Erlent David Petraeus verður yfirmaður CIA Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hershöfðinginn David Petraeus yrði næsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Erlent 28.4.2011 08:10 Treysta á eftirlitsmyndavélar Lögreglan á Fjóni er enn engu nær um þann sem myrti hjónin Bjarne Johansen og Heidi Nielsen í skógi við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum, en vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavélum komi þeim á sporið. Erlent 28.4.2011 05:30 Tekur við af Dalaí Lama Lobsang Sangay, þjóðréttarfræðingur menntaður í Harvard, verður forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbeta á Indlandi. Hann tekur því við af Dalaí Lama sem pólitískur leiðtogi Tíbeta. Erlent 28.4.2011 03:00 Obama stokkar upp í yfirstjórn hermála Talið er að miklar mannabreytingar verði í yfirstjórn Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar CIA í sumar í tengslum við varnarmálaráðherraskipti, sem fyrirhuguð eru þegar Robert Gates hættir. Erlent 28.4.2011 01:30 Tortímandinn snýr aftur - orðinn 63 ára Arnold Schwarzenegger fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, hefur samþykkt að snúa aftur í hlutverki vélmennisins í Terminator í fimmta skiptið. Þetta er í það minnsta fullyrt á heimasíðunni deadline.com. Þar segir að leikstjórinn verði Justin Lin, sem gerði Fast&Furious 5. Arnold, sem margoft hefur sagst ætla að snúa aftur, er orðinn 63 ára gamall og verður forvitnilegt að sjá hann skella sér í leðurdressið enn einu sinni. Erlent 27.4.2011 23:47 Leita að gröf Mónu Lísu Hópur vísindamanna leitar nú að greftrunarstað Mónu Lísu, eða öllu heldur, fyrirsætunnar sem sat fyrir á þessu frægasta málverki sögunnar sem Leonardo Da Vinci málaði á sínum tíma. Vísindamennirnir notast við sérstakan radar og fínkemba nú klaustur eitt í ítölsku borginni Flórens þar sem talið er að fyrirsætan, Lisa Gherardini, hafi borið beinin. Erlent 27.4.2011 22:23 Trúarleiðtogi jarðsettur í glerkistu - jarðarförin í beinni Indverski trúarleiðtoginn Sathya Sai Baba var jarðaður í dag, eftir að lík hans hafði verið til sýnis við trúarhof hans í þrjá daga. Sai Baba var 84 ára gamall en hann lést á sunnudag eftir langvinn veikindi. Samkvæmt siðum hindúa eru þeir yfirleitt brenndir eftir andlátið. Heilagir menn, hins vegar, eru jarðsettir. Fréttastofan Sky News greinir frá því að þúsundir hafi vottað Sai Baba virðingu sína við jarðarförina, þar á meðal trúarleiðtogar annarra trúarbragða, svo sem kristni og íslam, sem héldu þar tölu. Athöfnin hófst hins vegar á því að 21 hermaður skaut af byssu, Sai Baba til heiðurs. Henni var sjónvarpað í beinni útsendingu Sai Baba var jarðsettur í fæðingarbæ sínum, Puttaparthi sem er um 200 kílómetra norður af Bangalore. Hann var einhleypur og barnlaus þegar hann lést. Erlent 27.4.2011 15:24 Birtu fæðingarvottorð Obama Hvíta húsið gaf í dag út afrit af fæðingarvottorði Baracks Obama. Með þessu vilja forsvarsmenn Hvíta hússins reyna að stöðva kjaftasögur þess efnis að Obama sé ekki fæddur í Bandaríkjunum. Erlent 27.4.2011 15:14 Eldingu laust niður í fótboltavöll - níu