Erlent

Vilja að hermenn verði kallaðir heim

Naumur meirihluti Bandaríkjamanna segjast nú hlynntir því að ákveðin verði dagsetning á því hvenær hermenn verði í síðasta lagi kallaðir heim frá Írak. Metfjöldi er á móti stríðinu í Írak. Þetta kemur fram í nýrri könnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar sem birtist í gær.

Erlent

Sprenging við herstöð Cheney

Sprenging nærri hliðum aðalherstöðvar Bandaríkjamanna í Afganistan grandaði tuttugu vegfarendum í morgun en Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna gisti herstöðina í nótt. Um sjálfsmorðsárás var að ræða og hafa uppreisnarmenn Talibana lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér. Cheney kom óvænt til Afganistan í gær og ætlaði að hitta Hamid Karzai forseta landsins en tafðist vegna veðurs. Cheney særðist ekki í sprengingunni.

Erlent

Íranir verða beittir frekari viðskiptaþvingunum

Áfram verður reynt að fá Írani til að láta af kjarnorkuáætlunum með því að beita landið viðskiptaþvingunum. Fimm ríki sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði S.Þ. ásamt Þjóðverjum ákváðu að leggja drög að nýrri ályktun öryggisráðsins þar um á fundi sínum í London sem hófst í gær og verður fram haldið í dag. Löndin sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland og Kína.

Erlent

Fimm ára fangelsi fyrir afbrýðissemi

Mexíkóskir eiginmenn sem eru sérstaklega afbrýðissamir eða forðast að lifa kynlífi með eiginkonum sínum gætu átt á hættu að fara í fangelsi í fimm ár. Þetta er staðreynd samkvæmt nýjum lögum sem voru hönnuð til þess að berjast gegn ofbeldi gegn konum.

Erlent

Bandaríkjamenn véfengja fullyrðingar Írana um geimskot

Bandaríski herinn segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Íranar hafi skotið eldflaug út í geim og grunar að þeir hafi aldrei gert það. Íranskir embættismenn skýrðu frá því á sunnudaginn var að þeir hefðu skotði eldflaug út í geim í rannsóknartilgangi og að hún hefði náð 150 kílómetra hæð. Hún hefði þó ekki komist á sporbaug um jörðu.

Erlent

Gore ekki allur þar sem hann er séður

Al Gore, sem fékk í gærkvöldi óskarsverðlaun fyrir mynd sína „Óhentugur sannleikur", býr í stóru einbýlishúsi í Nashville í Tennessee ríkí í Bandaríkjunum. Það notar samtals 20 sinnum meiri orku en venjulegt heimili meðal Bandaríkjamanns. Alls var Gore rukkaður um 221 þúsund kílówatt stundir á síðasta ári en meðalheimili notar tæplega 11 þúsund kílówattstundir árlega.

Erlent

Rannsókn hafin á lestarslysinu í Bretlandi

Breska samgöngulögreglan hóf í dag glæparannsókn á lestarslysinu sem varð á sunnudaginn var. Í ljós kom að eina öryggisstöng vantaði í lestarteinana og tvær aðrar voru skemmdar. Talið er nær öruggt að slysið hafi átt sér stað þess vegna.

Erlent

Forseti Gíneu skipar nýjan forsætisráðherra

Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur loks samþykkt kröfur stéttarfélaga í landinu um að skipa nýjan forsætisráðherra. Hann hefur skipað Lansana Kouyate, sem stéttarfélögum þykir ásættanlegur, sem forsætisráðherra. Stéttarfélögin hafa staðið fyrir verkföllum í landinu í tæpa tvo mánuði og nánast lamað efnahag þess.

Erlent

14 láta lífið í sprengjuárás

Íraskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjúkrabíl fyrir utan lögreglustöð í þorpi nálægt borginni Ramadi í Írak í kvöld. 14 manns létu lífið og voru bæði konur og börn þar á meðal. Svæðið þar sem árásin átti sér stað er í miðju þess svæðis sem almennt er talið miðunktur uppreisnargjarna súnní múslima.

Erlent

Lifði af hátt fall

Læknar, í Björgvin í Noregi, segja það ganga kraftaverki næst að tveggja ára drengur hafi lifað af fall út um glugga á heimili sínu í gær. Drengurinn skall á gangstétt við húsið og sá ekki á honum. Íbúð fjölskyldunnar er á fjórðu hæð.

