Erlent

Annar sjóðanna sem vill Iceland var stofnaður af Mitt Romney

Tveir erlendir fjárfestingasjóðir berjast nú um verslunarkeðjuna Iceland Foods við forstjórann og stofnandann Malcolm Walker. Annar sjóðanna var stofnaður af Mitt Romney sem vinnur nú að því að verða fulltrúi Repúblikana í forsetakosningunum Bandaríkjunum síðar á árinu.

Erlent

Ný Xbox leikjatölva kynnt á næsta ári

Nýjasta leikjatölva Microsoft verður að öllum líkindum opinberuð haustið 2013. Talið er að grafík leikjatölvunnar verði 6 sinnum öflugri en núverandi geta Xbox 360 tölvunnar.

Erlent

Egypska byltingin ársgömul

Eitt ár er liðið síðan bylting hófst í Egyptalandi. Af því tilefni hafa þúsundir Egypta safnast saman á Frelsistorginu í Kaíró.

Erlent

Starfsmenn Disney fá leyfi til að safna skeggi

Starfsmenn í skemmtigörðum Disney hafa nú loks fengið leyfi til að safna skeggi. Fyrirtækið mun einnig innleiða "afslappaða föstudaga“ en þá fá starfsmenn að klæðast póló-bolum og gallabuxum - kvenkyns starfsmenn fá þá að ganga sandölum.

Erlent

Þjarkað áfram um skuldir Grikklands

Á mánudagskvöld höfnuðu fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hugmyndum bankanna um niðurfellingu helmings skulda gríska ríkisins gegn lengri lánum, sem eigi að bera fjögur prósent vexti.

Erlent

Segir samsæri gegn Sýrlandi

Utanríkisráðherra Sýrlands segir „hálfan heiminn" vera viðriðinn samsæri gegn landinu. Arababandalagið dró eftirlitsnefnd sína til baka frá landinu í gær vegna þess að stjórnvöld í Sýrlandi hafa ekki hætt að beita borgara sína ofbeldi.

Erlent

Vara forseta við að skrifa undir

Tyrkir vöruðu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í gær við því að skrifa undir lög sem gera það glæpsamlegt að afneita þjóðarmorði Tyrkja á Armenum fyrir tæpri öld. Efri deild franska þingsins samþykkti lögin á mánudagskvöld.

Erlent

Gæti fengið einkasjúkrahús

Svo gæti farið að sérstakt eins manns geðsjúkrahús verði byggt innan múra Ila-fangelsisins í Bærum til að hýsa fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik, verði hann úrskurðaður ósakhæfur.

Erlent

Kvikmynd Martin Scorsese með 11 tilnefningar

Ævintýramynd leikstjórans Martin Scorsese, Hugo, hefur verið tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Kvikmyndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og hefur Scorsese lýst henni sem óður til kvikmyndagerðarinnar.

Erlent

Gengu í hjónaband þegar ástandið versnaði

Heather Taylor og Jimmy New gengu í hjónaband á sunnudaginn. Þetta er var þó ekki beinlínis drauma brúðkaup. Heather greindist nýlega með heilaæxli og nú þegar ástand hennar versnar ákvað Jimmy að biðja um hönd hennar.

Erlent

Fílahjörð syrgir látinn kálf

Fílahjörð í dýragarðinum í München safnaðist saman við lík kálfs sem lést í kjölfar hjartaáfalls. Hin þriggja mánaða Lola átti að gangast undir skurðaðgerð en lést skömmu áður.

Erlent

Neyðarástandi aflétt á afmæli byltingar

Herstjórnin í Egyptalandi hefur ákveðið að aflétta neyðarástandi á landinu á morgun. Ákvörðunin er táknræn en morgundagurinn markar ársafmæli byltingarinnar gegn fyrrverandi forseta landsins, Hosni Mubarak.

Erlent

Stuðningsmenn Gaddafís ná Bani Walid á sitt vald

Stuðningsmenn hins fallna einræðisherra Múamars Gaddafís í Líbíu eru ekki af baki dottnir í baráttu sinni og í morgun náðu þeir borginni Bani Walid á sitt vald og flögguðu grænum fána Líbíu sem notaður var í valdatíð Gaddafís.

Erlent