Erlent Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." Erlent 21.5.2006 17:34 Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. Erlent 21.5.2006 12:29 Svartfellingar kjósa um aðskilnað frá Serbíu Svartfellingar kjósa í dag um aðskilnað frá Serbíu. Mjótt er á mununum, samkvæmt skoðanakönnunum. Erlent 21.5.2006 11:01 Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Mikill fögnuður var í Finnlandi, en þar í landi eru menn vanari því að fá ekkert stig heldur en tólf. Erlent 21.5.2006 10:55 Ný stjórn tekur við í sprengjuregni Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad. Erlent 21.5.2006 10:19 Áttræðar konur grunaðar um að myrða heimilislausa Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið tvær konur á áttræðisaldri sem eru grunaðar um að hafa myrt heimilislausa menn. Þær höfðu krafist þess að fá greiddar út milljónir bandaríkjadala vegna líftrygginga sem þær höfðu keypt fyrir þá. Erlent 20.5.2006 19:30 Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. Erlent 20.5.2006 18:45 Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár. Erlent 20.5.2006 12:00 Hælisleitendur í mótmælasvelti Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku. Erlent 20.5.2006 11:30 Ráðherraskipan í Írak samþykkt Íraska þingið samþykkti í morgun skipan nýrrar þjóðstjórnar í landinu. Vonir eru bundnar við að henni takist að lægja öldurnar þar. Ofbeldisverkum virðist heldur ekki ætla að fækka en minnst nítján féllu og fimmtíu og átta særðust í sprengjuárás í Bagdad í morgun. Erlent 20.5.2006 10:30 Mikil spenna í Palenstínu Mikil spenna er í Palestínu eftir skotbardaga milli andstæðra fylkinga á Gaza landræmunni í morgun. Þetta er martröð flestra Palestínumanna á herteknu svæðunum. Skotbardagar milli andstæðra fylkinga, Fatah hreyfingarinnar og Hamas. Fatah hefur verið ráðandi meðal Palestínumanna alla tíð þangað til Hamas náði óvænt meirihluta á palestínska þinginu í kosningum fyrr á þessu ári. Erlent 19.5.2006 21:30 Ráðherralisti Íraks kynntur á morgun Leiðtogar fylkinga í Írak hafa komist að samkomulagi um nýja ríkisstjórn. Ráðherralistinn verður birtur á morgun.Þó leiðtogarnir hafi komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu hefur ekki tekist að manna stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins. Verðandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al Maliki, sagði í dag að hann muni halda áfram með að kynna og fá samþykki Íraksþings fyrir ríkisstjórn sína Erlent 19.5.2006 21:04 Átak gegn barnaníðingum á netinu Átak er hafið til að koma í veg fyrir að eldri menn nái í börn á netinu eins og algengt er. Microsoft á Íslandi hefur tekið höndum saman við félagið SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni, til að berjast gegn vandamálinu. Erlent 19.5.2006 19:30 Átök milli fanga og fangavarða í Guantanamo-búðunum Til átaka kom milli fanga og fangavarða í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í gær. Fram kemur á fréttavef BBC að fangaverðir voru að reyna að koma í veg fyrir að einn fanginn svipti sig lífi þegar aðrir fangar réðust á þá með vopnum útbúnum úr viftum og öðru tiltæku. Erlent 19.5.2006 17:17 Mannskætt umferðarslys í Tyrklandi Minnst fjörutíu létu lífið og sjö særðust þegar vöruflutningabíll sem var að flytja ólöglega innflytjendur frá Afganistan og Bangladess skall aftan á kyrrstæðan flutningabíl í bænum Osmaniye í Tyrklandi í dag. Svo virðist sem fólkið hafi kastast út úr bílnum og á götuna þegar áreksturinn varð með þessum hörmulegu afleiðingum. Erlent 19.5.2006 16:15 Hörð átök við öryggismúr Ísraela í Bilin Palestínskur mótmælandi slasaðist alvarlega þegar öryggismúr Ísraela á Vesturbakkanum var mótmælt í dag. Mótmælin fór fram í Bilin nálægt borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Mótmælendur köstuðu grjóti að ísraelskum hermönnum sem svöruðu með táragasi og skutu gúmmíkúlum á mótmælendur til að stöðva aðgerðir þeirra Erlent 