Erlent Ekki kynþáttahatur að gefa svínasúpu Franskur dómstóll ákvað í dag að samtök sem hafa tengsl við öfgahægriöfl megi halda áfram að bjóða heimilislausum svínasúpu. Lögregla hafði kært samtökin fyrir kynþáttahatur í fæðuvalinu, þar sem bæði múslimar og gyðingar neiti sér um svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Erlent 2.1.2007 20:30 Maliki vill ekki sitja annað kjörtímabil Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hefur ekki áhuga á að sitja annað kjörtímabil og óskar þess jafnvel að þurfa ekki að sitja út núverandi kjörtímabil. Hann segist einungis hafa tekið að sér embættið því hann hafi talið að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar. Þetta segir hann í viðtali við blaðið Wall Street Journal, sem birtist í dag. Erlent 2.1.2007 20:11 Stórhuga Ban Ki-moon Ban Ki-moon, nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ætlar að byggja upp traust á samtökin. Hann ætlar einnig að beina sérstakri athygli að krefjandi verkefnum í Miðausturlöndum og Darfur auk þess sem hann ætlar að efna þúsaldarmarkmið S.þ. um að helminga fátækt fyrir árið 2015. Ban mætti í fyrsta skipti í nýju vinnuna í dag. Erlent 2.1.2007 19:15 Margmenni við útförina Útför Geralds Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var haldin Washington í dag en hann andaðist á öðrum degi jóla, 93 ára að aldri. Erlent 2.1.2007 19:00 Aftökunni var næstum frestað Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. Erlent 2.1.2007 18:45 Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Í morgun var sagt að flakið og 12 eftirlifendur væru fundnir en svo var ekki. Rangar upplýsingar frá þorpshöfðinga á Súlavesíu-eyju hafi ratað í fjölmiðla. Erlent 2.1.2007 18:38 Uppreisnarmennirnir segjast munu snúa aftur Sómalsku uppreisnarmennirnir í Íslamska dómstólaráðinu hótuðu síðdegis að þeir myndu snúa aftur og halda áfram baráttunni við stjórnarherinn. Uppreisnarmennirnir þverneita að þiggja boð stjórnarinnar um uppgjöf saka í skiptum fyrir að uppreisnarmennirnir skili vopnum sínum. Erlent 2.1.2007 18:07 Fjórir forsetar minntust Fords George Bush, forseti Bandaríkjanna, og þrír fyrrverandi forsetar, George Bush eldri, Bill Clinton og Jimmy Carter, fylgdu Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna til grafar í Washington í dag. Núverandi forseti minntist Fords sem mannsins sem tókst að endurreisa trú Bandaríkjamanna á lýðræði í landinu eftir Watergate-hneykslið. Erlent 2.1.2007 17:51 Vill alþjóðlegt bann við dauðarefsingum Erlent 2.1.2007 16:52 Danir þyngdust um 7000 tonn um jólin Prófessor við danska landbúnaðarháskólann hefur reiknað út að Danir hafi þyngst um samtals sjöþúsund tonn um hátíðarnar. Það er 1,8 kíló á mann. Arne Astrup segir að það sé mikið borðað þessa daga og að gangan í kringum jólatréð dugi ekki til þess að halda þyngdinni í skefjum. Erlent 2.1.2007 16:21 Giuliani ætlar að safna sjö milljörðum Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, ætlar að safna eitthundrað milljónum dollara eða rúmlega sjö milljörðum króna í kosningasjóð sinn fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta, meðal annars, kemur fram í 140 blaðsíðna kosningaáætlun sem blaðið New York Daily News komst yfir, með einhverjum hætti. Erlent 2.1.2007 16:01 Ekkert spurst til flugvélar Erlent 2.1.2007 15:22 Reykingar bannaðar í dönsku járnbrautarlestunum Reykingar í dönsku járnbrautarlestunum verða bannaðar frá og með næstkomandi sunnudegi þegar ný ferðaáætlun tekur gildi. Erlent 2.1.2007 15:15 Mengunarkvóti fyrir embættismenn Norðmenn ætla að kaupa mengunarkvóta fyrir embættismenn sem ferðast með flugvélum, í opinberum erindagjörðum. Útblástur flugvéla er sá út blástur gróðurhúsalofttegunda sem vex hvað hraðast, og eru ódýr fargjöld lággjaldaflugfélaga helsti þátturinn í því. Erlent 2.1.2007 14:57 Teddy Kollek látinn Teddy Kollek, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, er látinn, 95 ára að aldri. Kollek var með litríkari ísraelskum stjórnmálamönnum og óþreytandi baráttumaður fyrir friðsamlegri sambúð Ísraela og