Erlent

Landamæragirðing gagnrýnd

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær. MYND/AP

Sú ákvörðun Bandaríkjaþings, að reisa 600 km langa girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna, var gagnrýnd harðlega á fundi utanríkisráðherra landa í Mið-Ameríku í gærkvöld.

Ráðherrar Mexíkó, Guatemala, Hondúras, Níkaragúa og Kosta Ríka komu saman í Mexíkóborg til að ræða stöðuna en þeir segja ákvörðun Bandaríkjaþings, sem samþykkt var í fyrradag, enga lausn á straumi ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna.

Forseti Mexíkó, Vicente Fox, lýsti líka óánægju sinni með ákvörðunina í gær og sagði að barist verði af fullu afli fyrir réttindum íbúa ríkja Mið-Ameríku. Talið er að 12 milljón ólöglegra innflytjenda sé nú í Bandaríkjunum, þar af helmingur þeirra frá Mexíkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×