slasaðir Að minnsta kosti níu einstaklingar eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að eldingu laust niður í fótboltavöll í bænum Portage í Michigan í Bandaríkjunum. Erlent 27.4.2011 11:14 Húðflúraði 305 þjóðfána á líkama sinn Indverjinn Har Prakash komst í Heimsmetabók Guinnes á dögunum fyrir að vera með flesta þjóðfána húðflúraða á líkama sinn. Erlent 27.4.2011 10:40 Pólitískur arftaki Dalai Lama kjörinn Lobsang Sangay var kjörinn forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbets, en landið er á valdi Kína. Erlent 27.4.2011 09:00 Sá sem fann upp lesvélina er látinn Bandaríski verkfræðingurinn Hubert Schlafly er látinn, 91 árs að aldri, en hann fann upp Teleprompterinn eða lesvélina. Erlent 27.4.2011 08:34 187 lík í mexíkóskum fjöldagröfum Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í dag að þau hefðu alls fundið 183 lík í fjöldagröfum í norðausturhluta Mexíkó en talið er að fíkniefnahringurinn Zetas séu ábyrgir fyrir morðunum. Erlent 27.4.2011 08:28 Termítar átu milljónir á Indlandi Starfsfólk indversks banka hefur verið sakað um að bera ábyrgð á að termítar átu sig í gegnum milljónir rúbía. í Almenningur þarf ekki að borga tapið. Erlent 27.4.2011 08:18 Fann 500 ára gamla bók á háaloftinu Bandarískur maður fann fimm hundruð ára gamla þýska bók á háaloftinu heima hjá sér. Í ljós kom að bókin hafði verið á háaloftinu í tugi ára. Erlent 27.4.2011 08:08 Sonur lögreglumanns ákærður fyrir að kveikja í lögregluskóla Fjórir danskir menn á aldrinum 20 til 23 ára voru í gær ákærðir fyrir að reyna að kveikja í lögregluskóla í Kaupmannahöfn. Erlent 27.4.2011 08:03 SÞ kanna mannréttindabrot í Líbíu Þriggja manna teymi frá Sameinuðu þjóðunum munu fara til Trípolí höfuðborgar Líbíu og kanna hvort þar hafi verið framin mannréttindabrot. Erlent 27.4.2011 07:54 Gasleiðslur sprengdar í loft upp Gasleiðslur í Sínaí héraðinu í Egyptalandi voru sprengdar í loft upp af vopnuðu gengi í dag. Erlent 27.4.2011 07:06 Hætt að prófa úr bók leiðtoga Fimm árum eftir að Saparmuran Niyazov, hinn sérstæði leiðtogi Túrkmenistans, lést, hafa skólayfirvöld í landinu loks ákveðið að ekki verði lengur lögð fyrir nemendur, sem sækja um inngöngu í framhaldsskóla, próf upp úr bók hans, Bók sálarinnar. Erlent 27.4.2011 03:45 Vilja láta endurskoða Schengen-samstarfið Ítalir og Frakkar vilja endurskoða Schengen-sáttmálann með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur þegar tugir þúsunda flóttamanna hafa streymt frá Túnis og fleiri ríkjum Norður-Afríku til Ítalíu. Erlent 27.4.2011 01:00 Þrír farþegar í sömu vél unnu bíl í skafmiðaleik Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur hafið rannsókn á því hvernig það gat gerst að þrír farþegar um borð í sömu vélinni á leið til Madríd unnu stærsta vinninginn í skafmiðahappdrætti félagsins. Erlent 26.4.2011 22:30 Veðjaði á hvaða kórónu Kate mun bera - gæti unnið milljónir Kona ein í Bretlandi gæti orðið þrettán milljónum króna ríkari ákveði Kate Middleton að bera sömu kórónu og Elísabet Englandsdrottning bar í sínu brúðkaupi þegar hún gengur að eiga Vilhjálm krónprins á