Palestínumanna. Hann var fimm sinnum kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi því embætti í tuttugu og átta ár. Erlent 2.1.2007 14:34 Sér fyrir endann á snjóleysi í Austurríki Skíðaiðkendur í Austurríki taka líklegast gleði sína á ný þegar líður á vikuna enda er búist við að langvarandi hitaskeiði ljúki þá og það fari að snjóa í landinu. Erlent 2.1.2007 14:20 Gæsluvarðhald vegna morða á vændiskonum Erlent 2.1.2007 14:16 Hefndu sín á bæjardólginum Um 400 íbúar smábæjar á Spáni hefndu sín á bæjardólginum um hátíðarnar, með því að brenna allar eigur hans. Javier Bernui hafði búið í Villaconejos í sjö ár og íbúarnir voru orðnir þreyttir á yfirgangi hans. Hann fór oft um vopnaður hnífi eða byssu, hrinti frá sér fólki á börum og í verslunum og tók það sem honum sýndist, án þess að borga. Erlent 2.1.2007 14:07 Sátu föst í lyftu á gamlárskvöld Gamlárskvöldið fór á annan veg en áætlað var hjá ólánssömum hópi fólks í Schrannenhalle-verslunarmiðstöðinni í München. Í stað þess að eyða þessu síðasta kvöldi ársins í faðmi fjölskyldu og vina þurftu fjórtánmenningarnir að dúsa í þriggja fermetra stórri lyftu sem fest hafði á milli hæða. Erlent 2.1.2007 13:15 Aldrei fleiri látist í einum mánuði í Írak en í desemer Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Erlent 2.1.2007 13:00 Fimm ára stúlka bitin til bana Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum. Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman. Erlent 2.1.2007 11:56 Flakið ekki enn fundið Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju. Erlent 2.1.2007 11:46 Enginn lést í pílagrímsferðum Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída. Erlent 2.1.2007 11:22 Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna. Erlent 2.1.2007 11:04 Í gæsluvarðhaldi til 1. maí Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi. Erlent 2.1.2007 10:47 Minningarathöfn um Gerald Ford í Washington í dag Minningarathöfn verður í Washington í dag um Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en hann lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Kista forsetans hefur legið í sal í þinghúsinu í Washington frá því um helgina þar sem Bandaríkjamenn, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura, hafa vottað honum virðingu sína. Erlent 2.1.2007 10:34 Mótmæltu komu ársins 2007 Hópur Frakka ákvað að taka á móti nýja árinu með hinum hefbundna franska hætti - með mótmælum. Hópurinn mótmælti komu ársins 2007 og bar meðal annars mótmælaspjöld sem á stóð „Nei við 2007“ og „Nútíminn er betri“ á göngu sinni í gegnum miðborg Nantes á gamlárskvöld. Erlent 2.1.2007 10:20 Þúsundir án rafmagns í Suður-Svíþjóð Um 14 þúsund heimili eru án rafmagns í Suður-Svíþjóð eftir að óveður gekk þar yfir í gær. Mjög hvasst var á Skáni og í Suður-Svíþjóð og mældist vindhraðinn allt að 33 metrar á sekúndu í verstu hviðunum þannig að rafmagnstaurar og -línur gáfu eftir. Erlent 2.1.2007 10:00 Fljúgandi furðuhlutur sást í Bandaríkjunum Hópur flugvallarstarfsmanna og flugmanna sem vinna á O'Hare flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum sögðu frá því nýverið að þeir hafi séð fljúgandi furðuhlut sveima yfir flugvellinum þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 2.1.2007 09:49 Sjötíu skip gripin við ólöglegar veiðar við Noreg í fyrra Norska strandgæslan hefur aldrei haft afskipti af jafnmörgum skipum á miðunum við Noreg vegna ólöglegra veiða og í fyrra eða sjötíu talsins. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins. Erlent 2.1.2007 09:42 « ‹ ›
Ekki kynþáttahatur að gefa svínasúpu Franskur dómstóll ákvað í dag að samtök sem hafa tengsl við öfgahægriöfl megi halda áfram að bjóða heimilislausum svínasúpu. Lögregla hafði kært samtökin fyrir kynþáttahatur í fæðuvalinu, þar sem bæði múslimar og gyðingar neiti sér um svínakjöt af trúarlegum ástæðum. Erlent 2.1.2007 20:30