Erlent

Serbar ekki sekir

Serbneska ríkið ber ekki beina ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu. Þetta er niðurstaða Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna sem þó úrskurðaði að Serbía hefði brugðist skyldum sínum, samkvæmt alþjóðalögum, með því að koma ekki í veg fyrir þjóðarmorðin í Srebrenica fyrir tæpum 12 árum.

Erlent

Grafhýsi Jesú fundið?

Jesús var í sambandi við Maríu Magðalenu og þau áttu son sem hét Júdas. Þessu er haldið fram í nýrri heimildamynd sem Hollywood framleiðandinn James Cameron framleiðir. Í henni er grafhýsi sem fannst árið 1980 rannsakað. Myndin heldur því fram að grafhýsið hafi verið í eigu fjölskyldu Jesú og að DNA sýni sanni að hinn eini sanni Jesú hafi verið grafinn þar.

Erlent

Þak hrundi á hóteli í Ríó

Í það minnsta tveir létust og tíu slösuðust þegar þak hrundi yfir inngangi á hóteli í Río höfuðborg Brasilíu í dag. Hótelið er við Copacabana ströndina í Ríó sem er geysivinsæl af ferðamönnum. Ekki er vitað hvort fólkið var gestkomandi á hótelinu, eða vegfarendur á götunni.

Erlent

Fjórir Frakkar skotnir til bana í Saudi Arabíu

Að minnsta kosti fjórir Frakkar voru skotnir til bana nálægt borginni Medina í Saudi Arabíu í dag. Einhverjir mannanna voru múslimar. Háttsettur stjórnarerindreki staðfesti við Reuters fréttastofuna að átta manna hópur Frakka hefði orðið fyrir skorárás á vegi rétt utan við borgina. Vegurinn er í gegnum víðáttumikla eyðimörk og liggur til hinnar helgu borgar Mekka.

Erlent

Bretar senda 1400 hermenn til Afghanistan

Fjórtán hundruð breskir hermenn verða sendir til Afghanistan og verður þá heildarfjöldi breskra hermanna í landinu tæplega átta þúsund. Varnarmálaráðherra breta Des Browne tilkynnti þetta á þinginu í dag. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun þegar ekki tókst að fá Nato til að efla liðsstyrk í Helmand héraði.

Erlent

Stykki vantaði í lestarteina

Lykilstykki vantaði í skiptibúnað á lestarteinunum í Cumbria á Bretlandi þar sem lest fór út af sporinu um helgina. Einn lést og fimm slösuðust alvarlega og þótti kraftaverki næst að ekki fór verr. Sky fréttastofan greinir frá því að týnda stykkið haldi lestarteinunum í réttri fjarlægð, jafnhliða hvor öðrum.

Erlent

Tólf létust og varaforseti Íraks slasaðist

Tólf manns létust og á fimmta tug slösuðust í sprengjuárás á ráðuneyti í Baghdad í Írak í dag. Varaforseti landsins Adel Abdul-Mahdi var í miðri ræðu þegar sprengjan sprakk og var fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Talið er að súnnar hafi ætlað að ráða hann af dögum með sprengjunni, en varaforsetinn er síji.

Erlent

Kjarnorkumál Írana rædd í London

Fulltrúar sex lykilríkja í málefnum Írans funda nú í London vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Reynt er að finna leiðir til að fá Írani til að verða við kröfum um að hverfa frá kjarnorkuáætluninni. Fundurinn var ákveðinn þegar eftirlitsaðili á vegum Sameinuðu þjóðanna staðfesti að Íranir hefðu hundsað frest til að hætta við kjarnorkuáætlun sína.

Erlent

Tætti í sundur fótboltavöll

Serbneskur fótboltakappi gerði sér lítið fyrir og tætti grasvöll FC Mramor áhugamannaliðsins með traktor í hefndarskyni fyrir að hafa verið rekinn úr liðinu. Slvomir Milnovic er 25 ára og fór með stöðu miðjumanns hjá liðinu. Þegar honum var sparkað varð hann arfavitlaus.

