Erlent

Mexíkósk kona ól barnabarn sitt

Óli Tynes skrifar
Mamma...er amma?
Mamma...er amma?

Fimmtug mexíkósk kona hefur alið barnabarn sitt. Sonur konunnar er samkynhneigður og þráði mjög að eignast barn. Móðirin tók að sér að vera staðgöngumóðir hans. Vinkona fjölskyldunnar lagði til egg og sonurinn sæði. Eggið var frjóvgað á tilraunastofu og svo flutt í móðurlíf konunnar.

Eftir níu mánaða meðgöngu fæddi hún heilbrigðan dreng. Drengurinn er fyrsti sonarsonur konunnar og fjórði sonur hennar. Fjölskyldan óskar nafnleyndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×