Erlent

Starfsmenn Disney fá leyfi til að safna skeggi

Starfsmenn í skemmtigörðum Disney hafa nú loks fengið leyfi til að safna skeggi.
Starfsmenn í skemmtigörðum Disney hafa nú loks fengið leyfi til að safna skeggi. mynd/Disney
Starfsmenn í skemmtigörðum Disney hafa nú loks fengið leyfi til að safna skeggi. Fyrirtækið mun einnig innleiða „afslappaða föstudaga" en þá fá starfsmenn að klæðast póló-bolum og gallabuxum - kvenkyns starfsmenn fá þá að ganga sandölum.

Starfsmannareglur hafa lengi verið afar íhaldssamar í skemmtigörðum og dvalarstöðum Disney. Hinu svokallaða Disney-útliti hefur verið lýst sem „fersku, þrifalegu og aðgengilegu." Reglurnar taka til klæðaburðar, hárgreiðslu, skartgripa og lengd fingurnagla.

Andlitshár hefur verið bannað í skemmtigörðunum frá því á 6. áratugnum. Árið 2000 var þó ákveðið að leyfa yfirvaraskegg. Breidd og lengd skeggsins mátti þó ekki fara yfir velsæmismörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×