Erlent

Burns segir Írana grafa sína eigin gröf

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, sagði í dag að Íranar væru að grafa sína eigin gröf þegar hann var spurður um kjarnorkudeiluna við þá. Bandaríkin hafa þegar lagt fram tilboð til viðræðna sem Íranar líta ekki við.

Erlent

Búlgarar þrýsta á líbýsk stjórnvöld

Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum úti um alla Búlgaríu í dag til þess að sýna samstöðu með fimm samlöndum sínum sem voru dæmdir til dauða í Líbýu. Fimmmenningarnir voru dæmdir til dauða fyrir að hafa smitað fleiri en 450 börn af HIV veirunni. Fleiri en 50 þeirra hafa nú látist.

Erlent

SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti

Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir.

Erlent

Geta lesið hugsanir

Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella.

Erlent

Nýr forsætisráðherra skipaður í Gíneu

Forseti Gíneu, Lansana Conte, tilnefndi í dag Eugene Camara sem nýjan forsætisráðherra landsins. Camara var áður ráðherra forsetans. Með þessari tilnefningu var Conte að koma til móts við stéttarfélög í landinu og kröfur þeirra.

Erlent

Forstjóri Cartoon Network segir af sér

Forstjóri Cartoon Network, Jim Samples, sagði af sér í dag eftir að ein auglýsingaherferð stöðvarinnar fór úr böndunum. Auglýsingaherferði snerist um það að búa til lítil ljósaskilti sem sýndu persónu úr teiknimyndaseríu gefa dónalega bendingu á þann er á horfði. Þeim var síðan komið fyrir á fjölförnum stöðum í Boston í Bandaríkjunum.

Erlent

Ekkert óeðlilegt við dauðdaga Önnu Nicole

Ekkert kom í ljós í krufningu Önnu Nicole Smith sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið við dauðdaga hennar. Enn hefur ekki verið staðfest hvers vegna hún lét lífið. Lögreglustjórinn á Dania Beach, Charlie Tiger, sagði á fréttamannafundi í kvöld að það myndi taka þrjár til fimm vikur að rannsaka gögnin úr krufningunni. Anna Nicole Smith lést í gærkvöldi á hóteli við Dania Beach. Hún var 39 ára þegar hún lést og lætur eftir sig 5 mánaða dóttur.

Erlent

Fóstureyðingar brátt leyfilegar í Portúgal

Fimm skoðanakannanir sem birtar voru í Portúgal í dag gefa til kynna að landsmenn muni aflétta banni við fóstureyðingum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á sunnudaginn kemur. Samkvæmt könnunum segja 52 til 58 prósent landsmanna að þeir ætli að segja já við tillögum ríkisstjórnarinnar sem munu leyfa fóstureyðingu allt til tíundu viku meðgöngu.

Erlent

Kona verður forseti Harvard

Elsti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, mun um helgina tilnefna Drew Gilpin Faust sem forseta skólans. Hún verður fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 371 ára sögu skólans. Þetta þýðir stefnubreytingu á málum skólans en fyrrum forseti skólans, Lawrence Summers, þurfti að segja af sér vegna athugasemda um konur. Þær þóttu vera litaðar af kvenfyrirlitningu.

Erlent

Eldflaug skotið á hótel í Mogadishu

Eldflaug var skotið á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Enginn lést í árásinni en fjöldi manns slasaðist. Einnig voru mótmæli í borginni vegna nærveru afrískra friðargæsluliða og hótuðu mótmælendur að ráðast gegn þeim.

Erlent

FL Group flytur hugsanlega frá Danmörku

Forstjóri fjárfestingafyrirtækisins FL Group segir að til greina komi að flytja starfsemi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn frá Danmörku, verði nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska viðskiptalífið í Kaupmannahöfn í dag, þar sem forseti Íslands hrósaði íslensku bönkunum fyrir góðan árangur.

Erlent

Forsögulegt faðmlag

Ótrúleg sjón blasti við ítölskum fornleifafræðingum í vikunni þegar þeir opnuðu gröf nærri borginni Mantúa, sem er skammt frá Veróna, sögusviði leikritisins um Rómeó og Júlíu.

Erlent

Beið bana í eldsvoða

Íslenskur maður lét lífið í bruna í geymslu við veitingahús í Stokkhólmi í fyrrinótt. Orsakir slyssins eru óljósar en Stokkhólmslögreglan vinnur að rannsókn þess.

Erlent

Átök við al-Aqsa moskuna

Viðbrögð við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu, um myndun þjóðstjórnar, hafa verið varfærin enda er tilveruréttur Ísraelsríkis ekki viðurkenndur þar sérstaklega. Til heiftarlegra átaka kom á milli ísraelskra lögreglusveita og íslamskra mótmælenda við al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag.

Erlent

Branson vill bjarga heiminum

Sir Richard Branson, auðkýfingur og ævintýramaður, tilkynnti í dag að hann myndi halda keppni um það hver gæti fundið bestu leiðina til þess að minnka og binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Verðlaunin verða í kringum tíu milljón pund, sem eru um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Erlent

Norðmenn byggja fræhvelfingu

Norðmenn sögðu frá því í dag að þeir ætli sér að smíða geymslu fyrir öll fræ heimsins. Geymslan verður staðsett á svalbarða og á að sjá til þess að mannkynið geti lifað af ef til náttúruhörmunga kæmi.

