Erlent

Angry Birds fyrirbyggir Alzheimer

"Þetta getur verið allt frá því að leysa Sudoku-þraut til Angry Birds."
"Þetta getur verið allt frá því að leysa Sudoku-þraut til Angry Birds." mynd/Rovio
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar gefa til kynna að örvandi athafnir á borð við lestur, skrif og leiki geti minnkað líkur á Alzheimer.

Rannsóknin var birt í nýjasta tölublaði Archives of Neurology. Stjórnendur rannsóknarinnar segja að lífstíll geti haft afgerandi áhrif á þróun Alzheimer og vitglapa.

Dr. Susan Landau hjá háskólanum í Kaliforníu-Berkeley sagði að örvandi athafnir komi í veg fyrir myndum mýlildis en fyrirbærið á sér stað þegar prótein myndast og hlaðast upp á óeðlilegan máta. Mýlildi er talin vera ein af meginorsökum Alzheimers og vitglapa.

Rannsakendur tóku viðtöl við 65 heilbrigða einstaklinga. Þau voru spurð út í lestrarvenjur sínar og skriftir - einnig var forvitnast um hvort að þau spiluðu leiki af einhverjum tagi. Heilar einstaklinganna voru síðan rannsakaðir í sérstökum heilaskanna sem nemur mýlildi.

Niðurstöðurnar sýndu fram á að þeir sem lásu, skrifuðu og stunduðu leikjaspilun höfðu minna af próteininu en þeir sem ekki örvuðu heila sinn reglulega.

Landau sagði að leikjaspilun hafi afar víða skilgreiningu. „Þetta getur verið allt frá því að leysa Sudoku-þraut til Angry Birds."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×