Erlent

Mikið fannfergi í Japan

Yfir 50 manns hafa farist í miklum blindbyl sem herjað hefur á íbúa í norðvesturhluta Japan. Á sumum stöðum er snjókoman á við yfir þriggja metra jafnfallinn snjó.

Erlent

Romney vann stórsigur í Flórída

Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Flórída. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í nótt var Romney með 47% atkvæða en Newt Gingrich með 32%. Rick Santorum endaði í þriðja sæti með 13% atkvæða og Ron Paul hlaut 7%.

Erlent

Tók dótturina með í klettaklifur

Einstæð móðir í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að fara í klettaklifur með tveggja ára dóttur sína á bakinu. Hún gefur lítið fyrir gagnrýnina og segir að klifrið veiti dóttur sinni innblástur.

Erlent

Nýbirtar upptökur frá deginum sem Kennedy dó

Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti nýlega upptökur úr forsetaflugvél Bandaríkjanna, Air Force One, frá deginum þegar John F Kennedy var myrtur. Upptakan er 42 mínútna löng. Áður höfðu verið birtar upptökur úr vélinni en þessi 42 mínútna kafli var ekki inni í þeirri upptöku.

Erlent

Söfnuðu 40 milljónum vegna framboðsins

Stuðningsmenn Baracks Obama söfnuðu 40 milljónum bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi síðasta árs vegna væntanlegs framboðs hans til endurkjörs á þessu ári. Upphæðin sem safnað var nemur nærri fimm milljörðum íslenskra króna. Eignir framboðsins í lok ársins námu þá 82 milljónum dollara og skuldirnar námu þremur milljónum dollara. Þetta kemur fram í gögnum sem framboð hans skilaði til landskjörstjórnar í Bandaríkjunum í dag.

Erlent

Ótrúlegt "base-jump" í Singapúr

Ótrúlegt myndband sem sýnir ofurhuga stökkva af spilavíti í Singapúr hefur vakið gríðarlega athygli. Byggingin hentar afar vel fyrir „base-jump" en á þaki þess er gríðarstór sundlaug.

Erlent

Dularfullt skipsflak á botni Eystrasaltsins

Sænskir fjársjóðsleitarmenn hafa fundið dularfullan hlut á botni Eystrasaltsins. Hluturinn er disklaga og er á stærð við Boeing 747 farþegaþotu. Ævintýramennirnir leita nú leiða til að fjármagna frekari rannsóknir.

Erlent

Fyrrverandi forstjóri RBS sviptur aðalstign

Fred Goodwin, fyrrverandi bankastjóri Royal Bank of Scotland, hefur verið sviptur aðalstign. Sky fréttastofan greinir frá þessu í dag. Það hefur verið gríðarlegur þrýstingur á að hann yrði sviptur titlinum eftir að bankinn hrundi í miðri lausafjárkrísunni sem skók allan heiminn árið 2008.

Erlent

Áföllum fækkað um helming

Dauðsföllum af völdum hjartaáfalla hefur fækkað um ríflega helming í Englandi frá árinu 2002 ef marka má rannsóknir frá Oxford.

Erlent