19.5.2006 16:00 Þýskir læknar krefjast betri kjara og vinnuaðstæðna Fjölmargir ævareiðir læknar lögðu niður vinnu víðsvegar um Þýskaland í dag, í þriðja sinn á fimm mánuðum til að krefjast betri launa og umbóta á vinnuaðstöðu sinni. Erlent 19.5.2006 15:00 Landamærastöð opnuð aftur eftir skotárás Landamærastöðin þar sem mexíkóska borgin Tijuana og San Diego í Bandaríkjunum liggja saman var opnuð aftur í dag eftir að landamæraverðir skutu til bana ökumann sem var á leið til Mexíkó síðdegis í gær. Erlent 19.5.2006 14:45 Háttsettur Hamas-liði gripinn með mikla fjármuni Háttsettur fulltrúi í Hamas-samtökunum, sem stýra heimastjórn Palestínumanna, var gripinn við landamærin inn í Rafah-borg á Gaza-ströndinni frá Egyptalandi, með um sex hundruð þúsund evrur í beinhörðum peningum á sér. Erlent 19.5.2006 13:15 Ætlar að vera áfram við fjallsrætur Merapi Á meðan mörg þúsund íbúar á indónesísku eyjunni Jövu flýja eldfjallið Merapi sem nú er að gjósa er einn áttræður maður sannfærður um að það sé óhætt að halda áfram til við fjallræturnar þar sem hann á heima. Erlent 19.5.2006 10:45 Guantanamofangelsi og leynifangelsum beri að loka Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum segir Guantanamo-fangelsið á Kúbu brjóta gegn alþjóðalögum og því beri að loka. Einnig beri Bandaríkjastjórn að loka leynifangelsum annars staðar í heiminum. Erlent 19.5.2006 10:02 Fujimori látinn laus úr fangelsi Hæstiréttur í Chile lét í gær Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Hann á yfir höfði sér ákærur um spillingu og mannréttindabrot í heimalandinu og gera stjórnvöld þar þá kröfu að hann verði framseldur. Dómstólar í Chile eiga eftir að taka afstöðu til þess. Erlent 19.5.2006 09:15 Landamæragirðing gagnrýnd Sú ákvörðun Bandaríkjaþings, að reisa 600 km langa girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna, var gagnrýnd harðlega á fundi utanríkisráðherra landa í Mið-Ameríku í gærkvöld. Erlent 19.5.2006 09:00 23 létust í Kína af völdum fellibylsins Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar fellibylurinn Chanchu gekk yfir suðurhluta Kína í gær. Talið er að tala látinna eigi þó eftir að hækka nokkuð því fjölmargra er saknað, þar á meðal tæplega þrjátíu víetnamskra sjómanna sem voru á veiðum á kínverskum vötnum. Erlent 19.5.2006 08:30 Skotbardagar í Gaza-borg Skotbardagar brutust út í Gaza-borg í nótt á milli nýskipaðrar öryggissveitar Hamas-samtaka Palestínumanna og lögreglumanna hliðhollir Fatah-hreyfingunni. Erlent 19.5.2006 08:07 Stúdentaóeirðir í Chile Háskólastúdentar í Chile mótmæltu í dag háum fargjöldum í almenningsfarartæki í höfuðborginni Santiago. Lögregla sprautaði vatni til að dreifa mótmælendunum þegar sló í brýnu milli unga fólksins og lögreglumanna. Stúdentarnir hópuðust þó fljótt saman aftur og veittust aftur að lögreglu. Erlent 18.5.2006 22:23 Misjöfn viðbrögð við Da Vinci víða um heim Bækur voru brenndar í Moskvu í dag þegar kvikmyndin um um Da Vinci lykilinn var frumsýnd þar. Biskuparáðstefna kaþólsku kirkjunnar í Indlandi lagðist hins vegar gegn því að myndin yrði bönnuð. Erlent 18.5.2006 22:19 Bausch & Lomb innkallar linsuvökvann Framleiðendur Renu MoistureLoc, mest selda linsuvökva á Íslandi, og í heiminum öllum, hafa ákveðið að stöðva dreifingu hans og innkalla útistandandi birgðir. Óttast er að hann geti undir ákveðnum kringumstæðum valdið hornhimnubólgu sem aftur getur leitt til blindu. Erlent 18.5.2006 19:00 Fuglaflensa greinist í alifuglum í Danmörku Alifuglar hafa greinst með H5 afbrigði fuglaflensu í Danmörku. Sjúkdómurinn greindist í fuglum á búi í Hudslev rétt hjá Kerteminde á Fjóni. Fuglar á búinu hafa verið aflífaðir og lögregla er að setja upp eftirlit á tíu kílómetra svæði í kringum búið. Erlent 18.5.2006 14:36 Völd konungs skert Völd Gyanendra konungs í Nepal skerðast töluvert samkvæmt nýrri ályktun sem þing landsins samþykkti í morgun. Erlent 18.5.2006 13:30 « ‹ ›
Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." Erlent 21.5.2006 17:34
Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. Erlent 21.5.2006 12:29
Svartfellingar kjósa um aðskilnað frá Serbíu Svartfellingar kjósa í dag um aðskilnað frá Serbíu. Mjótt er á mununum, samkvæmt skoðanakönnunum. Erlent 21.5.2006 11:01
Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Mikill fögnuður var í Finnlandi, en þar í landi eru menn vanari því að fá ekkert stig heldur en tólf. Erlent 21.5.2006 10:55
Ný stjórn tekur við í sprengjuregni Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad. Erlent 21.5.2006 10:19
Áttræðar konur grunaðar um að myrða heimilislausa Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið tvær konur á áttræðisaldri sem eru grunaðar um að hafa myrt heimilislausa menn. Þær höfðu krafist þess að fá greiddar út milljónir bandaríkjadala vegna líftrygginga sem þær höfðu keypt fyrir þá. Erlent 20.5.2006 19:30
Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. Erlent 20.5.2006 18:45
Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár. Erlent 20.5.2006 12:00
Hælisleitendur í mótmælasvelti Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku. Erlent 20.5.2006 11:30
Ráðherraskipan í Írak samþykkt Íraska þingið samþykkti í morgun skipan nýrrar þjóðstjórnar í landinu. Vonir eru bundnar við að henni takist að lægja öldurnar þar. Ofbeldisverkum virðist heldur ekki ætla að fækka en minnst nítján féllu og fimmtíu og átta særðust í sprengjuárás í Bagdad í morgun. Erlent 20.5.2006 10:30
Mikil spenna í Palenstínu Mikil spenna er í Palestínu eftir skotbardaga milli andstæðra fylkinga á Gaza landræmunni í morgun. Þetta er martröð flestra Palestínumanna á herteknu svæðunum. Skotbardagar milli andstæðra fylkinga, Fatah hreyfingarinnar og Hamas. Fatah hefur verið ráðandi meðal Palestínumanna alla tíð þangað til Hamas náði óvænt meirihluta á palestínska þinginu í kosningum fyrr á þessu ári. Erlent 19.5.2006 21:30
Ráðherralisti Íraks kynntur á morgun Leiðtogar fylkinga í Írak hafa komist að samkomulagi um nýja ríkisstjórn. Ráðherralistinn verður birtur á morgun.Þó leiðtogarnir hafi komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu hefur ekki tekist að manna stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins. Verðandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al Maliki, sagði í dag að hann muni halda áfram með að kynna og fá samþykki Íraksþings fyrir ríkisstjórn sína Erlent 19.5.2006 21:04
Átak gegn barnaníðingum á netinu Átak er hafið til að koma í veg fyrir að eldri menn nái í börn á netinu eins og algengt er. Microsoft á Íslandi hefur tekið höndum saman við félagið SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni, til að berjast gegn vandamálinu. Erlent 19.5.2006 19:30
Átök milli fanga og fangavarða í Guantanamo-búðunum Til átaka kom milli fanga og fangavarða í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í gær. Fram kemur á fréttavef BBC að fangaverðir voru að reyna að koma í veg fyrir að einn fanginn svipti sig lífi þegar aðrir fangar réðust á þá með vopnum útbúnum úr viftum og öðru tiltæku. Erlent 19.5.2006 17:17
Mannskætt umferðarslys í Tyrklandi Minnst fjörutíu létu lífið og sjö særðust þegar vöruflutningabíll sem var að flytja ólöglega innflytjendur frá Afganistan og Bangladess skall aftan á kyrrstæðan flutningabíl í bænum Osmaniye í Tyrklandi í dag. Svo virðist sem fólkið hafi kastast út úr bílnum og á götuna þegar áreksturinn varð með þessum hörmulegu afleiðingum. Erlent 19.5.2006 16:15
Hörð átök við öryggismúr Ísraela í Bilin Palestínskur mótmælandi slasaðist alvarlega þegar öryggismúr Ísraela á Vesturbakkanum var mótmælt í dag. Mótmælin fór fram í Bilin nálægt borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Mótmælendur köstuðu grjóti að ísraelskum hermönnum sem svöruðu með táragasi og skutu gúmmíkúlum á mótmælendur til að stöðva aðgerðir þeirra Erlent 19.5.2006 16:00