föstudaginn kemur. Veðmálafyrirtækið Ladbrokes er nú hætt að taka við veðmálum um hvaða kórónu Kate verður með, eftir að miðaldra kona veðjaði sex þúsund pundum á að Middleton myndi bera kórónuna góðu. Kórónan er 180 ára gömul og var mikið notuð af Viktoríu drottningu og Maríu drottningu auk þess sem móðir Elísabetar bar hana af og til. Erlent 26.4.2011 21:15 Sprengjum rignir á Misrata Líbíska borgin Misrata varð í kvöld enn og aftur fyrir loftárásum stuðningsmanna Gaddafís einræðisherra. Að minnsta kosti þrír létust þegar flugskeytum rigndi á hafnarsvæði borgarinnar en höfnin er mjög mikilvæg þeim sem vilja komast til borgarinnar Benghazi sem er helsta vígi uppreisnarmanna í landinu. Erlent 26.4.2011 20:45 Gengur betur án ríkisstjórnar Belgar náðu í dag áfanga sem þeir fagna raunar ekkert sérstaklega. Áfanginn er sá að engin ríkisstjórn hefur verið í landinu í heilt ár. Erlent 26.4.2011 16:56 Tony Blair er ekki boðið Tony Blair er ekki boðinn í brúðkaup þeirra Vilhjálms og Kate á föstudaginn. Raunar ekki heldur Gordon Brown og frú. Hinsvegar er Margrét Thatcher sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra boðin. Erlent 26.4.2011 16:23 Áhyggjur vegna brúðkaupsmótmæla Breska lögreglan hefur áhyggjur af tveim hópum sem vilja hafa sig í frammi þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gifta sig á föstudaginn. Annarsvegar eru það samtök múslima sem kalla sig Múslimar gegn krossferðum. Þau sætta sig ekki við skilyrði sem lögreglan hefur sett fyrir því að þau fái leyfi til mótmælastöðu. Erlent 26.4.2011 13:57 Önnur skipalest til Gaza strandarinnar Stuðningsmenn palestínumanna á Gaza ströndinni ætla að senda fimmtán skipa lest til strandarinnar í næsta mánuði til að reyna að rjúfa hafnbann Ísraela. Erlent 26.4.2011 13:39 Norðmenn sagðir hafa rústað höll Gaddafis Það voru norskar orrustuþotur sem lögðu höfuðstöðvar Moammars Gaddafist í rúst aðfararnótt mánudagsins, sað sögn bandarísku fréttastofunnar NBC. Talsmaður norska flughersins vildi ekki staðfesta þetta í samtali við norska blaðið Aftenposten. Erlent 26.4.2011 10:32 Troy Davis bíður enn aftöku Amnesty International hvetja til þess að Bandaríkjamaðurinn Troy Davis verði ekki tekinn af lífi og að hann fái að njóta sanngjarnar málsmeðferðar. Á íslenskri vefsíðu samtakanna hafa þegar 316 manns skrifað undir áskorun þessa efnis. Troy Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni í Savannah í Georgíu-ríki. Á vef Amnesty International segir að hann hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og flest vitna ákæruvaldsins, sem báru vitni gegn honum við réttarhöldin, hafa síðar dregið framburð sinn til baka eða gerst sek um mótsagnakenndar yfirlýsingar. Samkvæmt Amnesty leikur grunur á að sum þeirra hafi sætt þrýstingi frá lögreglunni að gefa framburðinn. Árin 2007 og 2008 var þrisvar settur aftökudagur á Troy Davis, sem var svo frestað þegar einungis voru nokkrir dagar eða klukkustundir í aftökuna. http://www.amnesty.is/undirskriftir Erlent 26.4.2011 10:05 Hárþjófa leitað Lögreglan í Chicago leitar þjófa sem brutust inn í vöruskemmu í eigu snyrtifyrirtækis og stálu miklu magni af hári. Erlent 26.4.2011 08:45 « ‹ ›