Maliki vill ekki sitja annað kjörtímabil Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hefur ekki áhuga á að sitja annað kjörtímabil og óskar þess jafnvel að þurfa ekki að sitja út núverandi kjörtímabil. Hann segist einungis hafa tekið að sér embættið því hann hafi talið að það þjónaði hagsmunum þjóðarinnar. Þetta segir hann í viðtali við blaðið Wall Street Journal, sem birtist í dag. Erlent 2.1.2007 20:11
Stórhuga Ban Ki-moon Ban Ki-moon, nýr framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ætlar að byggja upp traust á samtökin. Hann ætlar einnig að beina sérstakri athygli að krefjandi verkefnum í Miðausturlöndum og Darfur auk þess sem hann ætlar að efna þúsaldarmarkmið S.þ. um að helminga fátækt fyrir árið 2015. Ban mætti í fyrsta skipti í nýju vinnuna í dag. Erlent 2.1.2007 19:15
Margmenni við útförina Útför Geralds Ford, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, var haldin Washington í dag en hann andaðist á öðrum degi jóla, 93 ára að aldri. Erlent 2.1.2007 19:00
Aftökunni var næstum frestað Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. Erlent 2.1.2007 18:45
Misvísandi upplýsingar frá þorpshöfðingja Enn er allt á huldu með örlög um hundrað farþega og áhafnar um borð í farþegaflugvél sem hvarf á leið sinni frá Jövu til Súlavesíu-eyja í gærmorgun. Í morgun var sagt að flakið og 12 eftirlifendur væru fundnir en svo var ekki. Rangar upplýsingar frá þorpshöfðinga á Súlavesíu-eyju hafi ratað í fjölmiðla. Erlent 2.1.2007 18:38
Uppreisnarmennirnir segjast munu snúa aftur Sómalsku uppreisnarmennirnir í Íslamska dómstólaráðinu hótuðu síðdegis að þeir myndu snúa aftur og halda áfram baráttunni við stjórnarherinn. Uppreisnarmennirnir þverneita að þiggja boð stjórnarinnar um uppgjöf saka í skiptum fyrir að uppreisnarmennirnir skili vopnum sínum. Erlent 2.1.2007 18:07
Fjórir forsetar minntust Fords George Bush, forseti Bandaríkjanna, og þrír fyrrverandi forsetar, George Bush eldri, Bill Clinton og Jimmy Carter, fylgdu Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna til grafar í Washington í dag. Núverandi forseti minntist Fords sem mannsins sem tókst að endurreisa trú Bandaríkjamanna á lýðræði í landinu eftir Watergate-hneykslið. Erlent 2.1.2007 17:51
Danir þyngdust um 7000 tonn um jólin Prófessor við danska landbúnaðarháskólann hefur reiknað út að Danir hafi þyngst um samtals sjöþúsund tonn um hátíðarnar. Það er 1,8 kíló á mann. Arne Astrup segir að það sé mikið borðað þessa daga og að gangan í kringum jólatréð dugi ekki til þess að halda þyngdinni í skefjum. Erlent 2.1.2007 16:21
Giuliani ætlar að safna sjö milljörðum Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, ætlar að safna eitthundrað milljónum dollara eða rúmlega sjö milljörðum króna í kosningasjóð sinn fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Þetta, meðal annars, kemur fram í 140 blaðsíðna kosningaáætlun sem blaðið New York Daily News komst yfir, með einhverjum hætti. Erlent 2.1.2007 16:01
Reykingar bannaðar í dönsku járnbrautarlestunum Reykingar í dönsku járnbrautarlestunum verða bannaðar frá og með næstkomandi sunnudegi þegar ný ferðaáætlun tekur gildi. Erlent 2.1.2007 15:15
Mengunarkvóti fyrir embættismenn Norðmenn ætla að kaupa mengunarkvóta fyrir embættismenn sem ferðast með flugvélum, í opinberum erindagjörðum. Útblástur flugvéla er sá út blástur gróðurhúsalofttegunda sem vex hvað hraðast, og eru ódýr fargjöld lággjaldaflugfélaga helsti þátturinn í því. Erlent 2.1.2007 14:57
Teddy Kollek látinn Teddy Kollek, fyrrverandi borgarstjóri í Jerúsalem, er látinn, 95 ára að aldri. Kollek var með litríkari ísraelskum stjórnmálamönnum og óþreytandi baráttumaður fyrir friðsamlegri sambúð Ísraela og Palestínumanna. Hann var fimm sinnum kjörinn borgarstjóri í Jerúsalem og gegndi því embætti í tuttugu og átta ár. Erlent 2.1.2007 14:34
Sér fyrir endann á snjóleysi í Austurríki Skíðaiðkendur í Austurríki taka líklegast gleði sína á ný þegar líður á vikuna enda er búist við að langvarandi hitaskeiði ljúki þá og það fari að snjóa í landinu. Erlent 2.1.2007 14:20