Þýskir læknar krefjast betri kjara og vinnuaðstæðna Fjölmargir ævareiðir læknar lögðu niður vinnu víðsvegar um Þýskaland í dag, í þriðja sinn á fimm mánuðum til að krefjast betri launa og umbóta á vinnuaðstöðu sinni. Erlent 19.5.2006 15:00
Landamærastöð opnuð aftur eftir skotárás Landamærastöðin þar sem mexíkóska borgin Tijuana og San Diego í Bandaríkjunum liggja saman var opnuð aftur í dag eftir að landamæraverðir skutu til bana ökumann sem var á leið til Mexíkó síðdegis í gær. Erlent 19.5.2006 14:45
Háttsettur Hamas-liði gripinn með mikla fjármuni Háttsettur fulltrúi í Hamas-samtökunum, sem stýra heimastjórn Palestínumanna, var gripinn við landamærin inn í Rafah-borg á Gaza-ströndinni frá Egyptalandi, með um sex hundruð þúsund evrur í beinhörðum peningum á sér. Erlent 19.5.2006 13:15
Ætlar að vera áfram við fjallsrætur Merapi Á meðan mörg þúsund íbúar á indónesísku eyjunni Jövu flýja eldfjallið Merapi sem nú er að gjósa er einn áttræður maður sannfærður um að það sé óhætt að halda áfram til við fjallræturnar þar sem hann á heima. Erlent 19.5.2006 10:45
Guantanamofangelsi og leynifangelsum beri að loka Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum segir Guantanamo-fangelsið á Kúbu brjóta gegn alþjóðalögum og því beri að loka. Einnig beri Bandaríkjastjórn að loka leynifangelsum annars staðar í heiminum. Erlent 19.5.2006 10:02
Fujimori látinn laus úr fangelsi Hæstiréttur í Chile lét í gær Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, lausan úr fangelsi gegn tryggingu. Hann á yfir höfði sér ákærur um spillingu og mannréttindabrot í heimalandinu og gera stjórnvöld þar þá kröfu að hann verði framseldur. Dómstólar í Chile eiga eftir að taka afstöðu til þess. Erlent 19.5.2006 09:15
Landamæragirðing gagnrýnd Sú ákvörðun Bandaríkjaþings, að reisa 600 km langa girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna, var gagnrýnd harðlega á fundi utanríkisráðherra landa í Mið-Ameríku í gærkvöld. Erlent 19.5.2006 09:00
23 létust í Kína af völdum fellibylsins Að minnsta kosti tuttugu og þrír létust þegar fellibylurinn Chanchu gekk yfir suðurhluta Kína í gær. Talið er að tala látinna eigi þó eftir að hækka nokkuð því fjölmargra er saknað, þar á meðal tæplega þrjátíu víetnamskra sjómanna sem voru á veiðum á kínverskum vötnum. Erlent 19.5.2006 08:30
Skotbardagar í Gaza-borg Skotbardagar brutust út í Gaza-borg í nótt á milli nýskipaðrar öryggissveitar Hamas-samtaka Palestínumanna og lögreglumanna hliðhollir Fatah-hreyfingunni. Erlent 19.5.2006 08:07
Stúdentaóeirðir í Chile Háskólastúdentar í Chile mótmæltu í dag háum fargjöldum í almenningsfarartæki í höfuðborginni Santiago. Lögregla sprautaði vatni til að dreifa mótmælendunum þegar sló í brýnu milli unga fólksins og lögreglumanna. Stúdentarnir hópuðust þó fljótt saman aftur og veittust aftur að lögreglu. Erlent 18.5.2006 22:23
Misjöfn viðbrögð við Da Vinci víða um heim Bækur voru brenndar í Moskvu í dag þegar kvikmyndin um um Da Vinci lykilinn var frumsýnd þar. Biskuparáðstefna kaþólsku kirkjunnar í Indlandi lagðist hins vegar gegn því að myndin yrði bönnuð. Erlent 18.5.2006 22:19
Bausch & Lomb innkallar linsuvökvann Framleiðendur Renu MoistureLoc, mest selda linsuvökva á Íslandi, og í heiminum öllum, hafa ákveðið að stöðva dreifingu hans og innkalla útistandandi birgðir. Óttast er að hann geti undir ákveðnum kringumstæðum valdið hornhimnubólgu sem aftur getur leitt til blindu. Erlent 18.5.2006 19:00
Fuglaflensa greinist í alifuglum í Danmörku Alifuglar hafa greinst með H5 afbrigði fuglaflensu í Danmörku. Sjúkdómurinn greindist í fuglum á búi í Hudslev rétt hjá Kerteminde á Fjóni. Fuglar á búinu hafa verið aflífaðir og lögregla er að setja upp eftirlit á tíu kílómetra svæði í kringum búið. Erlent 18.5.2006 14:36
Völd konungs skert Völd Gyanendra konungs í Nepal skerðast töluvert samkvæmt nýrri ályktun sem þing landsins samþykkti í morgun. Erlent 18.5.2006 13:30