Erlent

G20 ríkin ósammála um aðgerðir

Ekki náðist sátt meðal leiðtoga G20 ríkjanna svokölluðu, tuttugu stærstu hagkerfa heims, um hugmyndir Bandaríkjamanna um að þrýsta á Kínverja að þeir sjái til þess að kínverska júanið styrkist.

Erlent

Sviku líffæri út úr fátæku fólki

Upp hefur komist um alþjóðleg glæpasamtök í Kosovó sem hafa stundað það að lofa fátækum Kosovóbúum peningum fyrir nýru úr sér. Fórnarlömbin fengu aldrei neitt fyrir líffærin sem voru seld fyrir jafnvirði tæplega 16 milljóna íslenskra króna.

Erlent

Leyfið okkur að stúta þeim

Bandaríkin, Íran, Libya og Kína tóku höndum saman á Allsherjarþingi Sameinuðu-þjóðanna í gær. Það telst óneitanlega til tíðinda þar sem ekki er sérlega kært með þessum löndum.

Erlent

Mexíkósk kona ól barnabarn sitt

Fimmtug mexíkósk kona hefur alið barnabarn sitt. Sonur konunnar er samkynhneigður og þráði mjög að eignast barn. Móðirin tók að sér að vera staðgöngumóðir hans.

Erlent

Saudi-Arabía í kvennabaráttuna

Saudi-Arabía er meðal 40 þjóða sem eiga sæti í nýstofnuðu jafnréttisráði Sameinuðu-þjóðanna. Eins og nafnið ber með sér er hlutverk þess að jafna stöðu karla og kvenna í heiminum.

Erlent

Gamall vasi gerði systkin að milljarðamæringum

Lítið óþekkt uppboðshús í vestur London datt í lukkupottinn á dögunum þegar það fékk gamlan kínverskan vasa í sölu til sín. Vasinn var hluti af dánarbúi sem kom í hlut systkina sem ákváðu að selja vasann án þess að átta sig almennilega á virði hans.

Erlent

ESB sker þorskkvótann um helming

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að þorskkvóti í lögsögu sambandsins verði skorinn niður um hátt í helming á næsta ári í verndunarskyni.

Erlent

Saan Su Kyi að losna úr prísund sinni

Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma bíða nú í ofvæni, en hún sleppur líklega úr fangelsi á morgun. Nýjustu fregnir herma að yfirvöld hafi heimilað lausn hennar.

Erlent

Grunaður um fleiri morð

Peter Mangs, 38 ára Svíi sem handtekinn var um síðustu helgi grunaður um eitt morð og nokkrar skotárásir í Malmö undanfarið ár, er einnig talinn sekur um fleiri óupplýst morð frá fyrri árum.

Erlent

Um 6 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 1,7 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 3 ma. viðskiptum.

Erlent

Manntjón og flótti frá Merapi

Hátt á annaðhundrað manns hafa nú farist í eldgosinu í fjallinu Merapi í Indónesíu. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Þótt Merapi sé eitt af virkustu eldfjöllum heims er þétt byggð bæði í hlíðum þess og við ræturnar.

Erlent

Með hreyflana fulla af mávum

Boeing 757 þota frá Thomas Cook fór í gegnum mikið mávager í flugtaki frá Tyrklandi til Bretlands án þess að flugmennirnir gerðu sér grein fyrir hversu alvarlegt það var.

Erlent

Sprengjan átti að springa yfir Bandaríkjunum

Breska lögreglan hefur staðfest að sprengjan sem fannst í fragtflugvél á Midlands flugvelli í síðasta mánuði var tímastillt til að springa þegar flugvélin hefði verið yfir austurströnd Bandaríkjanna.

Erlent

Bók til varnar barnaníðingum olli usla á Amazon

Netbóksalan Amazon, sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, lenti í vandræðum vegna bókar sem seld var á vefnum og er einskonar leiðarvísir fyrir barnaníðinga. Amazon hefur ávallt gefið rithöfundum sem gefa bækur sínar út sjálfir færi á að selja þær í vefversluninni gegn hluta af hagnaðinum.

Erlent

Kóleran breiðist út

664 hafa nú látist úr Kóleru á Haítí og að minnsta kosti tíu þúsund manns hafa smitast. Alþjóðlegir hjálparstarfsmenn gera nú sem í þeirra valdi stendur til þess að hemja útbreiðsluna í höfuðborginni Port au Prince þar sem þorri almennings býr við ömurlegar aðstæður eftir jarðskjálftann á síðasta ári sem lagði borgina í rúst.

Erlent

Dráttarbátar til bjargar skipinu

Meira en þrjú þúsund farþegar og hátt í 1.500 manna áhöfn á skemmtiferðaskipinu Carnival Splendor fengu loks aðstoð í gær þegar fyrstu dráttarbátarnir frá Mexíkó komu til að toga skipið til hafnar.

Erlent

Nærbuxur Maddoffs boðnar upp

Nærbuxur og inniskór fjárglæframannsins Bernie Maddoffs eru meðal fimmhundruð hluta sem verða boðnir upp á laugardaginn í New York.

Erlent

Bretar fara íslensku leiðina

Yfirgnæfandi meirihlutu bæjarstjórna í Bretlandi ætlar að grípa til þess ráðs að slökkva á ljósastaurum eða dimma ljósin til þess að spara peninga.

Erlent

Ariel Sharon fluttur heim

Ariel Sharon fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels verður á næstu dögum fluttur heim til sín af sjúkrahúsi þar sem hann hefur legið í dauðadái síðan fjórða janúar árið 2006.

Erlent

Sérstakar mæðgur

Tuttugu og tveggja ára gömul kona í Flórída hefur verið handtekin fyrir að reyna að selja átta vikna gamlan son sinn.

Erlent

Eldur kom upp í skemmtiferðaskipi

Dráttarbátur dregur nú skemmtiferðaskipið Carnival Splendor til hafnar en eldur kom upp um borð á mánudagsmorgun þar sem það var statt undan ströndum Mexíkó.

Erlent

Friðarverðlaunum Nóbels stolið

Óljóst er hvort hægt verður að afhenda friðarverðlaun Nóbels hinn 10. desember næstkomandi. Afhendingarhátíðin mun engu að síður fara fram í ráðhúsinu í Osló.

Erlent

Ráðist á kristna í Bagdad

Að minnsta kosti þrír eru látnir og tugir hafa slasast í Bagdad í Írak í morgun. Svo virðist vera sem skipulagðar árásir hafi verið gerðar á sex stöðum á sama tíma í kristnum hverfum borgarinnar. Tugir eru slasaðir, en árásir á kristna í borginni hafa farið vaxandi síðustu misserin að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fyrir nokkrum dögum voru rúmlega fjörutíu manns myrtir þegar íslamskir skæruliðar tóku kaþólska kirkjugesti í gíslingu.

Erlent

Draugaflaug undan strönd Kalíforníu

Yfirstjórnin í Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, segist engar skýringar finna á eldflaugarskoti sem fjölmargir urðu vitni að undan ströndum Kalíforníuríkis á mánudag.

Erlent

Tarloff ósakhæfur vegna geðklofa

David Tarloff var fundinn ósakhæfur í réttarhöldum í New York í vikunni, þar sem hann hefur greinst með geðklofa, en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða 56 ára gamla konu með kjötsaxi.

Erlent