Erlent

Hann eyðir víst frekar litlu

Óli Tynes skrifar
Perry horfir í gaupnir sér.
Perry horfir í gaupnir sér. Mynd/DV

Þetta er minnsti bíll í heimi sem leyfilegt er að nota í almennum akstri. Það segir að minnsta kosti heimsmetabók Guinness. Það var Bretinn Perry Watkins sem smíðaði bílinn og situr undir stýri. Þótt upptrekkjari sé aftan á honum mun hann nú ganga fyrir hefðbundinni vél. Hann nær sextíu kílómetra hraða og það þarf að setja eldsneyti á hann einusinni á ári.

Þótt bíllinn sé sniðugur er hann varla þægilegur til langferða. Ekki vitum við hvað Perry er hár en hann sýnist vera í hæstalagi fyrir svona farartæki. Og í sambandi við leyfið til að nota bílinn til almenns aksturs: Þurfa menn ekki að geta horft út um framrúðuna?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×