Erlent

Julian Assange framleiðir sjónvarpsþátt

Julian Assange, aðgerðarsinni og stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, aðgerðarsinni og stofnandi Wikileaks. mynd/AP
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, mun brátt hefja framleiðslu á viðtalsþætti fyrir sjónvarp. Í þættinum mun Assange tala við pólitíska leiðtoga, hugsuði og aðgerðarsinna.

Lítið er vitað um viðtalsþáttinn en í tilkynningu frá Wikileaks kemur fram að fyrirtækið Quick Roll mun annast framleiðslu þáttarins. Talið er að þátturinn verði frumsýndur í mars.

Sjálfur hefur Assange miklar væntingar til þáttarins. „Við munum rannsaka framtíð okkar með því að ræða við þá sem hjálpa til við að móta hana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×