David Petraeus verður yfirmaður CIA Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hershöfðinginn David Petraeus yrði næsti yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Erlent 28.4.2011 08:10
Treysta á eftirlitsmyndavélar Lögreglan á Fjóni er enn engu nær um þann sem myrti hjónin Bjarne Johansen og Heidi Nielsen í skógi við Óðinsvé fyrir um tveimur vikum, en vonast til þess að upptökur úr eftirlitsmyndavélum komi þeim á sporið. Erlent 28.4.2011 05:30
Tekur við af Dalaí Lama Lobsang Sangay, þjóðréttarfræðingur menntaður í Harvard, verður forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbeta á Indlandi. Hann tekur því við af Dalaí Lama sem pólitískur leiðtogi Tíbeta. Erlent 28.4.2011 03:00
Obama stokkar upp í yfirstjórn hermála Talið er að miklar mannabreytingar verði í yfirstjórn Bandaríkjahers og leyniþjónustunnar CIA í sumar í tengslum við varnarmálaráðherraskipti, sem fyrirhuguð eru þegar Robert Gates hættir. Erlent 28.4.2011 01:30
Tortímandinn snýr aftur - orðinn 63 ára Arnold Schwarzenegger fyrrverandi ríkisstjóri Kalíforníu, hefur samþykkt að snúa aftur í hlutverki vélmennisins í Terminator í fimmta skiptið. Þetta er í það minnsta fullyrt á heimasíðunni deadline.com. Þar segir að leikstjórinn verði Justin Lin, sem gerði Fast&Furious 5. Arnold, sem margoft hefur sagst ætla að snúa aftur, er orðinn 63 ára gamall og verður forvitnilegt að sjá hann skella sér í leðurdressið enn einu sinni. Erlent 27.4.2011 23:47
Leita að gröf Mónu Lísu Hópur vísindamanna leitar nú að greftrunarstað Mónu Lísu, eða öllu heldur, fyrirsætunnar sem sat fyrir á þessu frægasta málverki sögunnar sem Leonardo Da Vinci málaði á sínum tíma. Vísindamennirnir notast við sérstakan radar og fínkemba nú klaustur eitt í ítölsku borginni Flórens þar sem talið er að fyrirsætan, Lisa Gherardini, hafi borið beinin. Erlent 27.4.2011 22:23
Trúarleiðtogi jarðsettur í glerkistu - jarðarförin í beinni Indverski trúarleiðtoginn Sathya Sai Baba var jarðaður í dag, eftir að lík hans hafði verið til sýnis við trúarhof hans í þrjá daga. Sai Baba var 84 ára gamall en hann lést á sunnudag eftir langvinn veikindi. Samkvæmt siðum hindúa eru þeir yfirleitt brenndir eftir andlátið. Heilagir menn, hins vegar, eru jarðsettir. Fréttastofan Sky News greinir frá því að þúsundir hafi vottað Sai Baba virðingu sína við jarðarförina, þar á meðal trúarleiðtogar annarra trúarbragða, svo sem kristni og íslam, sem héldu þar tölu. Athöfnin hófst hins vegar á því að 21 hermaður skaut af byssu, Sai Baba til heiðurs. Henni var sjónvarpað í beinni útsendingu Sai Baba var jarðsettur í fæðingarbæ sínum, Puttaparthi sem er um 200 kílómetra norður af Bangalore. Hann var einhleypur og barnlaus þegar hann lést. Erlent 27.4.2011 15:24
Birtu fæðingarvottorð Obama Hvíta húsið gaf í dag út afrit af fæðingarvottorði Baracks Obama. Með þessu vilja forsvarsmenn Hvíta hússins reyna að stöðva kjaftasögur þess efnis að Obama sé ekki fæddur í Bandaríkjunum. Erlent 27.4.2011 15:14
