarnorkuáætlun Írana harðnaði enn í dag þegar í ljós kom að þeir hafa hundsað áskoranir alþjóðasamfélagsins um að láta af auðgun úrans. Stjórnvöld í Teheran eru sögð hafa fest kaup á meðaldrægum norðurkóreskum eldflaugum sem geta náð til Evrópulanda.

Erlent

Íranar virtu kröfur Öryggisráðs SÞ að vettugi

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin kynnti Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stundu nýja skýrslu um stöðu mála í kjarnorkudeilunni við Írana. Þar segir að stjórnvöld í Teheran hafi virt kröfur ráðsins að vettugi. Bandaríkjaforseti segist vona að hægt verði að semja um lausn deilunnar.

Erlent

Frakkar vilja tryggja Palestínumönnum fjárstyrk

Frakkar ætla að nota áhrif sín á alþjóðavettvangi til að reyna að fá ríki og stofnanir til að veita Palestínumönnum fjárstyrk á ný. Þetta sagði Jacques Chirac, Frakklandsforseti, fyrir fund sinn með Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í París í dag.

Erlent

Þing Nepals koma saman í fyrsta sinn í 4 ár

Þing Nepals kom saman til fundar í dag í fyrsta sinn í 4 ár. Þingmenn lögðu þá til að samið yrði um varanlegt vopnahlé við uppreisnarmenn Maóista og að boðað yrði til þingkosninga hið fyrsta.

Erlent

Bandaríkjamenn fjölga herstöðvum í A-Evrópu

Á sama tíma og Bandaríkjamenn draga úr varnarviðbúnaði sínum í Vestur-Evrópu fjölga þeir herstöðvum austar í álfunni. Bandaríkin og Búlgaría undirrituðu í dag samning um herstöð þar í landi.

Erlent

Systir fyrrverandi forseta Kólumbíu ráðin af dögum

Systir fyrrverandi forseta Kólumbíu, Cesar Gaviria, var í gær drepin af óþekktum glæpamönnum. Atvikið átti sér stað í um 180 kílómetra fjarlægð frá Bogota höfuðborg landsins. Liliana Gaviria, sem var 52 ára fasteignasali, var á ferð með tveimur lífvörðum sínum þegar ráðist var á þau en annar lífvörður hennar féll einnig í árásinni.

Erlent

Bandaríkjastjórn bindi enda á þjóðarmorð

Bandarískir kvikmyndaleikarinn George Clooney krafðist þess á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórn Bandaríkjanna gerði allt sem hún gæti til að binda endi á þjóðarmorðin í Darfur-héraði í Súdan. Þá sagði Clooney almenning einnig geta lagt sitt af mörkum.

Erlent

Öryggisráð verði að vera tilbúið til aðgerða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Búlgaríu í gær að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna yrði að vera reiðubúið að grípa til aðgerða gegn Íran ef stjórnvöld í Teheran yrðu ekki við kröfum aðþjóðasamfélagsins í tengslum við kjarnorkuáætlanir sínar.

Erlent

Lögreglumaður skotinn í Cleveland

Maður var skotinn til bana á flugvelli í Cleveland í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn náði byssu eins lögreglumanns þegar til átaka koma á milli hans og tveggja lögregluþjóna og skaut annan þeirra tvisvar sinnum í brjóstið. Þá kom þriðji lögreglumaðurinn og skaut manninn til bana.

Erlent

Ákærð fyrir að hafa orðið nýfæddum börnum sínum að bana

Réttarhöld hófust í Frankfurt í Þýskalandi í dag yfir konu sem er grunuð um að hafa orðið átta nýfæddum börnum sínum að bana. Líkamsleifar ungbarnanna fundust síðasta sumar. Málið hefur vakið mikinn óhug í Þýskalandi og er þess krafist að barnaverndarlög verði hert.

Erlent

Öryggisráðið þarf að grípa til aðgerða

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ólíklegt að Íranar hætti auðgun úrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi því að grípa til aðgerða til að viðhalda trúverðugleika sínum.

Erlent

Stjórnarsáttmáli í höfn

Ný ríkisstjórn í Ísrael er handan við hornið eftir að Kadima-flokkurinn og Verkamannaflokkurinn náðu samkomulagi um stjórnarsamstarf. Flokkarnir hafa ekki hreinan meirihluta og þurfa því að reiða sig á stuðning nokkurra smáflokka.

Erlent

Ráðherrar í ólgusjó

Framhjáhöld og embættisafglöp eru á meðal þess sem þrír ráðherrar í ríkisstjórn Tony Blairs þurfa að svara fyrir þessa dagana. Hneykslið kemur sér verulega illa fyrir Verkamannaflokkinn, því sveitarstjórnakosningar eru á næsta leyti í Bretlandi.

Erlent

Íranar svara af fullum krafti, verði ráðist á landið

Íranar munu svara af fullum krafti, verði ráðist á landið. Þetta sagði æðsti klerkur landsins í gær. Utanríkisráðherra Bretlands, segir ekki koma til greina að ráðast á Írana vegna kjarnorkuáætlana þeirra en Bush Bandaríkjaforseti útilokar þó ekkert í þeim efnum. .

