Erlent

Neyðarástandi aflétt á afmæli byltingar

Hussein Tantawi, marskálkur og formaður Herforingjaráðsins.
Hussein Tantawi, marskálkur og formaður Herforingjaráðsins. mynd/AFP
Herstjórnin í Egyptalandi hefur ákveðið að aflétta neyðarástandi á landinu á morgun. Ákvörðunin er táknræn en morgundagurinn markar ársafmæli byltingarinnar gegn fyrrverandi forseta landsins, Hosni Mubarak.

En þrátt fyrir að neyðarástandinu verði formlega aflétt þá verður það enn í gildi á ákveðnum sviðum samfélagsins.

Neyðarástandi í Egyptalandi var lýst yfir árið 1967 og hefur verið við lýði síðan þá.

Neyðarástandið gaf stjórnvöldum í landinu víðtæk völd yfir þegnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×