Erlent

Navy Seals björguðu pari úr höndum sjóræningja

Hermenn úr Navy Seals sérsveit bandaríska flotans björguðu dönskum manni og bandarískri konu úr höndum sjóræningja í Sómalíu í nótt.

Þetta hefur bandaríska sjónvarpsstöðin NBC fengið staðfest. Um er að ræða sextugan Dana og rúmlega þrítuga bandaríska samstarfskonu hans sem unnu fyrir Flóttamannahjálp Danmerkur.

Sérsveitin flaug á sex þyrlum að húsaþyrpingu þar sem parið var í haldi. Til skotbardaga kom milli sérsveitarinnar og sjóræningjanna og munu nokkrir sjóræningjanna hafa fallið. Ekki er vitað hvort einhver hafi fallið úr liði Navy Seals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×