Erlent

Giffords kveður þingið

Gabrielle Giffords kveður meðlimi þingsins í dag.
Gabrielle Giffords kveður meðlimi þingsins í dag. mynd/AP
Bandaríski Demókratinn Gabrielle Giffords lauk formlega þingsetu sinni í dag.

Giffords særðist alvarlega í skotárás í Arizona á síðasta ári. Í afsagnarbréfi sínu sagði Giffords hún myndi snúa aftur en um sinn væri hún ekki fær um að einbeita sér að fullu að starfinu.

Hún sagði kjósendur sínir eigi skilið fulltrúa sem veiti þeim óskipta athygli.

Fulltrúar þingsins risu á fætur þegar Giffords kvaddi leiðtoga þingflokks Demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×