Erlent

Samkomulag um nýja ríkisstjórn í Ísrael

Kadima-flokkurinn og Verkamannaflokkurinn hafa náð samkomulagi um myndun ríkisstjórnar í Ísrael en þingkosningar voru haldnar í landinu 28. mars síðastliðinn. Stjórnarsáttmálinn verður undirritaður síðar í dag. Ehud Olmert verður að líkindum forsætisráðherra nýju stjórnarinnar.

Erlent

Skráðu fingraför nemenda

Persónuvernd í Noregi hefur krafið framhaldsskóla í Osló skýringa á því að skólinn hafi sett upp fingrafaralesara þar sem nemendur þurftu að skrá sig inn og út úr skólanum. Skólayfirvöld segja það hafa aukið ábyrgðartilfinningu nemenda að fylgst væri með viðveru þeirra í skólanum með þessum hætti.

Erlent

Varaforseti Íraks hvetur Bandaríkjamenn til frekari baráttu

Bandarískir hermenn felldu tólf uppreisnarmenn þegar þeir réðust inn í hús í nágrenni Baghdad, höfuðborgar Íraks í gær. Nýr varaforseti Íraks, Tariq al-Hashimi, hvatti Bandaríkjamenn til að beita frekara valdi til að binda endi á ofbeldisverk uppreisnarmanna.

Erlent

Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi minntist Chernobyl

Um tíu þúsund stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar komu saman í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í gær til að minnast fórnarlamba Tsjernóbyl slyssins sem varð í kjarnorkuveri í Úkraínu fyrir 20 árum. Milinkevich, fyrrum forsetaframbjóðandi, segir stjórnina hrædda við andstæðinga sína, sem hafi birst í upprætingu mótmæla og lokun á aðaltorgi MInsk.

Erlent

Systir varaforseta Íraks myrt

Systir hins nýja varaforseta Íraks, Tariq al-Hashimi, var myrt af óþekktum aðilum sem óku hjá er hún yfirgaf heimili sitt í morgun. Lífvörður hennar lést einnig í árásinni. Þá var bróðir hans skotinn til bana í bíl sínum í Sjíahverfi í austurhluta Bagdad fyrr í mánuðinum en fjölskylda hans eru Súnníar.

Erlent

Auknar bætur til fórnarlamba Chernobyl

Viktor Jútsjenkó, forseti Úkraínu, minntist í gær fórnarlamba kjarnorkuslyssins og bauð fjölskyldum þeirra auknar bætur. Hversu miklar þær verða, sagði hann þó ekkert um. Minningarathöfnin var haldin nærri kjarnakljúfnum sem slysið varð í og hefur 26. apríl verið yfirlýstur sorgardagur í Úkraínu.

Erlent

Kaupmannahafnarháskóli yfirgefur miðbæinn

Kaupmannahafnarháskóli hefur tilkynnt að skólinn muni nú yfirgefa sögufrægar og friðaðar byggingar skólans í miðborg Kaupmannahafnar, þar sem lögfræði, guðfræði og fleiri greinar hafa verið kenndar í 525 ár.

Erlent

Snow næsti talsmaður Hvíta hússins

Tony Snow, fréttamaður á Fox-sjónvarpsstöðinni bandarísku, verður næsti talsmaður Hvíta hússins. Hann tekur við starfi Scotts McClellan sem í síðustu viku var látinn taka pokann sinn.

Erlent

Varar við innrás í Íran

Ali Khamenei erkiklerkur í Íran varaði Bandaríkjamenn við að ráðast inn í landið í ræðu sem hann flutti á þingi íranskra verkamanna í dag.

Erlent

Fangaflugið var umfangsmikið og kerfisbundið

Sérkennilegar leiðir fangaflugvéla bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá einni borg til annarrar voru á meðal þess sem vakti grunsemdir rannsóknarnefndar Evrópuþingsins. Nefndin skilaði bráðabirgðaskýrslu sinni í dag þar sem því er haldið fram að CIA hafi flogið rúmlega þúsund sinnum í gegnum lofthelgi ESB síðan 2001 án þess að gera grein fyrir ferðum sínum.

Erlent

Tugþúsundir á flótta

Tugþúsundir Srí-Lankamanna eru á flótta eftir að stjórnarherinn hóf loftárásir á svæði Tamíltígranna svonefndu. Vopnahléið sem verið hefur í gildi á þessari stríðshrjáðu eyju virðist þar með vera farið út um þúfur.

Erlent

Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hefja viðræður

Ráðamenn í Indlandi og Pakistan hafa ákveðið að hefja viðræður um hvernig megi tryggja að ekki komi til kjarnorkustríðs milli landanna fyrir slysni eða misskilning. Beggja vegna landamæranna ríkir almenn bjartsýni vegna viðræðnanna og telja ráðamenn þær vera skref í rétta átt í samskiptum Indlands og Pakistans.

Erlent