Erlent

Eldur kom upp í skemmtiferðaskipi

Dráttarbátur dregur nú skemmtiferðaskipið Carnival Splendor til hafnar en eldur kom upp um borð á mánudagsmorgun þar sem það var statt undan ströndum Mexíkó.

4500 manns eru um borð í skipinu sem er 290 metrar á lengd og fleiri dráttarbátar eru á leið að skipinu til þess að aðstoða við dráttinn.

Enginn slasaðist í eldinum en allt rafmagn fór af skipinu og hafa þyrlur frá nærstöddu flugmóðurskipi flutt vistir til farþeganna, sem fá ferðina endurgreidda, að því er fram kemur í tilkynningu frá ferðaskrifstofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×