Erlent

Gingrich mælist með meira fylgi en Romney á landsvísu

Í fyrsta sinn síðan að prófkjör Repúblikanaflokksins hófust mælist Newt Gingrich með meira fylgi á landsvísu en Mitt Romney.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði. Gingrich mælist með 31 prósent fylgi í könnuninni en Romney með 27%. Eins og áður hefur komið fram er Gingrich með örugga forystu á Romney í Flórída þar sem næsta prófkjör verður haldið á mánudaginn kemur.

Talið er að upplýsingar um skattamál Romney hafi valdið þessum viðsnúningi á fylgi hans á landsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×