Erlent

Romney vann stórsigur í Flórída

Mitt Romney vann stórsigur í prófkjöri Repúblikanaflokksins í Flórída. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í nótt var Romney með 47% atkvæða en Newt Gingrich með 32%. Rick Santorum endaði í þriðja sæti með 13% atkvæða og Ron Paul hlaut 7%.

Með sigri í Flórída, stærsta ríkinu hingað til í prófkjörunum, þykir Romney hafi styrkt stöðu sína verulega í kapphlaupinu um að verða forsetaefni flokksins.

Næsta prófkjör verður í Nevada á laugardaginn kemur og þar er talið að Romney eigi auðveldan sigur vísann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×