Eldingu laust niður í fótboltavöll - níu slasaðir Að minnsta kosti níu einstaklingar eru slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að eldingu laust niður í fótboltavöll í bænum Portage í Michigan í Bandaríkjunum. Erlent 27.4.2011 11:14
Húðflúraði 305 þjóðfána á líkama sinn Indverjinn Har Prakash komst í Heimsmetabók Guinnes á dögunum fyrir að vera með flesta þjóðfána húðflúraða á líkama sinn. Erlent 27.4.2011 10:40
Pólitískur arftaki Dalai Lama kjörinn Lobsang Sangay var kjörinn forsætisráðherra útlagastjórnar Tíbets, en landið er á valdi Kína. Erlent 27.4.2011 09:00
Sá sem fann upp lesvélina er látinn Bandaríski verkfræðingurinn Hubert Schlafly er látinn, 91 árs að aldri, en hann fann upp Teleprompterinn eða lesvélina. Erlent 27.4.2011 08:34
187 lík í mexíkóskum fjöldagröfum Yfirvöld í Mexíkó tilkynntu í dag að þau hefðu alls fundið 183 lík í fjöldagröfum í norðausturhluta Mexíkó en talið er að fíkniefnahringurinn Zetas séu ábyrgir fyrir morðunum. Erlent 27.4.2011 08:28
Termítar átu milljónir á Indlandi Starfsfólk indversks banka hefur verið sakað um að bera ábyrgð á að termítar átu sig í gegnum milljónir rúbía. í Almenningur þarf ekki að borga tapið. Erlent 27.4.2011 08:18
Fann 500 ára gamla bók á háaloftinu Bandarískur maður fann fimm hundruð ára gamla þýska bók á háaloftinu heima hjá sér. Í ljós kom að bókin hafði verið á háaloftinu í tugi ára. Erlent 27.4.2011 08:08
Sonur lögreglumanns ákærður fyrir að kveikja í lögregluskóla Fjórir danskir menn á aldrinum 20 til 23 ára voru í gær ákærðir fyrir að reyna að kveikja í lögregluskóla í Kaupmannahöfn. Erlent 27.4.2011 08:03
SÞ kanna mannréttindabrot í Líbíu Þriggja manna teymi frá Sameinuðu þjóðunum munu fara til Trípolí höfuðborgar Líbíu og kanna hvort þar hafi verið framin mannréttindabrot. Erlent 27.4.2011 07:54
Gasleiðslur sprengdar í loft upp Gasleiðslur í Sínaí héraðinu í Egyptalandi voru sprengdar í loft upp af vopnuðu gengi í dag. Erlent 27.4.2011 07:06
Hætt að prófa úr bók leiðtoga Fimm árum eftir að Saparmuran Niyazov, hinn sérstæði leiðtogi Túrkmenistans, lést, hafa skólayfirvöld í landinu loks ákveðið að ekki verði lengur lögð fyrir nemendur, sem sækja um inngöngu í framhaldsskóla, próf upp úr bók hans, Bók sálarinnar. Erlent 27.4.2011 03:45
Vilja láta endurskoða Schengen-samstarfið Ítalir og Frakkar vilja endurskoða Schengen-sáttmálann með hliðsjón af því ástandi sem skapast hefur þegar tugir þúsunda flóttamanna hafa streymt frá Túnis og fleiri ríkjum Norður-Afríku til Ítalíu. Erlent 27.4.2011 01:00
Þrír farþegar í sömu vél unnu bíl í skafmiðaleik Lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur hafið rannsókn á því hvernig það gat gerst að þrír farþegar um borð í sömu vélinni á leið til Madríd unnu stærsta vinninginn í skafmiðahappdrætti félagsins. Erlent 26.4.2011 22:30
Veðjaði á hvaða kórónu Kate mun bera - gæti unnið milljónir Kona ein í Bretlandi gæti orðið þrettán milljónum króna ríkari ákveði Kate Middleton að bera sömu kórónu og Elísabet Englandsdrottning bar í sínu brúðkaupi þegar hún gengur að eiga Vilhjálm krónprins á föstudaginn kemur. Veðmálafyrirtækið Ladbrokes er nú hætt að taka við veðmálum um hvaða kórónu Kate verður með, eftir að miðaldra kona veðjaði sex þúsund pundum á að Middleton myndi bera kórónuna góðu. Kórónan er 180 ára gömul og var mikið notuð af Viktoríu drottningu og Maríu drottningu auk þess sem móðir Elísabetar bar hana af og til. Erlent 26.4.2011 21:15