Hefndu sín á bæjardólginum Um 400 íbúar smábæjar á Spáni hefndu sín á bæjardólginum um hátíðarnar, með því að brenna allar eigur hans. Javier Bernui hafði búið í Villaconejos í sjö ár og íbúarnir voru orðnir þreyttir á yfirgangi hans. Hann fór oft um vopnaður hnífi eða byssu, hrinti frá sér fólki á börum og í verslunum og tók það sem honum sýndist, án þess að borga. Erlent 2.1.2007 14:07
Sátu föst í lyftu á gamlárskvöld Gamlárskvöldið fór á annan veg en áætlað var hjá ólánssömum hópi fólks í Schrannenhalle-verslunarmiðstöðinni í München. Í stað þess að eyða þessu síðasta kvöldi ársins í faðmi fjölskyldu og vina þurftu fjórtánmenningarnir að dúsa í þriggja fermetra stórri lyftu sem fest hafði á milli hæða. Erlent 2.1.2007 13:15
Aldrei fleiri látist í einum mánuði í Írak en í desemer Fleiri íraskir borgarar létust vegna ofbeldisverka í desember en í nokkrum öðrum mánuði frá því að landið var hernumið vorið 2003. Átök á milli trúarhópa í landinu eru höfuðorsök þessa mikla mannfalls. Erlent 2.1.2007 13:00
Fimm ára stúlka bitin til bana Fimm ára stúlka var í gær bitin til bana af pit bull terrier hundi í Englandi. Amma hennar, sem var með hana í pössun, meiddist líka mikið á höndum þegar hún var að reyna að forða stúlkunni frá hundinum. Hundurinn var í eigu frænda stúlkunnar og bjó í sama húsi og amman. Erlent 2.1.2007 11:56
Flakið ekki enn fundið Yfirvöld á Indónesíu upplýstu fyrir stundu að flak farþegaflugvélar sem hrapaði á leið sinni frá Jövu til Súmötru í gær hefði ekki fundist líkt og haldið hefði verið fram. Fregnir bárust af því í morgun að vélin hefði fundist í fjallgarði á vestari hluta Súlavesíu-eyju. Erlent 2.1.2007 11:46
Enginn lést í pílagrímsferðum Pílagrímsferðum til Mekka er nú lokið án þess að nokkur hafi látist. Í fyrra létust 362 pílagrímar í troðningi og árið 2004 létust 250 manns en öll öryggisgæsla var hert til muna þetta árið og þá sérstaklega vegna staðfestingar á dauðdómi yfir Saddam Hússein og hugsanlegra árása al-Kaída. Erlent 2.1.2007 11:22
Hersveitir Eþíópíu verða í Sómalíu um sinn Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að eþíópískar hersveitir myndu þurfa að vera í landinu í þó nokkra mánuði í viðbót. Stuttu áður hafði forsætisráðherra Eþíópíu sagst vonast til þess að geta dregið herlið sitt frá Sómalíu innan fárra vikna. Erlent 2.1.2007 11:04
Í gæsluvarðhaldi til 1. maí Maður sem grunaður er um að hafa myrt fimm vændiskonur í nágrenni Ipswich í Englandi í desember mánuði á síðastliðnu ári hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald til 1. maí næstkomandi. Erlent 2.1.2007 10:47
Minningarathöfn um Gerald Ford í Washington í dag Minningarathöfn verður í Washington í dag um Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en hann lést í síðustu viku, 93 ára að aldri. Kista forsetans hefur legið í sal í þinghúsinu í Washington frá því um helgina þar sem Bandaríkjamenn, þar á meðal George Bush Bandaríkjaforseti og kona hans Laura, hafa vottað honum virðingu sína. Erlent 2.1.2007 10:34
Mótmæltu komu ársins 2007 Hópur Frakka ákvað að taka á móti nýja árinu með hinum hefbundna franska hætti - með mótmælum. Hópurinn mótmælti komu ársins 2007 og bar meðal annars mótmælaspjöld sem á stóð „Nei við 2007“ og „Nútíminn er betri“ á göngu sinni í gegnum miðborg Nantes á gamlárskvöld. Erlent 2.1.2007 10:20
Þúsundir án rafmagns í Suður-Svíþjóð Um 14 þúsund heimili eru án rafmagns í Suður-Svíþjóð eftir að óveður gekk þar yfir í gær. Mjög hvasst var á Skáni og í Suður-Svíþjóð og mældist vindhraðinn allt að 33 metrar á sekúndu í verstu hviðunum þannig að rafmagnstaurar og -línur gáfu eftir. Erlent 2.1.2007 10:00
Fljúgandi furðuhlutur sást í Bandaríkjunum Hópur flugvallarstarfsmanna og flugmanna sem vinna á O'Hare flugvellinum í Chicago í Bandaríkjunum sögðu frá því nýverið að þeir hafi séð fljúgandi furðuhlut sveima yfir flugvellinum þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 2.1.2007 09:49
Sjötíu skip gripin við ólöglegar veiðar við Noreg í fyrra Norska strandgæslan hefur aldrei haft afskipti af jafnmörgum skipum á miðunum við Noreg vegna ólöglegra veiða og í fyrra eða sjötíu talsins. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins. Erlent 2.1.2007 09:42