Erlent

Stuðningsmenn Gaddafís ná Bani Walid á sitt vald

Stuðningsmenn hins fallna einræðisherra Múamars Gaddafís í Líbíu eru ekki af baki dottnir í baráttu sinni og í morgun náðu þeir borginni Bani Walid á sitt vald og flögguðu grænum fána Líbíu sem notaður var í valdatíð Gaddafís.

Nýjir leiðtogar hafa átt í erfiðleikum undanfarið við að sameina þjóðina á ný eftir hina blóðugu borgarastyrjöld sem lauk með dauða Gaddafís fyrir þremur mánuðum. Mótmæli almennings hafa aukist mikið síðustu daga og er þess krafist að stjórnarmenn stundi gagnsæ vinnubrögð og standi við þau loforð að greiða bætur til þeirra sem þátt tóku í stríðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×