Sprengjum rignir á Misrata Líbíska borgin Misrata varð í kvöld enn og aftur fyrir loftárásum stuðningsmanna Gaddafís einræðisherra. Að minnsta kosti þrír létust þegar flugskeytum rigndi á hafnarsvæði borgarinnar en höfnin er mjög mikilvæg þeim sem vilja komast til borgarinnar Benghazi sem er helsta vígi uppreisnarmanna í landinu. Erlent 26.4.2011 20:45
Gengur betur án ríkisstjórnar Belgar náðu í dag áfanga sem þeir fagna raunar ekkert sérstaklega. Áfanginn er sá að engin ríkisstjórn hefur verið í landinu í heilt ár. Erlent 26.4.2011 16:56
Tony Blair er ekki boðið Tony Blair er ekki boðinn í brúðkaup þeirra Vilhjálms og Kate á föstudaginn. Raunar ekki heldur Gordon Brown og frú. Hinsvegar er Margrét Thatcher sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra boðin. Erlent 26.4.2011 16:23
Áhyggjur vegna brúðkaupsmótmæla Breska lögreglan hefur áhyggjur af tveim hópum sem vilja hafa sig í frammi þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gifta sig á föstudaginn. Annarsvegar eru það samtök múslima sem kalla sig Múslimar gegn krossferðum. Þau sætta sig ekki við skilyrði sem lögreglan hefur sett fyrir því að þau fái leyfi til mótmælastöðu. Erlent 26.4.2011 13:57
Önnur skipalest til Gaza strandarinnar Stuðningsmenn palestínumanna á Gaza ströndinni ætla að senda fimmtán skipa lest til strandarinnar í næsta mánuði til að reyna að rjúfa hafnbann Ísraela. Erlent 26.4.2011 13:39
Norðmenn sagðir hafa rústað höll Gaddafis Það voru norskar orrustuþotur sem lögðu höfuðstöðvar Moammars Gaddafist í rúst aðfararnótt mánudagsins, sað sögn bandarísku fréttastofunnar NBC. Talsmaður norska flughersins vildi ekki staðfesta þetta í samtali við norska blaðið Aftenposten. Erlent 26.4.2011 10:32
Troy Davis bíður enn aftöku Amnesty International hvetja til þess að Bandaríkjamaðurinn Troy Davis verði ekki tekinn af lífi og að hann fái að njóta sanngjarnar málsmeðferðar. Á íslenskri vefsíðu samtakanna hafa þegar 316 manns skrifað undir áskorun þessa efnis. Troy Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni í Savannah í Georgíu-ríki. Á vef Amnesty International segir að hann hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og flest vitna ákæruvaldsins, sem báru vitni gegn honum við réttarhöldin, hafa síðar dregið framburð sinn til baka eða gerst sek um mótsagnakenndar yfirlýsingar. Samkvæmt Amnesty leikur grunur á að sum þeirra hafi sætt þrýstingi frá lögreglunni að gefa framburðinn. Árin 2007 og 2008 var þrisvar settur aftökudagur á Troy Davis, sem var svo frestað þegar einungis voru nokkrir dagar eða klukkustundir í aftökuna. http://www.amnesty.is/undirskriftir Erlent 26.4.2011 10:05
Hárþjófa leitað Lögreglan í Chicago leitar þjófa sem brutust inn í vöruskemmu í eigu snyrtifyrirtækis og stálu miklu magni af hári. Erlent 26.4.2011 08:45