Erlent

Kóleran breiðist út

MYND/AP

664 hafa nú látist úr Kóleru á Haítí og að minnsta kosti tíu þúsund manns hafa smitast. Alþjóðlegir hjálparstarfsmenn gera nú sem í þeirra valdi stendur til þess að hemja útbreiðsluna í höfuðborginni Port au Prince þar sem þorri almennings býr við ömurlegar aðstæður eftir jarðskjálftann á síðasta ári sem lagði borgina í rúst.

Útbreiðsla kólerunnar í borginni var staðfest í gær og þegar hafa 170 tilfelli verið staðfest og einn höfuðborgarbúi látist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×