Erlent

Medvedev heldur fast í stefnu Pútíns

Dímítrí Medvedev, frambjóðandi Sameinaðs Rússlands til forseta, sagði í dag að hann myndi halda fast í þá stefnu sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefði markað fyrir þjóðina.

Erlent

Kosið um hvort Prodi njóti trausts

Kosið verður um það á ítalska þinginu hvort Romano Prodi forsætisráðherra landsins njóti trausts eftir afsögn samstarfsmanns hans í stjórninni í síðustu viku. Með honum hverfur meirihluti samsteypustjórnar forsætisráðherrans sem var einungis upp á einn mann.

Erlent

Clinton og Obama takast harkalega á

Hillary Clinton og Barack Obama sem berjast um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, tókust harkalega á í kappræðum fyrir forkosningarnar í Suður-Karólínu. Obama sakaði Clinton um að segja hvað sem er til að fá atkvæði.

Erlent

Þjóðverjar skila Nokia símum

Þýskir stjórnmálamenn keppast um að skila Nokia símunum sínum eftir að finnski símaframleiðandinn ákvað að færa verksmiðju sína í Þýskalandi til Rúmeníu.

Erlent

Sir Edmund Hillary borinn til grafar

Ævintýramaðurinn Sir Edmund Hillary var borinn til grafar í Auckland, höfuðborg Nýja Sjálands í morgun. Ísöxin sem hann notaði við að komast á toppinn á Evrest-fjalli var grafin með kistunni. Mörg hundruð manns fylgdu Sir Edmund til grafar.

Erlent

Tannlæknir býður þjónustu í gegnum netið

Jerry Watson tannlæknir í London sinnir eftirliti á sjúklingum sínum í gegnum internetið. Hann skoðar tennur þeirra í gegnum vefmyndavél og ákveður þannig hvort hann þurfi að hitta þá í eigin persónu eða ekki. Þetta gerist á læknastofu á vegum tannlæknisins þar sem myndir eru teknar og tennurnar hreinsaðar á sama tíma. Kostnaðurinn er um sex þúsund krónur.

Erlent

Ísraelar slaka örlítið á einangrun Gaza

Ísraelsstjórn hefur ákveðið að gefa aðeins eftir í einangrun sinni á Gaza-svæðinu eftir mikinn alþjóðlegan þrýsting. Leyft hefur verið að flytja eldsneyti og lyf inn á Gazasvæðið og dugir eldsneytið til að keyra raforkuverin á Gaza á 30% afköstum í eina viku.

Erlent

Krefst rannsóknar á forsetaframboði Kasyanov

Embætti ríkissaksóknara í Rússlandi hefur hafið rannsókn á forsetaframboði Mikhail Kasyanov fyrrverandi þingmanns og komandi andstæðings Dmitry Medevede. Rannsóknin beinist að því hvort Kasyanov hafi falsað undirskriftir á stuðningslista fyrir framboði sínu.

Erlent

Miklar vetrarhörkur í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn glíma nú við einar mestu vetrarhörkur í manna minnum víða um landið. Snjókoman hefur náð allt suður í Silikon-dalinn í Kaliforníu en afar sjaldgæft er að þar snjói.

Erlent

Átök á Nörrebro

Lögreglan í Kaupmannahöfn skilgreindi svæði á innrihluta Nörrebro sem sérstakt átakasvæði í nótt. Það þýðir að sjúkra- og slökkvibílar geta ekki sinnt útköllum á svæðinu nema í fylgd með lögreglubíl. Ákvörðun lögreglunnar kemur í kjölfar margra vikna óláta við Folkets park í Stengade þar sem unglingar halda oft til. Kastað hefur verið með grjóti á lögreglubíla sem aka um svæðið. En þegar slökkvibíll í útkalli lenti í grjótkasti frá unglingunum var lögreglunni nóg boðið.

Erlent

Ríkisstjórn Prodi riðar til falls

Ríkisstjórn Romano Prodi á Ítalíu riðar nú til falls. Flestir reikna með að hann verði að segja af sér nú þegar í vikunni og boða til nýrra kosninga.

Erlent

Omar bin Laden: Pabbi hættu þessu ofbeldi

Omar bin Laden sonur mest eftirlýsta manns í heimi vill að faðir hans Osama bin Laden snúi við blaðinu og hverfi frá ofbeldi. Omar segist síðast hafa séð föður sinn árið 2000 í Afghanistan þegar hann ákvað að hætta í al Qaeda.

Erlent

Tugir ábendinga um mannræningja Madeleine

Tugir ábendinga hafa borist rannsóknarlögreglumönnum á vegum McCann hjónanna eftir að teikningar af meintum mannræningja Madeleine voru birtar í gær. Nú er verið að rannsaka upplýsingarnar sem hafa borist.

Erlent

Mubarak varar Ísraela við afleiðingum á Gaza

Hosni Mubarak forseti Egyptalands hringdi í forsætisráðherra Ísraels til að vara hann við afleiðingum þess að setja Gaza strönd í herkví. Samkvæmt heimildum Mena fréttastofunnar lagði Mubarak áherslu á að stöðva yrði yfirgang Ísraela gegn palestínsku þjóðinni.

Erlent

Oprah sökuð um að taka kynþátt fram yfir kyn

Harðar deilur hafa spunnist á heimasíðu bandarísku spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey vegna stuðnings hennar við Barack Obama í forvali demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þykir mörgum sem Oprah hafi svikið kynsystur sína, Hillary Clinton, sem fyrst kvenna eigi raunverulegan möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna.

Erlent

Obama sigrar líklegast í Suður-Karólínu

Næstu tvær forkosningar hjá Demókrötum og Repúblikönum verða í Suðurríkjunum, nánar tiltekið í Suður-Karólínu og Flórída, á næstu tíu dögum. Hvað Suður-Karólínu hjá demókrötum varðar er talið að Barack Obama eigi meiri líkur og sigri en Hillary Clinton þar sem stór hluti íbúa í fylkinu er blökkumenn.

Erlent

Kaffidrykkja eykur hættu á fósturláti

Ný rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sýnir að barnshafandi konur ættu að varast kaffidrykkju meðan á meðgöngunni sendur. Jafnvel hófleg neysla á kaffi yfir meðgöngutímann eykur hættuna á fósturlátum.

Erlent

Enn eitt gagnahneykslið í Bretlandi

Stjórnvöld í Bretlandi þurfa nú að glíma við enn eitt gagnahneykslið. Í ljós hefur komið að fartölva með upplýsingum um 600.000 starfsmenn breska hersins er horfin.

Erlent

Hillary aftur á sigurbraut

Hillary Clinton virðist vera komin aftur á sigurbrautina eftir að hafa lent í þriðja sæti í forkosningum demókrata í Iowa í byrjun mánaðarins. Hún sigraði í New Hampshire í þar síðustu viku og svo aftur í Nevada í gær.

Erlent

Tennur dregnar úr Al Kæda -en ekki nógu margar

Bandaríska herstjórnin í Írak hefur gert upp baráttuna við Al Kæda á síðasta ári. Bandaríkjamenn líta á hryðjuverkasamtökin sem mestu ógn við frið í Írak. Hér á eftir eru helstu punktar úr bandarísku skýrslunni.

Erlent