Erlent

Viðbúnaður vegna flóða í sunnanverðri Afríku

Rauði krossinn í Mósambík hefur kallað út rúmlega 400 sjálfboðaliða til björgunarstarfa á flóðasvæðum í landinu og hefur að minnsta kosti 200 manns verið bjargað úr sjálfheldu af láglendi. Flóðin má rekja til mikilla rigninga.

Erlent

Sportlegur lítill Ford

Ford verksmiðjurnar kynntu nýjan smábíl á Norður-Ameríku bílasýningunni í Detroit. Hann er á stærð við Ford Fiesta. Bíllinn er hannaður í Evrópu en ætlaður til sölu um allan heim.

Erlent

Morðingi verður ráðherra

Veturinn 2004 myrti Rússinn Vitalij Kalojev danska flugumferðarstjórann Peter Nielsen. Tveim árum áður hafði Nielsen verið í flugturni í Sviss þegar rússnesk leiguflugvél og fragtþota frá DHL rákust saman.

Erlent

Geimfar flýgur framhjá Merkúr

Fyrsta geimfarið sem heimsækir Merkúr í yfir 30 ár mun fljúga framhjá plánetunni í dag í aðeins 200 kílómetra fjarlægð. Stjarnfræðingar bíða spenntir eftir myndum og upplýsingum frá geimfarinu

Erlent

Tony Blair sendir sitt fyrsta SMS

Það er ekki oft sem fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, lendir í því að fólki viti ekki hver hann er. En eftir að hann fékk sinn fyrsta farsíma hefur hann lent í vandræðum.

Erlent

Lögreglustjóri rekinn

Jackie Selebi, lögreglustjóri í Suður-Afríku og yfirmaður Alþjóðalögreglunnar Interpol, verður ákærður fyrir spillingu.

Erlent

Neyð í Kenya

Um hálf milljón Keníabúa mun þurfa á mannúðaraðstoð að halda innan skamms ef ekki tekst að leysa deilur stríðandi fylkinga þar í landi.

Erlent

Sþ rannsaka ekki morðið á Bhutto

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, útilokar að Sameinuðu þjóðunum verði falið að stýra rannsókn á morðinu á stjórnarandstöðuleiðtoganum Benazir Bhutto í síðasta mánuði.

Erlent

Leitin að tvífara Madeleine svívirðileg

Talsmaður Gerry og Kate McCann gagnrýnir harkalega fyrirsætuskrifstofu sem leitar að tvífara Madeleine. Hann segir leitina óskammfeilna og móðgandi. Breska dagblaðið Evening Standard birti mynd af stúlkunni sem fyrirsætuskrifstofa Juliet Adams valdi úr hópi umsækjenda.

Erlent

Tvíburar giftust án þess að vita skyldleika

Breskir tvíburar sem voru aðskildir við fæðingu giftust án þess að vita að þau væru systkin. Hjónabandið hefur nú verið dæmt ógilt af Hæstarétti landsins. Upplýsingar um hver tvíburasystkinin eru hafa ekki verið gefnar upp, né heldur hvernig þau urðu ástfangin og giftu sig.

Erlent

Suharto við dauðans dyr

Heilsu Suharto fyrrverandi forseta Indónesíu hrakar nú ört. Í tilkynningu sem birt var fyrir stundu segir að forsetinn fyrrverandi hafi nú misst meðvitund og eigi erfitt með andardrátt.

Erlent

Segja ekki koma til greina að skila aröbum landi

Harðlínumenn í Ísrael segja ekki koma til greina að skila landi sem þeir tóku af aröbum 1967. Bandaríkjaforseti segir það liðka fyrir friðarsamkomulagi Ísraela og Palestínumanna sem hann segir geta orðið áður en árið er úti.

Erlent