Erlent

Skefjalaus skelfing

Bandarískur kaupsýslumaður er að kanna hvort hann geti farið í mál við rússneskt flugfélag sem hann segir að hafi valdið sér svo mikilli skelfingu að hann hafi þurft að leita til sálfræðings um áfallahjálp. Vélin var í innanlandsflugi í Rússlandi, og var að aka út á flugbrautina, þegar hún skyndilega stoppaði og ók aftur upp að flugstöðinni.

Erlent

Hamas söm við sig

Hamas samtökin hvöttu í dag vesturlönd til þess að samþykkja nýja þjóðstjórn Palestínumanna, en sögðu um leið að þau muni aldrei viðurkenna Ísraelsríki, né hlíta friðarsamningum sem þegar hafi verið gerðir. Einn leiðtoga Hamas sagði að þeir gætu ekki viðurkennt Ísraelsríki vegna þess að það væri ekkert til sem héti Ísraelsríki.

Erlent

Flækjur á World Press Photo

Ljósmynd af hópi Líbana akandi á sportbíl í gegnum sundursprengda Beirútborg vann verðlaun í aðalflokki World Press Photo í dag. Verðlaunin voru veitt í Amsterdam en það var Spencer Platt ljósmyndari Getty Images sem tók myndina. Dómnefnd taldi myndina fulla af flækjum og þversögnum. Hún sýnir fimm manns í sportbíl

Erlent

Barðist í hálftíma við kyrkislöngu um dóttursoninn

Sextíu og sex ára gamall brasiliskur maður barðist í rúma hálfa klukkustund við fimm metra langa kyrkislöngu sem hafði vafið sig utan um átta ára gamlan dótturson hans. Drengurinn var að leika sér í gili, rétt hjá búgarði afans, sem er í Cosorama héraði um 500 kílómetra vestan við Sao Paulo. Joaquim Pereira var að aka heim að búgarðinum, þegar hann heyrði ópin í barnabarninu.

Erlent

Taka ekki íslensk greiðslukort gild

„Vi godtar alla nordiska betal- och kreditkort (förutom isländska kort)", stendur á heimasíðu Sænsku járnbrautanna sj.se. Með öðrum orðum geta Íslendingar ekki treyst á greiðslukortin sín ætli þeir að kaupa sér lestarmiða í Svíþjóð. Samkvæmt heimildum hafa einhverjir Íslendingar lent í vandræðum vegna þessa.

Erlent

Varfærin viðbrögð við samkomulagi í Palestínu

Viðbrögðin við samkomulagi stríðandi fylkinga í Palestínu um myndun þjóðstjórnar hafa víðast hvar verið varfærin. Hamas fær samkvæmt því flest ráðuneyti í stjórninni í sinn hlut en ekkert er þar kveðið á um stöðu Ísraels. Til átaka kom í Jerúsalem í morgun á milli ísraelskra lögreglumanna og Palestínumanna.

Erlent

Táningur í fangelsi fyrir skólaskróp

Fimmtán ára gömul skólastúlka hefur verið send í fangelsi í Þýskalandi fyrir að skrópa í skólann. Maggie Haineder frá Goerlitz í Saxony fékk tveggja vikna fangelsisdóm eftir að skrópa í skólann meira en þrjár vikur. Dómarinn Andreas Pech neitaði að breyta dómnum þrátt fyrir gagnrýni.

Erlent

Átök í Jerúsalem

Átök brutust út við Al Aqsa-moskuna í Jerúsalem nú áðan. Ísraelska herlögreglan réðist inn í moskuna þar sem fyrir voru palestínskir verkamenn sem hentu grjóti í lögregluna. Verkamennirnir mótmæla framkvæmdum Ísraelsmanna við moskuna og segja þá vanhelga hana. Lögreglumennirnir mættu mótmælendunum með gúmmíkúlum og handsprengjum.

Erlent

25 milljónir dollara ef þú þekkir lausn

Ef þú kannt lausn á vandanum sem er losun koltvísýrings út í andrúmsloftið getur þú unnið þér inn 25 milljónir bandaríkjadala. Það eru auðjöfurinn Richard Branson eigandi Virgin-flugfélagsins og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sem standa fyrir samkeppni um leiðir til að minnka umtalsvert magn koltvísýrings í andrúmslofti.

Erlent

Loftárásir á búðir uppreisnarmanna

Bandaríkjamenn halda áfram að gera loftárásir á bækistöðvar meintra uppreisnarmanna í Írak. Í morgun fórust átta í loftárás nærri Bagdad. Landher réðist að bækistöðvunum en þar sem þeim mætti mikil skothríð var kallað á herþotur sem skutu uppreisnarmennina til bana.

Erlent

Bandaríkjamenn hreinsa loksins eitrið

Bandaríkjamenn hafa nú loksins samþykkt að hreinsa upp „Agent Orange" plöntueitur sem þeir notuðu í Víetnamstríðinu. Enn fæðast börn vansköpuð í Víetnam, að því er flestir vísindamenn vilja meina, vegna eitursins.

Erlent