Erlent

Enn logar í rústum íbúðablokkar í Kaupmannahöfn

Slökkviliðsmenn hafa barist í alla nótt við að slökkva elda í stórri íbúðablokk í Valby í Kaupmannahöfn. Enn logar í rústunum.

Eldsvoðinn hófst síðdegis í gær og var allt tiltækt slökkvilið Kaupmannahafnar sent á staðinn. Um kvöldmatarleytið var talið að slökkviliðið hefði náð tökum á eldinum. Hinsvegar hefur eldurinn blossað upp af og til alla nóttina. Nú í morgunsárið voru tuttugu slökkviliðsmenn enn að störfum.

Um 200 manns eru heimilslausir vegna eldsvoðans og vinna borgaryfirvöld nú að því að koma þeim í húsaskjól, það er þeim sem ekki hefur tekist að fá inni hjá ættingjum og vinum.

Blokkin er talin meir og minna ónýt eftir eldsvoðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×