Erlent

Þversagnir vesturveldanna

Vesturveldin krefjast þess að Íranir hætti auðgun úrans annars eru þau ekki tilbúin að ræða hvort kjarnorkuáætlunin sé ólögleg. Þetta segir Gholamhossein Elham talsmaður Íransstjórnar. Hann segir vesturveldin vera í þversögn við sig sjálf - að það sé þversögn að Íranir þurfi að leggja áætlanir sínar niður til að hægt sé að ræða þær.

Erlent

Mannskætt flugdrekaslys

Ellefu týndu lífi og rúmlega hundrað slösuðust á árlegri vorhátíð í Austur-Pakistan í gærkvöldi og nótt. Komandi vori var þar fagnað nokkuð snemma og af því tilefni var flogið með mörg þúsund litríka flugdreka. Hleypt var af byssum út í loftið og urðu sumir fyrir byssukúlum.

Erlent

Dæmdur í 10 ár fyrir barnamisnotkun

Dómstóll í Indónesíu hefur dæmt ástralskan karlmann í tíu ára fangelsi fyrir að misnota götubörn kynferðislega. Maðurinn sem er 48 ára kennari var handtekinn í Jakarta í ágúst eftir að sjö börn höfðu sagt hann hafa misnotað sig.

Erlent

Varaforseti Íraks særðist í árás

Adel Abdul Mahdi varaforseti Íraks slapp með skrámur þegar sprengjumenn gerðu árás á ráðuneyti í Bagdad í morgun. Sex fórust í árásinni. Enn er óljóst hvort um tilræði við varaforsetann var að ræða en æðstu embættismenn landsins hafa gjarnan verið skotmörk uppreisnarmanna.

Erlent

Þjóðarmorð en Serbar ekki ábyrgir

Alþjóðadómstóllinn í Haag í Hollandi, æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, úrskurðaði í morgun að Serbar bæru ekki ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu 1992 til 1995. Hinsvegar úrskurðaði dómstóllinn að Serbar hefðu vanrækt að koma í veg fyrir þjóðarmorð.

Erlent

„Græn“ Óskarsverðlaunahátíð

Al Gore og herferð hans gegn hlýnun loftslags vann stórt á Óskarverðlaunahátíðinni í nótt. Varaforsetinn fyrrverandi er í aðalhlutverki í myndinni An Inconvenient Truth, eða Óþægilegur sannleikur sem hlaut verðlaun sem besta heimildamyndin á hátíðinni. Myndin fjallar um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga.

Erlent

Cheney óvænt í Pakistan

Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna kom í morgun í óvænta heimsókn til Pakistan, þar sem hann ætlar að þrýsta á stjórnvöld þar að aðstoða frekar í baráttunni gegn sókn Talibana í Afganistan. Cheney hitti Pervez Musharraf forseta Pakistan í forsetahöllinni í Islamabad og lýsti þar áætlunum Bandaríkjastjórnar til að koma á varanlegum friði í Afganistan.

Erlent

Funda um aðgerðir gegn Írönum

Erindrekar þjóðanna sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk Þjóðverja hittast í London í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin vegna kjarnorkumála Írana. Í síðustu viku sögðu fulltrúar Alþjóðakjarnorkumálaráðsins að þeir hefðu fundið gögn sem sönnuðu að Íranir auðguðu enn úran.

Erlent

Innflytjendur hamli efnahagsframförum

Þjóðernissinninn Jean-Marie Le Pen ætlar enn að blanda sér í baráttuna um forsetaembættið í Frakklandi. Hann kynnti kosningaáherslur sínar á flokksþingi í Lille um helgina og hét því að næði hann kjöri mundi hann hægja á flæði innflytjenda og minnka tengsl Frakka við Evrópusambandið.

Erlent

Scorsese loksins með leikstjóraverðlaunin

Kvikmynd Martin Scorsese, The Departed, var sigursæl á Óskarsverðlaunahátíðinni sem haldin var í nótt. Þessi þaulreyndi leikstjóri hlaut þá í fyrsta sinn Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn. Scorsese hefur fimm sinnum áður hlotið tilnefningu til leikstjóraverðlaunanna en aldrei áður hlotið þau. Því var svo komið að flestir töldu nær öruggt að hann hlyti verðlaunin í þetta skiptið.

Erlent

Dæmt um þjóðarmorð

Sögulegur dómsúrskurður verður felldur í dag þegar Alþjóðadómstóllinn dæmir um hvort Serbía beri ábyrgð á þjóðarmorði á tímum Bosníustríðsins.

Erlent